Ragnheiður Elín hættir í stjórnmálum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. september 2016 15:34 Ragnheiður Elín Árnadóttir. Vísir/Anton Brink Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, ætlar að hætta í stjórnmálum. Þetta tilkynnti hún fyrir stundu á Facebook-síðu sinni. Ragnheiður hlaut afleita kosningu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í gær. Hún bauð sig fram í fyrsta sæti en hafnaði í fjórða sæti þar sem Páll Magnússon hlaut afgerandi kosningu í fyrsta sæti listans. Þar á eftir komu svo Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason. Í færslu sinni á Facebook rekur Ragnheiður feril sinn í stjórnmálum en segir svo að hún meðtaki þau skilaboð sem felist í úrslitum prófkjörsins. „Ég hef tekið þátt í fjórum prófkjörum - fagnað sigri í þremur þeirra en náði ekki því marki sem að var stefnt nú. Með sama hætti og ég hef fagnað þeim skilaboðum sem í sigrunum hafa falist meðtek ég skilaboðin sem niðurstaða gærdagsins gefur til kynna. Nýjum oddvita óska ég til hamingju með sigurinn. Hans bíður það verkefni að leiða þetta stórbrotna kjördæmi sem er uppfullt af tækifærum og einstaklega góðu fólki sem hefur verið frábært að vinna með. Ég vil þakka stuðningsmönnum mínum fyrir frábæra baráttu, fyrir gleðina, hvatninguna og takmarkalausa traustið sem mér hefur verið sýnt. Ég læt þessu hér með lokið og kveð stjórnmálin að loknu þessu kjörtímabili,“ segir Ragnheiður Elín í Facebook-færslunni sem sjá má í heild hér að neðan. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, ætlar að hætta í stjórnmálum. Þetta tilkynnti hún fyrir stundu á Facebook-síðu sinni. Ragnheiður hlaut afleita kosningu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í gær. Hún bauð sig fram í fyrsta sæti en hafnaði í fjórða sæti þar sem Páll Magnússon hlaut afgerandi kosningu í fyrsta sæti listans. Þar á eftir komu svo Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason. Í færslu sinni á Facebook rekur Ragnheiður feril sinn í stjórnmálum en segir svo að hún meðtaki þau skilaboð sem felist í úrslitum prófkjörsins. „Ég hef tekið þátt í fjórum prófkjörum - fagnað sigri í þremur þeirra en náði ekki því marki sem að var stefnt nú. Með sama hætti og ég hef fagnað þeim skilaboðum sem í sigrunum hafa falist meðtek ég skilaboðin sem niðurstaða gærdagsins gefur til kynna. Nýjum oddvita óska ég til hamingju með sigurinn. Hans bíður það verkefni að leiða þetta stórbrotna kjördæmi sem er uppfullt af tækifærum og einstaklega góðu fólki sem hefur verið frábært að vinna með. Ég vil þakka stuðningsmönnum mínum fyrir frábæra baráttu, fyrir gleðina, hvatninguna og takmarkalausa traustið sem mér hefur verið sýnt. Ég læt þessu hér með lokið og kveð stjórnmálin að loknu þessu kjörtímabili,“ segir Ragnheiður Elín í Facebook-færslunni sem sjá má í heild hér að neðan.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00
Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31