Reyni að njóta þess að spila Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2016 06:00 Ólafur Gústafsson í búningi Flensburg. vísir/getty Ólafur Gústafsson lék sinn fyrsta leik með Stjörnunni þegar liðið vann þriggja marka sigur, 26-23, á Akureyri í 1. umferð Olís-deildarinnar á laugardaginn. „Sem nýliðar í deildinni vitum við kannski ekki alveg hvar við stöndum, þannig að það var mjög gott að byrja á sigri,“ sagði Ólafur sem spilaði nær allan leikinn, skoraði sex mörk og var öflugur í vörninni. Bara það eitt að spila heilan leik er áfangi fyrir Ólaf en hann hefur lítið spilað vegna erfiðra hnémeiðsla undanfarin tvö ár. Ólafur, sem er uppalinn FH-ingur, fór út í atvinnumennsku síðla árs 2012 þegar þýska stórliðið Flensburg samdi við hann. Ólafur lék í tvö ár með Flensburg og vann Meistaradeild Evrópu með liðinu vorið 2014. Þá um sumarið gekk hann í raðir Aalborg í Danmörku og strax á undirbúningstímabilinu bankaði meiðsladraugurinn upp á. „Þetta kom upp á undirbúningstímabilinu. Ég var nýr í liðinu og píndi mig áfram í einhvern tíma áður en eitthvað var gert. Ég spilaði ekki marga leiki og var aðallega nýttur í vörninni,“ sagði Ólafur sem glímdi við meiðsli á báðum hnjám. „Svo fór ég í aðgerð síðasta sumar og var nánast ekkert með á síðasta tímabili.“ Ólafur vildi spila áfram erlendis en ákvað á endanum að koma aftur heim. „Maður vill alltaf halda sér úti. Ég skoðaði einhverja möguleika og fór á reynslu. En svo hugsaði ég með mér að það væri mjög gott að koma heim og hafa svigrúm til að ná mér og byrja svolítið frá grunni. Ég sé ekki eftir því,“ sagði Ólafur. En af hverju varð Stjarnan fyrir valinu? „Það voru lið sem settu sig í samband við mig en ég endaði á því að velja Stjörnuna. Þeir sýndu mjög mikinn áhuga og voru fyrstir til að tala við mig. Ég þekkti einhverja leikmenn þarna sem og þjálfarann [Einar Jónsson],“ sagði Ólafur og bætti því við að markmið Stjörnunnar væri að festa sig í sessi í Olís-deildinni en liðið hefur flakkað á milli deilda undanfarin ár. Ólafur var heill í sumar, æfði vel og segist vera í góðu formi. „Ástandið er mjög gott. Ég var á fullu á undirbúningstímabilinu, nema ég fékk hvíld í nokkrum æfingaleikjum til að stýra álaginu. Maður var allt í einu kominn í útihlaupin og allt þetta skemmtilega aftur,“ sagði Ólafur sem nýtur þess að vera inni í vellinum í stað þess að vera á sjúkrabekknum eða uppi í stúku. „Mér líður mjög vel í líkamanum eins og er og sé ekkert því til fyrirstöðu að ég leiki flesta leiki í vetur. Það er gaman að vera kominn til baka og farinn að spila handbolta. Ég reyni bara að njóta þess. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri,“ sagði Ólafur að endingu. Olís-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Sjá meira
Ólafur Gústafsson lék sinn fyrsta leik með Stjörnunni þegar liðið vann þriggja marka sigur, 26-23, á Akureyri í 1. umferð Olís-deildarinnar á laugardaginn. „Sem nýliðar í deildinni vitum við kannski ekki alveg hvar við stöndum, þannig að það var mjög gott að byrja á sigri,“ sagði Ólafur sem spilaði nær allan leikinn, skoraði sex mörk og var öflugur í vörninni. Bara það eitt að spila heilan leik er áfangi fyrir Ólaf en hann hefur lítið spilað vegna erfiðra hnémeiðsla undanfarin tvö ár. Ólafur, sem er uppalinn FH-ingur, fór út í atvinnumennsku síðla árs 2012 þegar þýska stórliðið Flensburg samdi við hann. Ólafur lék í tvö ár með Flensburg og vann Meistaradeild Evrópu með liðinu vorið 2014. Þá um sumarið gekk hann í raðir Aalborg í Danmörku og strax á undirbúningstímabilinu bankaði meiðsladraugurinn upp á. „Þetta kom upp á undirbúningstímabilinu. Ég var nýr í liðinu og píndi mig áfram í einhvern tíma áður en eitthvað var gert. Ég spilaði ekki marga leiki og var aðallega nýttur í vörninni,“ sagði Ólafur sem glímdi við meiðsli á báðum hnjám. „Svo fór ég í aðgerð síðasta sumar og var nánast ekkert með á síðasta tímabili.“ Ólafur vildi spila áfram erlendis en ákvað á endanum að koma aftur heim. „Maður vill alltaf halda sér úti. Ég skoðaði einhverja möguleika og fór á reynslu. En svo hugsaði ég með mér að það væri mjög gott að koma heim og hafa svigrúm til að ná mér og byrja svolítið frá grunni. Ég sé ekki eftir því,“ sagði Ólafur. En af hverju varð Stjarnan fyrir valinu? „Það voru lið sem settu sig í samband við mig en ég endaði á því að velja Stjörnuna. Þeir sýndu mjög mikinn áhuga og voru fyrstir til að tala við mig. Ég þekkti einhverja leikmenn þarna sem og þjálfarann [Einar Jónsson],“ sagði Ólafur og bætti því við að markmið Stjörnunnar væri að festa sig í sessi í Olís-deildinni en liðið hefur flakkað á milli deilda undanfarin ár. Ólafur var heill í sumar, æfði vel og segist vera í góðu formi. „Ástandið er mjög gott. Ég var á fullu á undirbúningstímabilinu, nema ég fékk hvíld í nokkrum æfingaleikjum til að stýra álaginu. Maður var allt í einu kominn í útihlaupin og allt þetta skemmtilega aftur,“ sagði Ólafur sem nýtur þess að vera inni í vellinum í stað þess að vera á sjúkrabekknum eða uppi í stúku. „Mér líður mjög vel í líkamanum eins og er og sé ekkert því til fyrirstöðu að ég leiki flesta leiki í vetur. Það er gaman að vera kominn til baka og farinn að spila handbolta. Ég reyni bara að njóta þess. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri,“ sagði Ólafur að endingu.
Olís-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Sjá meira