Möguleiki á hægrisinnuðu kvennaframboði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2016 10:19 Hugsanlegt er að nýtt kvennaframboð á hægri vængnum komi fram. Vísir/Anton Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna segir stöðuna í jafnrétti kynjanna innan Sjálfstæðisflokksins verri en í öðrum flokkum. Hugsanlegt sé að nýtt kvennaframboð á hægri vængnum komi fram. Helga Dögg Björgvinsdóttir var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun þar sem hún sagðist ekki búa yfir skýringu á slæmu gengi kvenna í í prófkjörum flokksins. Konur hlutu afhroð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Karlmenn verma efstu fjögur sæti lista Suðvesturkjördæmis og þrjú efstu sætin í Suðurkjördæmi.Sjá einnig: Sjálfstæðiskonur guldu afhroðRætt hefur verið um hvort listunum verði breytt svo fjölga megi konum í forystusveit flokksins og sagði Friðjón R. Friðjónsson, sem situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, að hann myndi ekki „styðja einsleita lista eins og niðurstöður prófkjöranna um helgina skiluðu.“ Þarf miðstjórn að samþykkja framboðslistana samkvæmt reglum flokksins.Helga Dögg segir að skýrt sé í reglum flokksins að hægt sé að breyta framboðslistunum. Á síðasta landsfundi hafi jafnréttisákvæði verið sett í reglur flokksins og að jafnrétti sé eitt af grunngildum Sjálfstæðisflokksins. Þar segi einnig að röðun á lista eigi að taka miða af grunngildum Sjálfstæðisflokksins.Sjá einnig: Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna„Þarna er kjörnefnd og forysta flokksins komin með vopn í hendurnar til þess að hafa áhrif á röðun á lista og breyta þessum prófkjörsniðurstöðum,“ segir Helga Dögg sem telur að ástandið í kynjajafnrétti sé verra í Sjálfstæðisflokknum en öðrum flokkum. „Ég veit ekki hvort það séu sterkari karlagildi í Sjálfstæðisflokknum að einhverju leyti en konur hafa átt mjög erfitt uppdráttar. Það hefur ekki mátt tala um jafnréttismál út frá kynjasjónarmiði, og það er ennþá þannig í ákveðnum kreðsum að maður er bara þaggaður niður,“ segir Helga Dögg.Sjá einnig: „Konunum ekki úthýst á grundvelli kynferðis“Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og ein af þeim konum sem sóttist eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum en náði ekki sæti spurði á Facebook-síðu sinni hvort að sérstakt Kvennaframboð væri lausnin. Aðspurð um það segir Helga Dögg að það hafi verið rætt á meðal kvenna í kringum hana. „Það er mjög stutt til kosninga og það þarf að hafa mjög hraðar hendur. En já, ég held að það geti alveg verið ef að öflugar konur taka sig saman, að við gætum séð eitthvað slíkt.“ Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30 Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00 Bjarni útilokar ekki breytingar á listunum Formaður Sjálfstæðisflokksins segir árangur kvenna í prófkjörinu vera vonbrigði. 11. september 2016 19:05 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna segir stöðuna í jafnrétti kynjanna innan Sjálfstæðisflokksins verri en í öðrum flokkum. Hugsanlegt sé að nýtt kvennaframboð á hægri vængnum komi fram. Helga Dögg Björgvinsdóttir var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun þar sem hún sagðist ekki búa yfir skýringu á slæmu gengi kvenna í í prófkjörum flokksins. Konur hlutu afhroð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Karlmenn verma efstu fjögur sæti lista Suðvesturkjördæmis og þrjú efstu sætin í Suðurkjördæmi.Sjá einnig: Sjálfstæðiskonur guldu afhroðRætt hefur verið um hvort listunum verði breytt svo fjölga megi konum í forystusveit flokksins og sagði Friðjón R. Friðjónsson, sem situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, að hann myndi ekki „styðja einsleita lista eins og niðurstöður prófkjöranna um helgina skiluðu.“ Þarf miðstjórn að samþykkja framboðslistana samkvæmt reglum flokksins.Helga Dögg segir að skýrt sé í reglum flokksins að hægt sé að breyta framboðslistunum. Á síðasta landsfundi hafi jafnréttisákvæði verið sett í reglur flokksins og að jafnrétti sé eitt af grunngildum Sjálfstæðisflokksins. Þar segi einnig að röðun á lista eigi að taka miða af grunngildum Sjálfstæðisflokksins.Sjá einnig: Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna„Þarna er kjörnefnd og forysta flokksins komin með vopn í hendurnar til þess að hafa áhrif á röðun á lista og breyta þessum prófkjörsniðurstöðum,“ segir Helga Dögg sem telur að ástandið í kynjajafnrétti sé verra í Sjálfstæðisflokknum en öðrum flokkum. „Ég veit ekki hvort það séu sterkari karlagildi í Sjálfstæðisflokknum að einhverju leyti en konur hafa átt mjög erfitt uppdráttar. Það hefur ekki mátt tala um jafnréttismál út frá kynjasjónarmiði, og það er ennþá þannig í ákveðnum kreðsum að maður er bara þaggaður niður,“ segir Helga Dögg.Sjá einnig: „Konunum ekki úthýst á grundvelli kynferðis“Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og ein af þeim konum sem sóttist eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum en náði ekki sæti spurði á Facebook-síðu sinni hvort að sérstakt Kvennaframboð væri lausnin. Aðspurð um það segir Helga Dögg að það hafi verið rætt á meðal kvenna í kringum hana. „Það er mjög stutt til kosninga og það þarf að hafa mjög hraðar hendur. En já, ég held að það geti alveg verið ef að öflugar konur taka sig saman, að við gætum séð eitthvað slíkt.“
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30 Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00 Bjarni útilokar ekki breytingar á listunum Formaður Sjálfstæðisflokksins segir árangur kvenna í prófkjörinu vera vonbrigði. 11. september 2016 19:05 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30
Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00
Bjarni útilokar ekki breytingar á listunum Formaður Sjálfstæðisflokksins segir árangur kvenna í prófkjörinu vera vonbrigði. 11. september 2016 19:05