Báðar guldu þær afhroð í prófkjörum helgarinnar hjá Sjálfstæðisflokknum og ólíklegt að þær komi til með að starfa með Birgittu á komandi kjörtímabili. Hefur Ragnheiður Elín reyndar þegar tilkynnt það að hún sé hætt í stjórnmálum.

„Þessar konur stóðu með mörgum þeim gildum sem í raun og sann ættu að vera þverpólitísk. Þið eruð góðar fyrirmyndir.“
Þá nefnir Birgitta það í athugasemd að henni finnist glatað að „þingsystir“ hennar, Margrét Tryggvadóttir hafi verið færð niður á lista Samfylkingar vegna alls kyns kvóta.
Margrét sagði aldursreglur flokksins vanhugsaðar í viðtali á Vísi í gær.