Innbrotið í tölvu Sigmundar Davíðs verður stöðugt dularfyllra Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2016 17:02 Sigmundur Davíð hefði átt að tilkynna og láta skrá og láta rannsaka tilraun sem hann segir að hafi verið gerð til að brjótast inn í tölvu hans. visir/vilhelm „Eðlilegt hefði verið að hann hefði kallað til samráðs hóp sem hefur eitthvað með öryggismál ríkisins að gera og léti fara yfir þetta. Það eru alvarleg tíðindi þegar reynt er að brjótast inn í tölvu forsætisráðherra,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur. Fullyrðingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á Akureyri um helgina, þess efnis að tölvuþrjótar hafi reynt að brjótast inn í tölvu hans, eru stöðugt að fá á sig dularfyllri blæ. Sigmundur Davíð sagðist vita þetta því hann hafi látið athuga það fyrir sig. Og hann taldi víst hverjir væru þar á ferð, kröfuhafarnir. En, samkvæmt Rekstrarfélagi stjórnarráðsins fundust engin ummerki um slíkt. Og samkvæmt ríkislögreglustjóra hefur engin kæra þess efnis borist. Sem Sigurbjörg segir að hefði verið hið eðlilega í stöðunni.Sigurbjörg furðar sig á því að ekki hafi verið látið kanna nánar tilraun til að brjótast inn í tölvu forsætisráðherra þjóðarinnar.Vísir„Það hefði verið eðlilegt að hann hefði greint frá því þegar og látið rannsaka þetta,“ segir Sigurbjörg. Hún segir jafnframt að óeðlilegt sé að taka slíku með léttvægum hætti. Þeir sem gegna stöðum sem snúa að öryggi ríkisins, eru að höndla með málefni sem þurfa að fara leynt meðan þau eru á ákvörðunarstigi, þeim ber að taka slíkt alvarlega. Og þeim ber að láta skrá slík tilvik. Sigurbjörg segir aðgerðaráætlun verða að vera til staðar, sem snúi að slíkum málum. Ef ráðamenn verða þess varir að reynt sé að hakka sig inn á tölvur sínar, þá sé það mál sem eðlilegt sé að skoða af fullri alvöru. Vísir reyndi að ná í Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann þáverandi forsætisráðherra, þá til að inna hann eftir því hvers vegna þetta hafi ekki verið tilkynnt og/eða kært, en án árangurs. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Telur yfirvöld þurfa að bregðast við yfirlýsingu Sigmundar um tölvubrot Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hefði verið inn í tölvu hans þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. 12. september 2016 15:38 Engin staðfest ummerki um innbrot í tölvu fyrrum forsætisráðherra Rekstrarfélag stjórnarráðsins fann engin staðfest ummerki um að brotist hafi verið í tölvu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra. 12. september 2016 16:10 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
„Eðlilegt hefði verið að hann hefði kallað til samráðs hóp sem hefur eitthvað með öryggismál ríkisins að gera og léti fara yfir þetta. Það eru alvarleg tíðindi þegar reynt er að brjótast inn í tölvu forsætisráðherra,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur. Fullyrðingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á Akureyri um helgina, þess efnis að tölvuþrjótar hafi reynt að brjótast inn í tölvu hans, eru stöðugt að fá á sig dularfyllri blæ. Sigmundur Davíð sagðist vita þetta því hann hafi látið athuga það fyrir sig. Og hann taldi víst hverjir væru þar á ferð, kröfuhafarnir. En, samkvæmt Rekstrarfélagi stjórnarráðsins fundust engin ummerki um slíkt. Og samkvæmt ríkislögreglustjóra hefur engin kæra þess efnis borist. Sem Sigurbjörg segir að hefði verið hið eðlilega í stöðunni.Sigurbjörg furðar sig á því að ekki hafi verið látið kanna nánar tilraun til að brjótast inn í tölvu forsætisráðherra þjóðarinnar.Vísir„Það hefði verið eðlilegt að hann hefði greint frá því þegar og látið rannsaka þetta,“ segir Sigurbjörg. Hún segir jafnframt að óeðlilegt sé að taka slíku með léttvægum hætti. Þeir sem gegna stöðum sem snúa að öryggi ríkisins, eru að höndla með málefni sem þurfa að fara leynt meðan þau eru á ákvörðunarstigi, þeim ber að taka slíkt alvarlega. Og þeim ber að láta skrá slík tilvik. Sigurbjörg segir aðgerðaráætlun verða að vera til staðar, sem snúi að slíkum málum. Ef ráðamenn verða þess varir að reynt sé að hakka sig inn á tölvur sínar, þá sé það mál sem eðlilegt sé að skoða af fullri alvöru. Vísir reyndi að ná í Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann þáverandi forsætisráðherra, þá til að inna hann eftir því hvers vegna þetta hafi ekki verið tilkynnt og/eða kært, en án árangurs.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Telur yfirvöld þurfa að bregðast við yfirlýsingu Sigmundar um tölvubrot Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hefði verið inn í tölvu hans þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. 12. september 2016 15:38 Engin staðfest ummerki um innbrot í tölvu fyrrum forsætisráðherra Rekstrarfélag stjórnarráðsins fann engin staðfest ummerki um að brotist hafi verið í tölvu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra. 12. september 2016 16:10 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Telur yfirvöld þurfa að bregðast við yfirlýsingu Sigmundar um tölvubrot Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hefði verið inn í tölvu hans þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. 12. september 2016 15:38
Engin staðfest ummerki um innbrot í tölvu fyrrum forsætisráðherra Rekstrarfélag stjórnarráðsins fann engin staðfest ummerki um að brotist hafi verið í tölvu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra. 12. september 2016 16:10
Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03
Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent