Myndband af ferð Rúnars hefur farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum frá því hann birti það í gærkvöldi.
Sjá einnig: Nýútskrifaður og býður sig fram gegn sitjandi þingmanni
Í samtali við Vísi í síðasta mánuði sagðist Rúnar bjóða sig fram vegna sannfæringar sinnar um að hann ætti erindi á vettvang stjórnmála. Þrátt fyrir að vera einungis tvítugur stefnir hann á að leiða lista Vinstri grænna í kjördæminu.