Sigmundur Davíð um tölvuinnbrotið: „Varla spennandi frétt, hvað þá efni í vísindaskáldsögu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2016 12:44 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins mætir á miðstjórnarfundinn á laugardaginn. Vísir/Sveinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir að það sé búið að vera gaman að fylgjast umræðu um tölvuinnbrotið sem hann nefndi í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar flokksins á laugardaginn. Segir Sigmundur að umfjöllunin um málið sé „í senn kostuleg og lýsandi fyrir nútíma umræðu um stjórnmál.“ Hann segir „snúið út úr aukaatriðum til að reyna að gera menn ótrúverðuga. Nýjust er frétt RÚV um að málið líkist vísindaskáldsögu. "Maður fékk sendan innbrotsvírus í tölvupósti. Tæknimenn skoðuðu málið, sáu hvers eðlis það var og sögðu að eina örugga ráðið væri að skipta um harðan disk í tölvunni." Þetta telst varla spennandi frétt, hvað þá efni í vísindaskáldsögu.“ Sigmundur lætur fylgja með hlekk á viðtal sem tekið var við hann í Reykjavík síðdegis í gær og segir að ef menn vilji vita hvernig málið sé raunverulega vaxið þá eigi þeir að hlusta á það viðtal. Fullyrðing Sigmundar í ræðu sinni um að það hafi verið brotist inn í tölvuna hans hefur vakið athygli. Komið hefur fram að Sigmundur tilkynnti um mögulegt innbrot í tölvu sína þann 1. apríl síðastliðinn en eftir ítarlega leit fundust engin ummerki um að innbrot í tölvuna hafi átt sér stað, að því er kemur í svari Rekstrarfélags stjórnarráðsins við fyrirspurn Kjarnans. Þá kom fram í svari Ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis að innbrot í tölvu Sigmundar hafi ekki verið tilkynnt til embættisins. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tímalína: Frá bjálkahúsi í N-Dakóta til mögulegs tölvuinnbrots Yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, á miðstjórnarfundi flokksins á laugardag um innbrot í tölvu hans og að hann hafi verið eltur til útlanda hafa vakið mikla athygli. 13. september 2016 11:30 Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir að það sé búið að vera gaman að fylgjast umræðu um tölvuinnbrotið sem hann nefndi í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar flokksins á laugardaginn. Segir Sigmundur að umfjöllunin um málið sé „í senn kostuleg og lýsandi fyrir nútíma umræðu um stjórnmál.“ Hann segir „snúið út úr aukaatriðum til að reyna að gera menn ótrúverðuga. Nýjust er frétt RÚV um að málið líkist vísindaskáldsögu. "Maður fékk sendan innbrotsvírus í tölvupósti. Tæknimenn skoðuðu málið, sáu hvers eðlis það var og sögðu að eina örugga ráðið væri að skipta um harðan disk í tölvunni." Þetta telst varla spennandi frétt, hvað þá efni í vísindaskáldsögu.“ Sigmundur lætur fylgja með hlekk á viðtal sem tekið var við hann í Reykjavík síðdegis í gær og segir að ef menn vilji vita hvernig málið sé raunverulega vaxið þá eigi þeir að hlusta á það viðtal. Fullyrðing Sigmundar í ræðu sinni um að það hafi verið brotist inn í tölvuna hans hefur vakið athygli. Komið hefur fram að Sigmundur tilkynnti um mögulegt innbrot í tölvu sína þann 1. apríl síðastliðinn en eftir ítarlega leit fundust engin ummerki um að innbrot í tölvuna hafi átt sér stað, að því er kemur í svari Rekstrarfélags stjórnarráðsins við fyrirspurn Kjarnans. Þá kom fram í svari Ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis að innbrot í tölvu Sigmundar hafi ekki verið tilkynnt til embættisins.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tímalína: Frá bjálkahúsi í N-Dakóta til mögulegs tölvuinnbrots Yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, á miðstjórnarfundi flokksins á laugardag um innbrot í tölvu hans og að hann hafi verið eltur til útlanda hafa vakið mikla athygli. 13. september 2016 11:30 Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
Tímalína: Frá bjálkahúsi í N-Dakóta til mögulegs tölvuinnbrots Yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, á miðstjórnarfundi flokksins á laugardag um innbrot í tölvu hans og að hann hafi verið eltur til útlanda hafa vakið mikla athygli. 13. september 2016 11:30
Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00
Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26