„Mistök að halda prófkjör í þessum kjördæmum“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. september 2016 20:19 „Ég held að stóra niðurstaðan úr þessu sé að það voru mistök að halda prófkjör í þessum kjördæmum,“ sagði Davíð Þorláksson, lögfræðingur og fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 um lakan árangur kvenna í prófkjörum flokksins í Suður- og Suðvesturkjördæmi. Niðurstöður úr prófkjörum flokksins hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Karlar eru í fjórum efstu sætu flokksins í Suðvesturkjördæmi og í Suðurkjördæmi eru karlmenn í þremur efstu sætunum. Davíð segir að finna þurfi aðra leið, þrátt fyrir að rík hefð hafi verið fyrir prófkjörum innan Sjálfstæðisflokks. „Ég held að menn verði að bregðast við þessu með einhverjum hætti. Þetta er ekki bindandi kosning. Það er bara Bjarni Benediktsson sem fékk bindandi kosningu og við getum ekki boðið upp á svona fábreytta lista eins og þarna kom fram,“ segir hann. Stilla þurfi upp fjölbreyttari lista þrátt fyrir að kjördæmisráð muni mögulega fella þá. „En menn verða að sjálfsögðu að reyna það. Við getum ekki boðið upp á svona einsleita lista.“ Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir það ekkert nýmæli að kynjahlutföll séu ekki jöfn á listum Sjálfstæðisflokks. Hins vegar geti frambjóðendur náð að knýja fram breytingar með því að standa saman, en að slíkt þurfi að gerast hratt. „Þetta eru í rauninni fastir liðir en þó hefur þetta skánað á allra seinustu árum. Ég man varla eftir prófkjöri hér áður fyrr hjá Sjálfstæðisflokknum, og reyndar öðrum flokkum, sem enduðu ekki með þessari umræðu um skertan hlut kvenna á þessum listum. En það sem hefur breyst núna er að það er orðin svo víðtæk sátt um að það sé mikilvægt að hafa konur í frontinum. Það vakti athygli mína að um leið og niðurstöður lágu fyrir tók Bjarni Benediktsson þetta upp og nefndi að þetta væri sérstakt vandamál,“ segir Stefanía.Horfa má á umræðuþáttinn í spilaranum hér fyrir ofan. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30 Möguleiki á hægrisinnuðu kvennaframboði Landssambands sjálfstæðiskvenna segir stöðuna í jafnrétti kynjanna innan Sjálfstæðisflokksins verri en í öðrum flokkum. 12. september 2016 10:19 Í menningunni að treysta karlmönnum betur til forystu Stefanía Óskarsdóttir, dósent og Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands ræddu stöðu kvenna í stjórnmálum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. september 2016 13:29 Afhroð Sjálfstæðiskvenna: Ferlegt að sjá þessa niðurstöðu á 21. öld Guðlaugur Þór og Árni Páll ræddu niðurstöðu prófkjöra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. september 2016 10:48 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
„Ég held að stóra niðurstaðan úr þessu sé að það voru mistök að halda prófkjör í þessum kjördæmum,“ sagði Davíð Þorláksson, lögfræðingur og fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 um lakan árangur kvenna í prófkjörum flokksins í Suður- og Suðvesturkjördæmi. Niðurstöður úr prófkjörum flokksins hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Karlar eru í fjórum efstu sætu flokksins í Suðvesturkjördæmi og í Suðurkjördæmi eru karlmenn í þremur efstu sætunum. Davíð segir að finna þurfi aðra leið, þrátt fyrir að rík hefð hafi verið fyrir prófkjörum innan Sjálfstæðisflokks. „Ég held að menn verði að bregðast við þessu með einhverjum hætti. Þetta er ekki bindandi kosning. Það er bara Bjarni Benediktsson sem fékk bindandi kosningu og við getum ekki boðið upp á svona fábreytta lista eins og þarna kom fram,“ segir hann. Stilla þurfi upp fjölbreyttari lista þrátt fyrir að kjördæmisráð muni mögulega fella þá. „En menn verða að sjálfsögðu að reyna það. Við getum ekki boðið upp á svona einsleita lista.“ Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir það ekkert nýmæli að kynjahlutföll séu ekki jöfn á listum Sjálfstæðisflokks. Hins vegar geti frambjóðendur náð að knýja fram breytingar með því að standa saman, en að slíkt þurfi að gerast hratt. „Þetta eru í rauninni fastir liðir en þó hefur þetta skánað á allra seinustu árum. Ég man varla eftir prófkjöri hér áður fyrr hjá Sjálfstæðisflokknum, og reyndar öðrum flokkum, sem enduðu ekki með þessari umræðu um skertan hlut kvenna á þessum listum. En það sem hefur breyst núna er að það er orðin svo víðtæk sátt um að það sé mikilvægt að hafa konur í frontinum. Það vakti athygli mína að um leið og niðurstöður lágu fyrir tók Bjarni Benediktsson þetta upp og nefndi að þetta væri sérstakt vandamál,“ segir Stefanía.Horfa má á umræðuþáttinn í spilaranum hér fyrir ofan.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30 Möguleiki á hægrisinnuðu kvennaframboði Landssambands sjálfstæðiskvenna segir stöðuna í jafnrétti kynjanna innan Sjálfstæðisflokksins verri en í öðrum flokkum. 12. september 2016 10:19 Í menningunni að treysta karlmönnum betur til forystu Stefanía Óskarsdóttir, dósent og Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands ræddu stöðu kvenna í stjórnmálum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. september 2016 13:29 Afhroð Sjálfstæðiskvenna: Ferlegt að sjá þessa niðurstöðu á 21. öld Guðlaugur Þór og Árni Páll ræddu niðurstöðu prófkjöra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. september 2016 10:48 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30
Möguleiki á hægrisinnuðu kvennaframboði Landssambands sjálfstæðiskvenna segir stöðuna í jafnrétti kynjanna innan Sjálfstæðisflokksins verri en í öðrum flokkum. 12. september 2016 10:19
Í menningunni að treysta karlmönnum betur til forystu Stefanía Óskarsdóttir, dósent og Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands ræddu stöðu kvenna í stjórnmálum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. september 2016 13:29
Afhroð Sjálfstæðiskvenna: Ferlegt að sjá þessa niðurstöðu á 21. öld Guðlaugur Þór og Árni Páll ræddu niðurstöðu prófkjöra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. september 2016 10:48