Vill Ungverjaland úr Evrópusambandinu Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. september 2016 06:45 Girðingin rammgerða sem reist var á síðasta ári meðfram landamærum Serbíu til að halda flóttafólki úti. vísir/epa Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar, segist vilja reka Ungverjaland úr Evrópusambandinu. Ástæðan er ekki síst hin harða stefna Ungverjalands gagnvart flóttafólki. „Við getum ekki fallist á að brotið sé í stórum stíl gegn grundvallargildum Evrópusambandsins,“ segir Allesborn í viðtali við þýska dagblaðið Die Welt. „Þeir sem hafa eins og Ungverjar reist girðingar gegn flóttafólki eða brotið gegn fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði dómstóla, þeim ætti að víkja tímabundið eða ef þörf krefur til frambúðar úr Evrópusambandinu.“Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxembúrgvísir/epaHann segir að í Ungverjalandi fái fólk, sem sé að flýja stríð, næstum því verri meðferð en dýr. Girðingin verði sífellt lengri, hærri og hættulegri og ekki sé langt í að gefin verði út skipun um að skjóta á flóttafólk: „Allir sem reyna að komast yfir girðinguna verða að reikna með því versta.“ Þann 2. október verður efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um stefnu stjórnarinnar í málefnum flóttafólks. Þar verða kjósendur spurðir hvort þeir styðji ekki þær fyrirætlanir Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, að neita að hlíta ákvörðun Evrópusambandsins um að Ungverjar taki, eins og önnur ESB-ríki, við ákveðnum fjölda hælisleitenda í ár. Í hlut Ungverjalands koma aðeins 1.294 hælisleitendur, samkvæmt kvótakerfi ESB. Stjórnin hefur vikum saman hvatt fólk til að kjósa og hafna kvótatilskipuninni þar sem óspart er höfðað til ótta fólks við útlendinga. Þar hefur stjórnin varpað fram spurningum af þessu tagi: „Vissirðu að Evrópusambandið vill setja jafngildi heillar borgar af ólöglegum innflytjendum niður í Ungverjalandi?“ og „Vissirðu að frá því innflytjendakreppan hófst hefur áreitni gegn konum aukist verulega í Evrópu?“ Stjórn Orbans hyggst setja upp nýja girðingu meðfram landamærum Serbíu, til viðbótar þeirri sem nú þegar hefur verið sett upp. Þetta er gert til þess að Ungverjar verði nú örugglega viðbúnir fari svo að samningur ESB við Tyrkland verði að engu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnvöld í Ungverjalandi munu lýsa yfir neyðarástandi Innanríkisráðherra Ungverjalands mun lýsa yfir neyðarástandi frá og með 15. september. 10. september 2015 13:51 Leggur til sex milljaðra evra til að bregðast við auknum straumi flóttamanna Gagnrýnendur saka Angelu Merkel um að skapa varasamt fordæmi með því að opna landamæri Þýskalands. 7. september 2015 10:42 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar, segist vilja reka Ungverjaland úr Evrópusambandinu. Ástæðan er ekki síst hin harða stefna Ungverjalands gagnvart flóttafólki. „Við getum ekki fallist á að brotið sé í stórum stíl gegn grundvallargildum Evrópusambandsins,“ segir Allesborn í viðtali við þýska dagblaðið Die Welt. „Þeir sem hafa eins og Ungverjar reist girðingar gegn flóttafólki eða brotið gegn fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði dómstóla, þeim ætti að víkja tímabundið eða ef þörf krefur til frambúðar úr Evrópusambandinu.“Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxembúrgvísir/epaHann segir að í Ungverjalandi fái fólk, sem sé að flýja stríð, næstum því verri meðferð en dýr. Girðingin verði sífellt lengri, hærri og hættulegri og ekki sé langt í að gefin verði út skipun um að skjóta á flóttafólk: „Allir sem reyna að komast yfir girðinguna verða að reikna með því versta.“ Þann 2. október verður efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um stefnu stjórnarinnar í málefnum flóttafólks. Þar verða kjósendur spurðir hvort þeir styðji ekki þær fyrirætlanir Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, að neita að hlíta ákvörðun Evrópusambandsins um að Ungverjar taki, eins og önnur ESB-ríki, við ákveðnum fjölda hælisleitenda í ár. Í hlut Ungverjalands koma aðeins 1.294 hælisleitendur, samkvæmt kvótakerfi ESB. Stjórnin hefur vikum saman hvatt fólk til að kjósa og hafna kvótatilskipuninni þar sem óspart er höfðað til ótta fólks við útlendinga. Þar hefur stjórnin varpað fram spurningum af þessu tagi: „Vissirðu að Evrópusambandið vill setja jafngildi heillar borgar af ólöglegum innflytjendum niður í Ungverjalandi?“ og „Vissirðu að frá því innflytjendakreppan hófst hefur áreitni gegn konum aukist verulega í Evrópu?“ Stjórn Orbans hyggst setja upp nýja girðingu meðfram landamærum Serbíu, til viðbótar þeirri sem nú þegar hefur verið sett upp. Þetta er gert til þess að Ungverjar verði nú örugglega viðbúnir fari svo að samningur ESB við Tyrkland verði að engu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnvöld í Ungverjalandi munu lýsa yfir neyðarástandi Innanríkisráðherra Ungverjalands mun lýsa yfir neyðarástandi frá og með 15. september. 10. september 2015 13:51 Leggur til sex milljaðra evra til að bregðast við auknum straumi flóttamanna Gagnrýnendur saka Angelu Merkel um að skapa varasamt fordæmi með því að opna landamæri Þýskalands. 7. september 2015 10:42 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Stjórnvöld í Ungverjalandi munu lýsa yfir neyðarástandi Innanríkisráðherra Ungverjalands mun lýsa yfir neyðarástandi frá og með 15. september. 10. september 2015 13:51
Leggur til sex milljaðra evra til að bregðast við auknum straumi flóttamanna Gagnrýnendur saka Angelu Merkel um að skapa varasamt fordæmi með því að opna landamæri Þýskalands. 7. september 2015 10:42