Ban Ki-moon væntanlegur til landsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. september 2016 10:50 Ban Ki-moon hefur áður komið til Íslands. Vísir/Arnþór Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er væntanlegur til landsins í næsta mánuði. Mun hann flytja stefnuræðu á þingi Arctic Circle - Hringborði Norðurslóða sem haldið verður í Hörpu 7. - 9. október. Þá mun Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands einnig flytja stefnuræðu en ráðherrar frá ýmsum löndum, forystumenn vísindastofnana, atvinnulífs, heimsþekktra umhverfissamtaka og frumbyggjasamfélaga taka þátt í störfum þingsins. Ban Ki-moon, hefur gegnt embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2007 er hann tók við af Kofi Annan. Gegndi hann áður embætti utanríkisráðherra Suður-Kóreu. Mun hann láta af störfum í árslok en kosning á nýjum framkvæmdastjóra SÞ stendur nú yfir. Hefur hann áður komið til Íslands en árið 2013 kom hann hingað til lands í boði Gunnars Braga Sveinssonar, þáverandi utanríkisráðherra og átti hann fundi með helstu ráðamönnum landsins. Arctic Circle hefur á fáeinum árum orðið stærsti árlegi alþjóðlegi vettvangur um málefni Norðurslóða en á þinginu í ár verður gerð grein fyrir áherslum ríkisstjórnar Barack Obama í formennskutíð Bandaríkjanna í Norðurskautsráðinu, þróun Yamal Nenets, eins helsta norðursvæðis Rússlands, og stefnu Rússlands í málefnum Norðurslóða. Þá verður einnig greint frá áherslum kanadískra, norskra og danskra stjórnvalda og stofnana, sýn ríkisstjórna Grænlands og Færeyja sem og baráttumálum alþjóðlegu umhverfissamtakanna World Wildlife Fund og Greenpeace. Sérstakar málstofur verða um framlag stjórnvalda og rannsóknarstofnana í Sviss og Hollandi til þróunar Norðurslóða. Hringborð norðurslóða Sameinuðu þjóðirnar Norðurslóðir Tengdar fréttir Vel tekið á móti Ban Ki-moon á Alþingi Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er í sinni fyrstu opinberu heimsókn til Íslands. Mikil viðhöfn er í kringum heimsóknina sem hófst á fundi með Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra. 2. júlí 2013 12:09 Loftslagsbreytingar bæði stærsta ógnin og mesta tækifærið á norðurslóðum Sérfræðingur í norðurslóðum hjá Evrópusambandinu telur að loftslagsbreytingar geti falið mikil tækifæri í sér í nýjum siglingaleiðum og fiskiafla á svæðinu. 19. október 2015 07:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er væntanlegur til landsins í næsta mánuði. Mun hann flytja stefnuræðu á þingi Arctic Circle - Hringborði Norðurslóða sem haldið verður í Hörpu 7. - 9. október. Þá mun Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands einnig flytja stefnuræðu en ráðherrar frá ýmsum löndum, forystumenn vísindastofnana, atvinnulífs, heimsþekktra umhverfissamtaka og frumbyggjasamfélaga taka þátt í störfum þingsins. Ban Ki-moon, hefur gegnt embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2007 er hann tók við af Kofi Annan. Gegndi hann áður embætti utanríkisráðherra Suður-Kóreu. Mun hann láta af störfum í árslok en kosning á nýjum framkvæmdastjóra SÞ stendur nú yfir. Hefur hann áður komið til Íslands en árið 2013 kom hann hingað til lands í boði Gunnars Braga Sveinssonar, þáverandi utanríkisráðherra og átti hann fundi með helstu ráðamönnum landsins. Arctic Circle hefur á fáeinum árum orðið stærsti árlegi alþjóðlegi vettvangur um málefni Norðurslóða en á þinginu í ár verður gerð grein fyrir áherslum ríkisstjórnar Barack Obama í formennskutíð Bandaríkjanna í Norðurskautsráðinu, þróun Yamal Nenets, eins helsta norðursvæðis Rússlands, og stefnu Rússlands í málefnum Norðurslóða. Þá verður einnig greint frá áherslum kanadískra, norskra og danskra stjórnvalda og stofnana, sýn ríkisstjórna Grænlands og Færeyja sem og baráttumálum alþjóðlegu umhverfissamtakanna World Wildlife Fund og Greenpeace. Sérstakar málstofur verða um framlag stjórnvalda og rannsóknarstofnana í Sviss og Hollandi til þróunar Norðurslóða.
Hringborð norðurslóða Sameinuðu þjóðirnar Norðurslóðir Tengdar fréttir Vel tekið á móti Ban Ki-moon á Alþingi Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er í sinni fyrstu opinberu heimsókn til Íslands. Mikil viðhöfn er í kringum heimsóknina sem hófst á fundi með Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra. 2. júlí 2013 12:09 Loftslagsbreytingar bæði stærsta ógnin og mesta tækifærið á norðurslóðum Sérfræðingur í norðurslóðum hjá Evrópusambandinu telur að loftslagsbreytingar geti falið mikil tækifæri í sér í nýjum siglingaleiðum og fiskiafla á svæðinu. 19. október 2015 07:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Vel tekið á móti Ban Ki-moon á Alþingi Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er í sinni fyrstu opinberu heimsókn til Íslands. Mikil viðhöfn er í kringum heimsóknina sem hófst á fundi með Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra. 2. júlí 2013 12:09
Loftslagsbreytingar bæði stærsta ógnin og mesta tækifærið á norðurslóðum Sérfræðingur í norðurslóðum hjá Evrópusambandinu telur að loftslagsbreytingar geti falið mikil tækifæri í sér í nýjum siglingaleiðum og fiskiafla á svæðinu. 19. október 2015 07:00