„Hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. september 2016 16:33 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson visir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrum forsætisráðherra, furðar sig á hversu margir hafa æst sig yfir búvörusamningum. Hann líkir þeim við kjarasamninga en áður hefur formaður Félags atvinnurekenda sagt þann samanburð „galinn.“ Í færslu sem Sigmundur Davíð birti á Facebook síðu sinni í dag spyr hann „hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Hann segir að um neytendastyrki sé að ræða sem skili sér að miklu leyti aftur til ríkisins. „13 milljarðar á ári í neytendastyrki sem skila sér að miklu leyti aftur til ríkisins, lækka verð innlendrar matvöru, viðhalda undirstöðu byggðar og ferðaþjónustu um allt land, skapa þúsundir starfa, tryggja nýtingu auðlinda og framleiðslu heilnæmra og góðra matvæla og spara 40-50 milljarða af gjaldeyri á hverju ári,“ segir Sigmundur í Facebook færslu sinni. Sigmundur líkir búvörusamningum við kjarasamninga við aðrar stéttir. „Ekki skammast menn yfir kjarasamningum við aðrar stéttir og þó hafa bændur ekki fengið jafn miklar kjarabætur og aðrar stéttir. Það er helst það sem þarf að bæta.“Facebook færslu Sigmundar má lesa hér fyrir neðan.Galinn samanburðurÓlafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, sagði í Bítinu á Bylgjunni í júlí að galið væri að líkja búvörusamningum við kjarsamninga. Þar mættust hann og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, sem sagði að hafa yrði í huga að um samninga milli bænda og ríkis væri að ræða. „Ríkið er náttúrulega fulltrúi almennings í þessum samningaviðræðum. Á fulltrúi bænda til dæmis að sitja við samningaborðið þegar verið er að semja við opinbera starfsmenn?“ spurði Sindri og Ólafur benti þá á að samanburðurinn stæðist ekki. „Þetta eru ekki kjarasamningar. Bændur eru sjálfstæðir atvinnurekendur og margir hverjir með fólk í vinnu. Það njóta nú engar aðrar atvinnugreinar þeirra forréttinda að ríkið semji sérstaklega við þær um þeirra starfskjör. Þeir sem eru til dæmis í mínu félagi fara bara að lögum sem Alþingi setur. Alþingi þarf ekki frekar en það vill að semja við bændur um þeirra starfsumhverfi. Það getur einfaldlega bara sett lög um þau þannig að það að bera þetta saman við kjarasamninga og segja þá að bændur ættu að sitja við samningaborðið þegar verið er að semja við opinbera starsfmenn, það er algjörlega galið,“ sagði Ólafur. Ólafur og Sindri voru þó sammála um það að búvörusamningar skipti neytendur máli. „Samningarnir ættu að snúa að því að peningarnir sem neytendur leggja í landbúnaðinn ýmist beint með beinum ríkisstyrkjum eða óbeint í formi tollaverndar nýtist með sem skilvirkustum hætti og það er það sem er ekki að gerast,“ sagði Ólafur.Viðtalið við Ólaf Stephensen og Sindra Sigurgeirsson má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Búvörusamningar Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00 Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10 Skorað á Guðna að vísa búvörusamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu Undirskriftasöfnun á netinu fer af stað með látum. 14. september 2016 15:54 „Algjörlega galið“ að bera búvörusamninga saman við kjarasamninga Ólafur Stephensen formaður Félags atvinnurekenda segir að betra hefði farið á því að hafa samningaferli vegna búvörusamninga opnara og fá fleiri hagsmunaaðila að borðinu, þar á meðal samtök úr atvinnulífinu og hagsmunasamtök neytenda. 12. júlí 2016 10:45 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrum forsætisráðherra, furðar sig á hversu margir hafa æst sig yfir búvörusamningum. Hann líkir þeim við kjarasamninga en áður hefur formaður Félags atvinnurekenda sagt þann samanburð „galinn.“ Í færslu sem Sigmundur Davíð birti á Facebook síðu sinni í dag spyr hann „hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Hann segir að um neytendastyrki sé að ræða sem skili sér að miklu leyti aftur til ríkisins. „13 milljarðar á ári í neytendastyrki sem skila sér að miklu leyti aftur til ríkisins, lækka verð innlendrar matvöru, viðhalda undirstöðu byggðar og ferðaþjónustu um allt land, skapa þúsundir starfa, tryggja nýtingu auðlinda og framleiðslu heilnæmra og góðra matvæla og spara 40-50 milljarða af gjaldeyri á hverju ári,“ segir Sigmundur í Facebook færslu sinni. Sigmundur líkir búvörusamningum við kjarasamninga við aðrar stéttir. „Ekki skammast menn yfir kjarasamningum við aðrar stéttir og þó hafa bændur ekki fengið jafn miklar kjarabætur og aðrar stéttir. Það er helst það sem þarf að bæta.“Facebook færslu Sigmundar má lesa hér fyrir neðan.Galinn samanburðurÓlafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, sagði í Bítinu á Bylgjunni í júlí að galið væri að líkja búvörusamningum við kjarsamninga. Þar mættust hann og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, sem sagði að hafa yrði í huga að um samninga milli bænda og ríkis væri að ræða. „Ríkið er náttúrulega fulltrúi almennings í þessum samningaviðræðum. Á fulltrúi bænda til dæmis að sitja við samningaborðið þegar verið er að semja við opinbera starfsmenn?“ spurði Sindri og Ólafur benti þá á að samanburðurinn stæðist ekki. „Þetta eru ekki kjarasamningar. Bændur eru sjálfstæðir atvinnurekendur og margir hverjir með fólk í vinnu. Það njóta nú engar aðrar atvinnugreinar þeirra forréttinda að ríkið semji sérstaklega við þær um þeirra starfskjör. Þeir sem eru til dæmis í mínu félagi fara bara að lögum sem Alþingi setur. Alþingi þarf ekki frekar en það vill að semja við bændur um þeirra starfsumhverfi. Það getur einfaldlega bara sett lög um þau þannig að það að bera þetta saman við kjarasamninga og segja þá að bændur ættu að sitja við samningaborðið þegar verið er að semja við opinbera starsfmenn, það er algjörlega galið,“ sagði Ólafur. Ólafur og Sindri voru þó sammála um það að búvörusamningar skipti neytendur máli. „Samningarnir ættu að snúa að því að peningarnir sem neytendur leggja í landbúnaðinn ýmist beint með beinum ríkisstyrkjum eða óbeint í formi tollaverndar nýtist með sem skilvirkustum hætti og það er það sem er ekki að gerast,“ sagði Ólafur.Viðtalið við Ólaf Stephensen og Sindra Sigurgeirsson má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00 Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10 Skorað á Guðna að vísa búvörusamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu Undirskriftasöfnun á netinu fer af stað með látum. 14. september 2016 15:54 „Algjörlega galið“ að bera búvörusamninga saman við kjarasamninga Ólafur Stephensen formaður Félags atvinnurekenda segir að betra hefði farið á því að hafa samningaferli vegna búvörusamninga opnara og fá fleiri hagsmunaaðila að borðinu, þar á meðal samtök úr atvinnulífinu og hagsmunasamtök neytenda. 12. júlí 2016 10:45 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09
Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00
Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10
Skorað á Guðna að vísa búvörusamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu Undirskriftasöfnun á netinu fer af stað með látum. 14. september 2016 15:54
„Algjörlega galið“ að bera búvörusamninga saman við kjarasamninga Ólafur Stephensen formaður Félags atvinnurekenda segir að betra hefði farið á því að hafa samningaferli vegna búvörusamninga opnara og fá fleiri hagsmunaaðila að borðinu, þar á meðal samtök úr atvinnulífinu og hagsmunasamtök neytenda. 12. júlí 2016 10:45