Af búvörulögum og dýraníði Hallgerður Hauksdóttir skrifar 16. september 2016 16:29 Ýmis togstreita hefur verið um ný búvörulög. Dýraverndarsamband Íslands vinnur að aukinni velferð dýra og fylgdi allt síðasta ár eftir kröfu um að bændur sem njóta styrkja til skepnuhalds yrði hægt að svipta styrkjunum ef þeir níddust á dýrunum. DÍS tók að öðru leyti ekki afstöðu til búvörusamninganna, enda ekki hlutverk félagsins að starfa að öðru en velferð dýra. Hér má sjá umsögn DÍS vegna búvörulaga, sem send var til Alþingis. Með þeirri sterku orðanotkun sem orðið dýraníð fellur undir, vildi DÍS taka af tvímæli um að krafan snýr að hrottaskap gagnvart dýrum en ekki að til dæmis úrbótum á innréttingum eða því að hleypa búfé á beit. Að hugsa illa um dýr flokkast sem vanræksla og hún getur verið misslæm. Dýraníð er hinsvegar alltaf alvarleg misbeiting á því valdi sem maðurinn hefur yfir skepnum og á alltaf að taka slíkt föstum tökum. Íslensk lög leyfa ekki dýraníð af neinu tagi, utan skipulagða drekkingu minka. Dæmi um alvarleg dýraníð sem menn hafa framið nýverið voru kanína sem bundin var föst og kveikt í henni og kú sem var bundin aftan í jeppa og dregin til dauða. Við skulum ekki leggja þetta að jöfnu við skort á atlæti. Krafa DÍS var samþykkt að hluta, er bætt var inn í búvörulögin ákvæði um að Matvælastofnun fengi heimild til að svipta menn styrkjum, við vörslusviptingu sem færi fram samkvæmt lögum um dýravelferð. Með þessu teljum við stigið mikilvægt skref, enda er um ákveðna viðurkenningu að ræða á þeirri staðreynd að fyrir hendi getur verið hætta á að farið sé illa með búfé og að íslenskt samfélag líði slíkt ekki. Bæði Bændasamtökin og Neytendasamtökin hafa lýst stuðningi við þessa breytingu á búvörulögum. Það er ánægjulegt og í raun merki um heilbrigt samfélag, að allir sameinist um það sjálfsagða sjónarmið að aldrei eigi að beita dýr harðræði. Formaður Samtaka ungra bænda skrifaði athyglisverða grein í Vísi þann 25. águst sl. þar sem hann leggur að jöfnu félagslega aðstoð við fjölskyldur og þá hugmynd að bændum sé veitt félagsleg aðstoð ef þeim verði það á að beita dýr hrottaskap. Það er út af fyrir sig rétt að aðstoða þurfi slíka menn með félagslegum hætti en það væri sérkennilegt að leyfa þeim að vera samtímis áfram í þeim aðstæðum þar sem þeir beita hina varnarlausu hrottaskap og njóta jafnframt opinberra styrkja til dýrahaldsins. Félagsleg aðstoð snýst um framfærslu, fjölskyldumál og barnavernd, aldrei um að halda fólki við einhver tiltekin störf. Það var klaufalegt af formanni Samtaka ungra bænda að tengja þarna saman framleiðslustyrki úr atvinnulífinu og félagslega aðstoð úr félagslega kerfinu og við verðum að biðja hann að hugsa það mál betur. En nú þegar þessu hefur verið breytt vonum við að einnig ungir bændur taki undir sjónarmið okkar. Það eru sem betur fer mjög fá dæmi um alvarlegan níðingshátt bænda í garð skepna. En við þau mál þar sem það á við verður fortakslaust að svipta menn öllum heimildum, styrkjum og leyfum til skepnuhalds. Það sendir sterk skilaboð inn í bæði bændasamfélagið og til neytenda að allir sameinist um þetta, enda snertir það sjálfsvirðingu allra ábyrgra bænda, tiltrú almennings á dýrahaldi og loks okkur öll sem samfélag, að við virðum dýravelferð með fleiru en orðunum einum. Stjórn Dýraverndarsambands Íslands, Hallgerður Hauksdóttir formaður DÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ýmis togstreita hefur verið um ný búvörulög. Dýraverndarsamband Íslands vinnur að aukinni velferð dýra og fylgdi allt síðasta ár eftir kröfu um að bændur sem njóta styrkja til skepnuhalds yrði hægt að svipta styrkjunum ef þeir níddust á dýrunum. DÍS tók að öðru leyti ekki afstöðu til búvörusamninganna, enda ekki hlutverk félagsins að starfa að öðru en velferð dýra. Hér má sjá umsögn DÍS vegna búvörulaga, sem send var til Alþingis. Með þeirri sterku orðanotkun sem orðið dýraníð fellur undir, vildi DÍS taka af tvímæli um að krafan snýr að hrottaskap gagnvart dýrum en ekki að til dæmis úrbótum á innréttingum eða því að hleypa búfé á beit. Að hugsa illa um dýr flokkast sem vanræksla og hún getur verið misslæm. Dýraníð er hinsvegar alltaf alvarleg misbeiting á því valdi sem maðurinn hefur yfir skepnum og á alltaf að taka slíkt föstum tökum. Íslensk lög leyfa ekki dýraníð af neinu tagi, utan skipulagða drekkingu minka. Dæmi um alvarleg dýraníð sem menn hafa framið nýverið voru kanína sem bundin var föst og kveikt í henni og kú sem var bundin aftan í jeppa og dregin til dauða. Við skulum ekki leggja þetta að jöfnu við skort á atlæti. Krafa DÍS var samþykkt að hluta, er bætt var inn í búvörulögin ákvæði um að Matvælastofnun fengi heimild til að svipta menn styrkjum, við vörslusviptingu sem færi fram samkvæmt lögum um dýravelferð. Með þessu teljum við stigið mikilvægt skref, enda er um ákveðna viðurkenningu að ræða á þeirri staðreynd að fyrir hendi getur verið hætta á að farið sé illa með búfé og að íslenskt samfélag líði slíkt ekki. Bæði Bændasamtökin og Neytendasamtökin hafa lýst stuðningi við þessa breytingu á búvörulögum. Það er ánægjulegt og í raun merki um heilbrigt samfélag, að allir sameinist um það sjálfsagða sjónarmið að aldrei eigi að beita dýr harðræði. Formaður Samtaka ungra bænda skrifaði athyglisverða grein í Vísi þann 25. águst sl. þar sem hann leggur að jöfnu félagslega aðstoð við fjölskyldur og þá hugmynd að bændum sé veitt félagsleg aðstoð ef þeim verði það á að beita dýr hrottaskap. Það er út af fyrir sig rétt að aðstoða þurfi slíka menn með félagslegum hætti en það væri sérkennilegt að leyfa þeim að vera samtímis áfram í þeim aðstæðum þar sem þeir beita hina varnarlausu hrottaskap og njóta jafnframt opinberra styrkja til dýrahaldsins. Félagsleg aðstoð snýst um framfærslu, fjölskyldumál og barnavernd, aldrei um að halda fólki við einhver tiltekin störf. Það var klaufalegt af formanni Samtaka ungra bænda að tengja þarna saman framleiðslustyrki úr atvinnulífinu og félagslega aðstoð úr félagslega kerfinu og við verðum að biðja hann að hugsa það mál betur. En nú þegar þessu hefur verið breytt vonum við að einnig ungir bændur taki undir sjónarmið okkar. Það eru sem betur fer mjög fá dæmi um alvarlegan níðingshátt bænda í garð skepna. En við þau mál þar sem það á við verður fortakslaust að svipta menn öllum heimildum, styrkjum og leyfum til skepnuhalds. Það sendir sterk skilaboð inn í bæði bændasamfélagið og til neytenda að allir sameinist um þetta, enda snertir það sjálfsvirðingu allra ábyrgra bænda, tiltrú almennings á dýrahaldi og loks okkur öll sem samfélag, að við virðum dýravelferð með fleiru en orðunum einum. Stjórn Dýraverndarsambands Íslands, Hallgerður Hauksdóttir formaður DÍS.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun