Sigmundur Davíð: „Þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. september 2016 14:39 Formaður Framsóknarflokksins segir að niðurstöður kjördæmaþings flokksins í Norðausturkjördæmi gefi sér aukinn kraft. Vísir/Jói K. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er þakklátur fyrir þann mikla stuðning sem hann hlaut í kjöri á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrr í dag. Hann segir niðurstöðurnar gefa sér aukin kraft fyrir framhaldið en hann hafi þó ekki þorað að vonast eftir jafn góðri kosningu og hann hlaut en hann fékk 72 prósent atkvæða í efsta sæti listans. „Ég þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við Vísi. Hann segist hafa nýtt síðustu daga í að hitta og tala við kjósendur í Norðausturkjördæmi. „Ég hef orðið var við óvenju mikla velvild og þá ekki bara frá fólki í flokknum heldur einnig frá þeim sem maður hefur hitt á förnum vegi,“ segir Sigmundur Davíð. „Það virðist hafa raungerst með þessari niðurstöðu sem er ákaflega hvetjandi en maður er fyrst og fremst þakklátur fyrir þennan mikla stuðning.“ Sjá einng: „Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“Hlaut Sigmundur Davíð 170 atkvæði í efsta sæti listans og fékk töluvert fleiri atkvæði en þingmennirnir Höskuldur Þórhallsson, Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir stefndu einnig á fyrsta sætið. Framundan er flokksþing Framsóknarflokksins sem fer fram 1.-2. október þar sem forysta flokksins verður endurkjörin eða endurnýjuð. Þrjú framsóknarfélög hafa í vikunni skorað á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að gefa kost á sér í embætti formanns. Sigmundur Davíð vonast þó til þess að flokksþingið verði til þess að sameina flokkinn. „Þetta gefur mér bara aukinn kraft fyrir framhaldið og ekki síst fyrir alþingiskosningarnar sem ég er farinn að hlakka til að taka þátt í. Ég er býsna bjartsýnn á að þetta flokksþing eigi að geta orðið til þess að þjappa flokknum saman og kynna öfluga stefnu fyrir kosningarnar,“ segir Sigmundur Davíð sem reiknar ekki með að Sigurður Ingi bjóði sig fram gegn sér í embætti formanns. „Það kæmi mér á óvart miðað við það sem hann hefur sagt áður.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð með yfirburðarkosningu í fyrsta sæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk 72 prósent greiddra atkvæða í vali Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. 17. september 2016 12:55 „Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“ Prófessor í stjórnmálafræðum segir niðurstöður kjördæmaþings Framsóknarmanna í NA-kjördæmi afgerandi. 17. september 2016 13:58 Höskuldur tekur ekki sæti á lista Höskuldur Þórhallson, þingmaður Framsóknarflokksins, mun ekki taka sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. 17. september 2016 13:10 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er þakklátur fyrir þann mikla stuðning sem hann hlaut í kjöri á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrr í dag. Hann segir niðurstöðurnar gefa sér aukin kraft fyrir framhaldið en hann hafi þó ekki þorað að vonast eftir jafn góðri kosningu og hann hlaut en hann fékk 72 prósent atkvæða í efsta sæti listans. „Ég þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við Vísi. Hann segist hafa nýtt síðustu daga í að hitta og tala við kjósendur í Norðausturkjördæmi. „Ég hef orðið var við óvenju mikla velvild og þá ekki bara frá fólki í flokknum heldur einnig frá þeim sem maður hefur hitt á förnum vegi,“ segir Sigmundur Davíð. „Það virðist hafa raungerst með þessari niðurstöðu sem er ákaflega hvetjandi en maður er fyrst og fremst þakklátur fyrir þennan mikla stuðning.“ Sjá einng: „Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“Hlaut Sigmundur Davíð 170 atkvæði í efsta sæti listans og fékk töluvert fleiri atkvæði en þingmennirnir Höskuldur Þórhallsson, Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir stefndu einnig á fyrsta sætið. Framundan er flokksþing Framsóknarflokksins sem fer fram 1.-2. október þar sem forysta flokksins verður endurkjörin eða endurnýjuð. Þrjú framsóknarfélög hafa í vikunni skorað á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að gefa kost á sér í embætti formanns. Sigmundur Davíð vonast þó til þess að flokksþingið verði til þess að sameina flokkinn. „Þetta gefur mér bara aukinn kraft fyrir framhaldið og ekki síst fyrir alþingiskosningarnar sem ég er farinn að hlakka til að taka þátt í. Ég er býsna bjartsýnn á að þetta flokksþing eigi að geta orðið til þess að þjappa flokknum saman og kynna öfluga stefnu fyrir kosningarnar,“ segir Sigmundur Davíð sem reiknar ekki með að Sigurður Ingi bjóði sig fram gegn sér í embætti formanns. „Það kæmi mér á óvart miðað við það sem hann hefur sagt áður.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð með yfirburðarkosningu í fyrsta sæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk 72 prósent greiddra atkvæða í vali Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. 17. september 2016 12:55 „Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“ Prófessor í stjórnmálafræðum segir niðurstöður kjördæmaþings Framsóknarmanna í NA-kjördæmi afgerandi. 17. september 2016 13:58 Höskuldur tekur ekki sæti á lista Höskuldur Þórhallson, þingmaður Framsóknarflokksins, mun ekki taka sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. 17. september 2016 13:10 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Sigmundur Davíð með yfirburðarkosningu í fyrsta sæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk 72 prósent greiddra atkvæða í vali Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. 17. september 2016 12:55
„Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“ Prófessor í stjórnmálafræðum segir niðurstöður kjördæmaþings Framsóknarmanna í NA-kjördæmi afgerandi. 17. september 2016 13:58
Höskuldur tekur ekki sæti á lista Höskuldur Þórhallson, þingmaður Framsóknarflokksins, mun ekki taka sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. 17. september 2016 13:10