Íslenski boltinn

Verður FH Íslandsmeistari? | Kemst Fylkir úr fallsæti?

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
FH getur fagnað titlinum í dag
FH getur fagnað titlinum í dag vísir/anton
Það eru þrír leikir á dagskrá Pepsi-deildar karla í fótbolta í dag og getur heldur betur dregið til tíðinda.

Þetta eru fyrstu leikirnir í 20. umferð deildarinnar. FH tekur á móti Val klukkan 14 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

Klukkan 16 fær KR Fjölni í heimsókn og á sama tíma sækir Fylkir Víking Reykjavík heimsókn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

Vinni FH Val fagnar FH Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð í dag. FH er með sjö stiga forystu fyrir leiki dagsins á Fjölni og Breiðablik. Valur er þremur stigum þar á eftir.

KR getur blandað sér í Evrópubaráttu með sigri á Fjölni. Valur hefur þegar tryggt sér sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili þar sem liðið varð bikarmeistari fyrr í sumar en Fjölnir og Breiðablik eru í Evrópusætunum sem stendur, fjórum stigum á undan KR.

Víkingur Reykjavík sigli lygnan sjó um miðja deild en Fylkir berst fyrir lífi sínu. Fylkir er stigi á eftir ÍBV sem leikur á morgun og þremur stigum á eftir Víkingi Ólafsvík sem einnig leikur á morgun. Fylkir getur því komist úr fallsæti og sett mikla pressu á liðin fyrir ofan sig með sigri.

Hægt er að fylgjast með gangi mála í öllum leikjum dagsins í boltavaktinni hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×