NFL: Óvæntur sigur Rams í sögulegri heimkomu | Sjáðu öll snertimörk helgarinnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. september 2016 09:30 Robert Quinn fagnar eftir að hafa fellt Russell Wilson. Vísir/Getty LA Rams náði að svara fyrir hörmulega frammistöðu sína í fyrstu umferð tímabilsins í NFL-deildinni með því að vinna meistaraefnin í Seattle Seahawks á heimavelli í gær, 9-3. Rams skoraði ekki eitt einasta stig þegar liðið steinlá fyrir San Francisco 49ers aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku. Leikstjórnandinn Case Keenum náði reyndar ekki heldur að kasta fyrir snertimarki í nótt en kom liðinu þó nógu langt til að skora þrjú vallarmörk. Vörn Rams sá svo um að halda Russell Wilson og hans mönnum í Seattle í skefjum og náðu gestirnir að skora aðeins eitt vallarmark í leiknum. Þetta var fyrsti heimaleikur Rams í Los Angeles í 22 ár en liðið flutti þangað aftur frá St. Louis í sumar. Rúmlega 91 þúsund manns voru á leiknum og fögnuðu sigrinum vel og innilega.Adrian Peterson gat ekki stigið í hægri löppina í gær.Vísir/GettyVíkingaklappið í sigurliði Minnesota Vikings vann Green Bay Packers í næturleiknum, 17-14, í fyrsta leik sínum á nýjum leikvangi sem var vígður með frumsýningu á Víkingaklappinu, eins og áður hefur verið fjallað um. Sjá einnig: Víkingaklappið virkaði fyrir Minnesota Vikings Þetta var fyrsti leikur leikstjórnandans Sam Bradford í byrjunarliði Minnesota en hann var fenginn til liðsins nokkrum dögum fyrir tímabilið er Teddy Bridgewater sleitt krossband í hné á æfingu. Bradford kastaði fyrir tveimur snertimörkum og vörn Vikings sá um að halda Aaron Rodgers, leikstjórnanda Packers, í skefjum. Rodgers var felldur fimm sinnum í leiknum og tapaði boltanum tvívegis í fjórða leikhluta. Sigurinn var þó súrsætur fyrir Vikings sem missti sinn besta leikmann, hlauparann Adrian Peterson, af velli vegna hnémeiðsla. Óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru.Jimmy Garoppolo meiddist á öxl.Vísir/GettyAfleysingamaður Brady meiddist Önnur meiðsli sem skóku deildina í gær voru meiðsli Jimmy Garoppolo hjá New England Patriots. Garoppolo er að leysa Tom Brady af hólmi á meðan að sá síðarnefndi tekur út fjögurra leikja bann. Garoppolo átti frábæran leik og kastaði fyrir þremur snertimörkum áður en hann fór af velli vegna axlarmeiðsla í öðrum leikhluta. Patriots náði að hanga á forystunni og vinna sigur, 31-24. Þess má geta að Rob Gronkowski, einn besti innherji deildarinnar, spilaði ekki heldur með Patriots í nótt vegna meiðsla. Liðið hefur þrátt fyrir það unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu. Jacoby Brissett tók við Garoppolo og gæti nú fengið það óvænta hlutverk að vera í aðalhlutverki Patriots næstu tvær helgar. Úrslit helgarinnar má sjá hér fyrir neðan en umferðinni lýkur með leik Philadelphia Eagles og Chicago Bears í kvöld. Hér má sjá öll snertimörk helgarinnar og hér hestu tilþrifin.Úrslit gærdagsins: Carolina - San Francisco 46-27 Cleveland - Baltimore 20-25 Detroit - Tennessee 15-16 Houston - Kansas City 19-12 New England - Miami 31-24 NY Giants - New Orleans 16-13 Pittsburgh - Cincinnati 24-16 Washington - Dallas 23-27 Arizona - Tampa Bay 40-7 LA Rams - Seattle 9-3 Denver - Indianapolis 34-20 Oakland - Atlanta 28-35 San Diego - Jacksonville 38-14 Minnesota - Green Bay 17-14 NFL Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
LA Rams náði að svara fyrir hörmulega frammistöðu sína í fyrstu umferð tímabilsins í NFL-deildinni með því að vinna meistaraefnin í Seattle Seahawks á heimavelli í gær, 9-3. Rams skoraði ekki eitt einasta stig þegar liðið steinlá fyrir San Francisco 49ers aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku. Leikstjórnandinn Case Keenum náði reyndar ekki heldur að kasta fyrir snertimarki í nótt en kom liðinu þó nógu langt til að skora þrjú vallarmörk. Vörn Rams sá svo um að halda Russell Wilson og hans mönnum í Seattle í skefjum og náðu gestirnir að skora aðeins eitt vallarmark í leiknum. Þetta var fyrsti heimaleikur Rams í Los Angeles í 22 ár en liðið flutti þangað aftur frá St. Louis í sumar. Rúmlega 91 þúsund manns voru á leiknum og fögnuðu sigrinum vel og innilega.Adrian Peterson gat ekki stigið í hægri löppina í gær.Vísir/GettyVíkingaklappið í sigurliði Minnesota Vikings vann Green Bay Packers í næturleiknum, 17-14, í fyrsta leik sínum á nýjum leikvangi sem var vígður með frumsýningu á Víkingaklappinu, eins og áður hefur verið fjallað um. Sjá einnig: Víkingaklappið virkaði fyrir Minnesota Vikings Þetta var fyrsti leikur leikstjórnandans Sam Bradford í byrjunarliði Minnesota en hann var fenginn til liðsins nokkrum dögum fyrir tímabilið er Teddy Bridgewater sleitt krossband í hné á æfingu. Bradford kastaði fyrir tveimur snertimörkum og vörn Vikings sá um að halda Aaron Rodgers, leikstjórnanda Packers, í skefjum. Rodgers var felldur fimm sinnum í leiknum og tapaði boltanum tvívegis í fjórða leikhluta. Sigurinn var þó súrsætur fyrir Vikings sem missti sinn besta leikmann, hlauparann Adrian Peterson, af velli vegna hnémeiðsla. Óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru.Jimmy Garoppolo meiddist á öxl.Vísir/GettyAfleysingamaður Brady meiddist Önnur meiðsli sem skóku deildina í gær voru meiðsli Jimmy Garoppolo hjá New England Patriots. Garoppolo er að leysa Tom Brady af hólmi á meðan að sá síðarnefndi tekur út fjögurra leikja bann. Garoppolo átti frábæran leik og kastaði fyrir þremur snertimörkum áður en hann fór af velli vegna axlarmeiðsla í öðrum leikhluta. Patriots náði að hanga á forystunni og vinna sigur, 31-24. Þess má geta að Rob Gronkowski, einn besti innherji deildarinnar, spilaði ekki heldur með Patriots í nótt vegna meiðsla. Liðið hefur þrátt fyrir það unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu. Jacoby Brissett tók við Garoppolo og gæti nú fengið það óvænta hlutverk að vera í aðalhlutverki Patriots næstu tvær helgar. Úrslit helgarinnar má sjá hér fyrir neðan en umferðinni lýkur með leik Philadelphia Eagles og Chicago Bears í kvöld. Hér má sjá öll snertimörk helgarinnar og hér hestu tilþrifin.Úrslit gærdagsins: Carolina - San Francisco 46-27 Cleveland - Baltimore 20-25 Detroit - Tennessee 15-16 Houston - Kansas City 19-12 New England - Miami 31-24 NY Giants - New Orleans 16-13 Pittsburgh - Cincinnati 24-16 Washington - Dallas 23-27 Arizona - Tampa Bay 40-7 LA Rams - Seattle 9-3 Denver - Indianapolis 34-20 Oakland - Atlanta 28-35 San Diego - Jacksonville 38-14 Minnesota - Green Bay 17-14
NFL Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira