Þó svo Ólympíumóti fatlaðra sé lokið eru keppendur enn að falla á lyfjaprófum.
Hinn 42 ára gamli Afgani Mohammed Naiem Durani hefur nú verið dæmdur í fjögurra ára keppnisbann eftir að sterar fundust í sýni sem var tekið á leikunum.
Durani var eini keppandi Afgana á leikunum en hann tók þátt í spjótkaskeppni leikanna í flokki F44.
Sterarnir hjálpuðu honum lítið því hann hafnaði í sextánda sæti í spjótkastkeppninni.
