Dóra Sif fram fyrir Viðreisn: „Þýðir ekkert að sitja á hliðarlínunni og kvarta“ Atli ísleifsson skrifar 1. september 2016 10:40 Dóra Sif Tynes hefur starfað sem forstöðumaður lagaskrifstofu EFTA í Brussel síðastliðin þrjú ár. Vísir/GVA Dóra Sif Tynes héraðsdómslögmaður hefur ákveðið að gefa kost á sér til að taka sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Hún er fyrsta konan sem lýsir því opinberlega yfir að hún bjóði sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík. Dóra Sif greindi frá ákvörðun sinni á Facebook í gær. Hún segist alltaf hafa haft áhuga á pólitík en þótt tökin á stjórnmálunum ekki alveg nógu heillandi. „Núna finnst mér vera tækifæri til að gera verulegar breytingar og lýðræðisumbætur. Þá þýðir ekkert að sitja á hliðarlínunni og kvarta. Þá verður maður að segja „Ég er tilbúin að vera með“,“ segir Dóra Sif. Uppstillingarnefnd Viðreisnar mun kynna endanlegan lista í öllum kjördæmum þann 12. september næstkomandi.Sjá einnig: Fyrsti kvenframbjóðandi Viðreisnar kominn framDóra Sif segist vilja aukið frelsi og jafnrétti í samfélaginu og hafa mikinn áhuga á kerfisbreytingum og lýðræðisumbótum. „Svo eins og allir þá er maður búinn að fylgjast með umræðunni um heilbrigðismál og það er gríðarlega mikilvægt að taka vel á þeim málaflokki. Þjóðin öll er sammála um það. Í ljósi minns bakgrunns og reynslu þá hef ég einnig mikinn áhuga á utanríkispólitík og Evópumálum,“ segir Dóra Sif sem hefur starfað sem forstöðumaður lagaskrifstofu EFTA í Brussel síðastliðin þrjú ár. Mun fleiri karlar hafa hingað til verið orðaðir við framboð hjá Viðreisn en fyrir rúmri viku greindi Jóna Sólveig Elínardóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, frá því að hún bjóði sig fram í eitt af efstu sætum flokksins í Suðurkjördæmi. Þá var greint frá því í gær að Lee Ann Maginnis, verkefnastjóri upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Austur Húnavatnssýslu, skipi annað sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Gylfi, Lee Ann og Sturla Rafn skipa efstu sætin á lista Viðreisnar Gylfi Ólafsson, hagfræðingur frá Ísafirði, mun leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. 31. ágúst 2016 14:39 Fyrsti kvenframbjóðandi Viðreisnar kominn fram Jóna Sólveig Elínardóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. 24. ágúst 2016 21:06 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Dóra Sif Tynes héraðsdómslögmaður hefur ákveðið að gefa kost á sér til að taka sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Hún er fyrsta konan sem lýsir því opinberlega yfir að hún bjóði sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík. Dóra Sif greindi frá ákvörðun sinni á Facebook í gær. Hún segist alltaf hafa haft áhuga á pólitík en þótt tökin á stjórnmálunum ekki alveg nógu heillandi. „Núna finnst mér vera tækifæri til að gera verulegar breytingar og lýðræðisumbætur. Þá þýðir ekkert að sitja á hliðarlínunni og kvarta. Þá verður maður að segja „Ég er tilbúin að vera með“,“ segir Dóra Sif. Uppstillingarnefnd Viðreisnar mun kynna endanlegan lista í öllum kjördæmum þann 12. september næstkomandi.Sjá einnig: Fyrsti kvenframbjóðandi Viðreisnar kominn framDóra Sif segist vilja aukið frelsi og jafnrétti í samfélaginu og hafa mikinn áhuga á kerfisbreytingum og lýðræðisumbótum. „Svo eins og allir þá er maður búinn að fylgjast með umræðunni um heilbrigðismál og það er gríðarlega mikilvægt að taka vel á þeim málaflokki. Þjóðin öll er sammála um það. Í ljósi minns bakgrunns og reynslu þá hef ég einnig mikinn áhuga á utanríkispólitík og Evópumálum,“ segir Dóra Sif sem hefur starfað sem forstöðumaður lagaskrifstofu EFTA í Brussel síðastliðin þrjú ár. Mun fleiri karlar hafa hingað til verið orðaðir við framboð hjá Viðreisn en fyrir rúmri viku greindi Jóna Sólveig Elínardóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, frá því að hún bjóði sig fram í eitt af efstu sætum flokksins í Suðurkjördæmi. Þá var greint frá því í gær að Lee Ann Maginnis, verkefnastjóri upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Austur Húnavatnssýslu, skipi annað sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Gylfi, Lee Ann og Sturla Rafn skipa efstu sætin á lista Viðreisnar Gylfi Ólafsson, hagfræðingur frá Ísafirði, mun leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. 31. ágúst 2016 14:39 Fyrsti kvenframbjóðandi Viðreisnar kominn fram Jóna Sólveig Elínardóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. 24. ágúst 2016 21:06 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Gylfi, Lee Ann og Sturla Rafn skipa efstu sætin á lista Viðreisnar Gylfi Ólafsson, hagfræðingur frá Ísafirði, mun leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. 31. ágúst 2016 14:39
Fyrsti kvenframbjóðandi Viðreisnar kominn fram Jóna Sólveig Elínardóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. 24. ágúst 2016 21:06