Aukinn þrýstingur á Sigurð Inga í framboð Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. september 2016 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson tók við embætti forsætisráðherra í apríl eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti. vísir/Ernir Vaxandi þrýstingur er á Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformann Framsóknarflokksins, að bjóða sig fram til formanns á flokksþingi sem fara mun fram fyrir kosningarnar 29. október. Heimildarmaður úr Framsóknarflokknum sem Fréttablaðið talaði við segist skynja vaxandi þrýsting á Sigurð Inga úr flokknum, enda talaði Sigurður Ingi á öðrum nótum nú en hann hefði áður gert. Heimildarmaðurinn sagði að Eygló Harðardóttir, ritari flokksins, myndi að öllum líkindum styðja Sigurð Inga gegn Sigmundi ef hann byði sig fram. Eygló svaraði ekki skilaboðum blaðsins þegar reynt var að hafa samband við hana. Á fundi fólksins, sem fram fór í gær, var Sigurður Ingi spurður út í mögulegt formannsframboð á komandi flokksþingi. Hann sagðist aldrei hafa útilokað eitt né neitt. „Ég hef sagt að ég muni ekki bjóða mig fram gegn sitjandi formanni en ég sagði jafnframt það að ég hef tekið að mér öll þau verkefni sem flokkurinn hefur falið mér.“ Sigurður Ingi vildi ekki svara spurningum blaðamanns um það hvort Sigmundur Davíð yrði beðinn um að hætta við formannsframboð. „Okkar flokkur hefur þær aðferðir að við erum ekki að skylmast í fjölmiðlum. Í sumum flokkum hafa menn gengið svolítið langt í því að ráðast á forystu flokksins. Það gerum við ekki í Framsóknarflokknum. Við bara fjöllum um þetta á okkar vettvangi og það munum við gera,“ sagði Sigurður Ingi. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, ritaði flokksmönnum bréf í vikunni þar sem hann sagðist hafa hug á að bjóða sig fram gegn Sigmundi sem oddviti kjördæmisins. Einnig hvatti hann Sigurð Inga forsætisráðherra til að gefa kost á sér sem formaður flokksins. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í sama kjördæmi, gefur kost á sér í 1. til 3. sæti. Þá hefur fréttavefur Stundarinnar greint frá því að þingmaðurinn Þórunn Egilsdóttir gefi líka kost á sér í 1. sætið í þessu sama kjördæmi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Vaxandi þrýstingur er á Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformann Framsóknarflokksins, að bjóða sig fram til formanns á flokksþingi sem fara mun fram fyrir kosningarnar 29. október. Heimildarmaður úr Framsóknarflokknum sem Fréttablaðið talaði við segist skynja vaxandi þrýsting á Sigurð Inga úr flokknum, enda talaði Sigurður Ingi á öðrum nótum nú en hann hefði áður gert. Heimildarmaðurinn sagði að Eygló Harðardóttir, ritari flokksins, myndi að öllum líkindum styðja Sigurð Inga gegn Sigmundi ef hann byði sig fram. Eygló svaraði ekki skilaboðum blaðsins þegar reynt var að hafa samband við hana. Á fundi fólksins, sem fram fór í gær, var Sigurður Ingi spurður út í mögulegt formannsframboð á komandi flokksþingi. Hann sagðist aldrei hafa útilokað eitt né neitt. „Ég hef sagt að ég muni ekki bjóða mig fram gegn sitjandi formanni en ég sagði jafnframt það að ég hef tekið að mér öll þau verkefni sem flokkurinn hefur falið mér.“ Sigurður Ingi vildi ekki svara spurningum blaðamanns um það hvort Sigmundur Davíð yrði beðinn um að hætta við formannsframboð. „Okkar flokkur hefur þær aðferðir að við erum ekki að skylmast í fjölmiðlum. Í sumum flokkum hafa menn gengið svolítið langt í því að ráðast á forystu flokksins. Það gerum við ekki í Framsóknarflokknum. Við bara fjöllum um þetta á okkar vettvangi og það munum við gera,“ sagði Sigurður Ingi. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, ritaði flokksmönnum bréf í vikunni þar sem hann sagðist hafa hug á að bjóða sig fram gegn Sigmundi sem oddviti kjördæmisins. Einnig hvatti hann Sigurð Inga forsætisráðherra til að gefa kost á sér sem formaður flokksins. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í sama kjördæmi, gefur kost á sér í 1. til 3. sæti. Þá hefur fréttavefur Stundarinnar greint frá því að þingmaðurinn Þórunn Egilsdóttir gefi líka kost á sér í 1. sætið í þessu sama kjördæmi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira