Össur spáir langvinnri og djúpstæðri stjórnarkreppu Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2016 11:37 Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist búast við langvinnri og djúpstæðri stjórnarkreppu að loknum alþingiskosningunum í október. Össur og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru gestir Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem farið var yfir stöðuna í pólitíkinni nú í aðdraganda kosninga.Ólafur Ragnar hafði rétt fyrir sérÖssur sagði að líklega hafi Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, haft rétt fyrir þegar hann spáði því í upphafi árs að á landinu yrði stjórnarkreppa að loknum kosningum. Össur segir að svo virðist sem enginn flokkanna standi neitt sérstaklega sterkt nú í aðdraganda kosninganna. „Allir hefðbundnu flokkarnir standa illa. Minn flokkur er auðvitað í vanda. Sjálfstæðisflokkurinn hefur minnkað, við sjáum það á þátttökunni í gær þó hún skilaði ágætri niðurstöðu fyrir þá. Framsóknarflokkurinn er kannski í mestum vanda þar sem það virðast vera svo miklar höggorrustur þar framundan í tengslum við forystuna. Ef þú tekur nýrri flokka, eins og til dæmis Pírata, þá eru þeir sjálfir í bölvuðum vanda,“ og vísar í að þar þurfi meðal annars að endurtaka prófkjör í Norðvesturkjördæmi. „Ef það er ein ályktun sem ég dreg af þessu öllu saman þá er það að líkast til hafði Ólafur Ragnar hárrétt fyrir sér þegar hann spáði því hér í upphafi þessa árs að það yrði stjórnarkreppa. Ég hugsa að sú stjórnarkreppa gæti orðið langvinn og hugsanlega djúpstæð.“Deyfð yfir stjórnmálunumRagnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki endilega taka undir með Össuri en segir einhverja deyfð vera yfir stjórnmálunum. „Það er deyfð yfir þeim sem ættu að vera í grasrótinni og hafa verið í grasrótum flokkanna og sýnt því áhuga þegar prófkjör eru eða val á lista með einum eða öðrum hætti. Þar held ég að flokkarnir þurfi sjálfir að velta því fyrir sér hvað það sé hjá okkur, hvað erum við að segja og gera, sem veldur því að fólk hefur engan áhuga á að velja fólk eða taka þátt,“ segir Ragnheiður. Hlusta má á spjall þeirra Kristjáns, Ragnheiðar og Össurar í spilaranum að ofan. Kosningar 2016 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist búast við langvinnri og djúpstæðri stjórnarkreppu að loknum alþingiskosningunum í október. Össur og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru gestir Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem farið var yfir stöðuna í pólitíkinni nú í aðdraganda kosninga.Ólafur Ragnar hafði rétt fyrir sérÖssur sagði að líklega hafi Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, haft rétt fyrir þegar hann spáði því í upphafi árs að á landinu yrði stjórnarkreppa að loknum kosningum. Össur segir að svo virðist sem enginn flokkanna standi neitt sérstaklega sterkt nú í aðdraganda kosninganna. „Allir hefðbundnu flokkarnir standa illa. Minn flokkur er auðvitað í vanda. Sjálfstæðisflokkurinn hefur minnkað, við sjáum það á þátttökunni í gær þó hún skilaði ágætri niðurstöðu fyrir þá. Framsóknarflokkurinn er kannski í mestum vanda þar sem það virðast vera svo miklar höggorrustur þar framundan í tengslum við forystuna. Ef þú tekur nýrri flokka, eins og til dæmis Pírata, þá eru þeir sjálfir í bölvuðum vanda,“ og vísar í að þar þurfi meðal annars að endurtaka prófkjör í Norðvesturkjördæmi. „Ef það er ein ályktun sem ég dreg af þessu öllu saman þá er það að líkast til hafði Ólafur Ragnar hárrétt fyrir sér þegar hann spáði því hér í upphafi þessa árs að það yrði stjórnarkreppa. Ég hugsa að sú stjórnarkreppa gæti orðið langvinn og hugsanlega djúpstæð.“Deyfð yfir stjórnmálunumRagnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki endilega taka undir með Össuri en segir einhverja deyfð vera yfir stjórnmálunum. „Það er deyfð yfir þeim sem ættu að vera í grasrótinni og hafa verið í grasrótum flokkanna og sýnt því áhuga þegar prófkjör eru eða val á lista með einum eða öðrum hætti. Þar held ég að flokkarnir þurfi sjálfir að velta því fyrir sér hvað það sé hjá okkur, hvað erum við að segja og gera, sem veldur því að fólk hefur engan áhuga á að velja fólk eða taka þátt,“ segir Ragnheiður. Hlusta má á spjall þeirra Kristjáns, Ragnheiðar og Össurar í spilaranum að ofan.
Kosningar 2016 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira