Verð til bænda of hátt! Þórólfur Matthíasson skrifar 8. september 2016 07:00 Tvær fréttir á vef Bændablaðsins vekja athygli. Í annarri, dagsettri í lok júlí, er sagt frá því að sauðfjárbændur vilji 12,5% hækkun á skilaverði í haust, segja tilkostnað hafa hækkað. Í hinni, dagsettri í lok ágúst, er sagt frá því að sauðfjárbændur mótmæli harðlega (12%) lækkun afurðaverðs. Sauðfjárbúskapur á Íslandi stendur frammi fyrir margþættum vanda. Dæmi: Afleiðingar ofbeitar á afréttum og stórhættuleg lausaganga fjár á fjölförnum þjóðvegum eru ljóslifandi hverjum þeim sem ferðast um landið. Lítill vilji virðist meðal sauðfjárbænda til að takast á við þessi vandamál. Annar vandi snýr að því að neysla sauðfjárafurða hefur dregist stórlega saman á sama tíma og bændur kvarta sáran undan skilaverðinu. Offramleiðsluvandinn tengist ofbeitarvandanum og neyslusamdrættinum. Tölur segja sína sögu:Neyslan var nálægt 80% af heildarframleiðslunni en er nú ríflega 65%. Offramleiðslan hefur aukist úr að vera 30% umfram innanlandsmarkaðinn í að vera rösklega 50%. Sífelld markaðsátök erlendis hafa hugsanlega skilað söluaukningu, en sílækkandi skilaverð dugar ekki til að standa undir kostnaði við framleiðsluna og markaðssetninguna. Markaðsátök (að ekki sé sagt markaðsofbeldi vegna innflutningstálmana) innanlands hafa hugsanlega hægt á samdrætti innlendu neyslunnar. En hverjum manni sem skoðar strauma í kjötneyslu nágrannaþjóða má vera ljóst hvert stefnir. Neysla Dana og Svía nemur 1 kg af kjöti af sauðfé á ári, neysla Norðmanna nemur um 5 kg á mann á ári. Sé horft 10-20 ár fram í tímann er líklegt að neysla á mann á Íslandi verði ekki meiri en 10 kg á ári, kannski nær 5 kg á mann ári. Þ.e.a.s. heildarneyslan ætti að vera á bilinu 2-4 þúsund tonn á árunum 2026 til 2036. Ef ekki á að halda áfram á slóð gegndarlausrar offramleiðslu þarf að minnka sauðfjárstofninn á landinu um 60–80% á næstu 10-20 árum. Augljóslega er verðhækkun til bænda ekki hluti af því aðlögunarferli. Þar þarf önnur meðöl til. Þetta mættu þingmenn hafa í huga nú þegar þeir fjalla um búvörusamninga.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Tvær fréttir á vef Bændablaðsins vekja athygli. Í annarri, dagsettri í lok júlí, er sagt frá því að sauðfjárbændur vilji 12,5% hækkun á skilaverði í haust, segja tilkostnað hafa hækkað. Í hinni, dagsettri í lok ágúst, er sagt frá því að sauðfjárbændur mótmæli harðlega (12%) lækkun afurðaverðs. Sauðfjárbúskapur á Íslandi stendur frammi fyrir margþættum vanda. Dæmi: Afleiðingar ofbeitar á afréttum og stórhættuleg lausaganga fjár á fjölförnum þjóðvegum eru ljóslifandi hverjum þeim sem ferðast um landið. Lítill vilji virðist meðal sauðfjárbænda til að takast á við þessi vandamál. Annar vandi snýr að því að neysla sauðfjárafurða hefur dregist stórlega saman á sama tíma og bændur kvarta sáran undan skilaverðinu. Offramleiðsluvandinn tengist ofbeitarvandanum og neyslusamdrættinum. Tölur segja sína sögu:Neyslan var nálægt 80% af heildarframleiðslunni en er nú ríflega 65%. Offramleiðslan hefur aukist úr að vera 30% umfram innanlandsmarkaðinn í að vera rösklega 50%. Sífelld markaðsátök erlendis hafa hugsanlega skilað söluaukningu, en sílækkandi skilaverð dugar ekki til að standa undir kostnaði við framleiðsluna og markaðssetninguna. Markaðsátök (að ekki sé sagt markaðsofbeldi vegna innflutningstálmana) innanlands hafa hugsanlega hægt á samdrætti innlendu neyslunnar. En hverjum manni sem skoðar strauma í kjötneyslu nágrannaþjóða má vera ljóst hvert stefnir. Neysla Dana og Svía nemur 1 kg af kjöti af sauðfé á ári, neysla Norðmanna nemur um 5 kg á mann á ári. Sé horft 10-20 ár fram í tímann er líklegt að neysla á mann á Íslandi verði ekki meiri en 10 kg á ári, kannski nær 5 kg á mann ári. Þ.e.a.s. heildarneyslan ætti að vera á bilinu 2-4 þúsund tonn á árunum 2026 til 2036. Ef ekki á að halda áfram á slóð gegndarlausrar offramleiðslu þarf að minnka sauðfjárstofninn á landinu um 60–80% á næstu 10-20 árum. Augljóslega er verðhækkun til bænda ekki hluti af því aðlögunarferli. Þar þarf önnur meðöl til. Þetta mættu þingmenn hafa í huga nú þegar þeir fjalla um búvörusamninga.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun