Viðskipti innlent

Lyfja auglýst til sölu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Lyfja rekur 39 apótek, útibú og verslanir, auk minni útibúa, sem staðsett eru um land allt undir merkjum Lyfju, Apóteksins og Heilsuhússins.
Lyfja rekur 39 apótek, útibú og verslanir, auk minni útibúa, sem staðsett eru um land allt undir merkjum Lyfju, Apóteksins og Heilsuhússins. Vísir/GVA

Lyfja sem er stærsta keðja apóteka og heilsuverslana á Íslandi hefur verið auglýst til sölu. Fyrirtækjaráðgjöf Virðingar, fyrir hönd Lindarhvols ehf., sér um söluferlið.



Lyfja rekur 39 apótek, útibú og verslanir, auk minni útibúa, sem staðsett eru um land allt undir merkjum Lyfju, Apóteksins og Heilsuhússins.



Einnig á Lyfja dótturfélagið Heilsu ehf. sem sérhæfir sig í innflutningi og dreifingu á matvörum, vítamínum, snyrtivörum og almennri apóteksvöru.



Leitað verið til hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignirnar að undangengnu opnu tilboðsferli þar sem gætt er gagnsæis og jafnræðis bjóðenda. Frá og með í dag geta áhugasamir fjárfestar sett sig í sambandi við Virðingu, óskuldbindandi tilboðum skal skila inn fyrir 5. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×