Staða Sigmundar sögð veik innan Framsóknar Sveinn Arnarsson skrifar 20. ágúst 2016 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson berst nú hart fyrir sæti sínu sem formaður og hefur haldið fundi víða um land síðustu vikur. Staða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er ekki sterk innan Framsóknarflokksins. Nú er mjög reynt að fá því framgengt innan flokksins að boðað verði til landsþings í september þar sem kosið verður um nýja stjórn flokksins. Þrjú kjördæmisþing eru haldin í dag og mun tillaga þess efnis að boða til landsþings sem fyrst verða borin upp í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Fréttablaðið hefur rætt við fjölda framsóknarmanna vítt og breitt um landið síðustu daga og má segja að einhugur sé um að boðað verði til landsþings fyrir kosningar. Margir tala um að það yrði stórslys fyrir flokkinn ef hann næði ekki að stilla saman strengi sína fyrir kosningar með landsþingi. Aðrir tala um hefðir í því sambandi og segja annað ekki koma til greina.Margir framsóknarmenn telja rétt að Sigurður Ingi setjist í stól formanns.Á landsþingi verður kosin ný forysta eins og lög flokksins gera ráð fyrir og gera framsóknarmenn ráð fyrir að sitjandi formaður fái mótframboð. Kjördæmisþingin gætu sjálf ákveðið að halda landsþing. Í lögum flokksins segir að ef þrjú kjördæmisþing óski eftir landsþingi þurfi að halda slíkt. Því þyrfti ekki að bíða eftir ákvörðun miðstjórnar sem kemur saman um miðjan september. Segja margir því að þessi helgi gæti skipt miklu máli um framtíð forystu flokksins. Margir framsóknarmenn líta svo á að ekki verði hægt að fara inn í kosningabaráttu með núverandi flokksformann við stjórnvölinn. Þrátt fyrir að margir beri honum vel söguna og segi hann hafa staðið sig vel hafi atburðir síðasta vors orðið til þess að traust til hans hafi glatast. Þungavigtarmenn í bæði Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi segjast ekki geta hugsað þá hugsun til enda að Sigmundur Davíð verði formaður í næstu kosningum. Í Norðausturkjördæmi skiptir í tvö horn. Í Eyjafirði er mestu andstöðuna gegn Sigmundi að finna og einnig eru margir í Þingeyjarsýslum á þeirri skoðun að hann þurfi að víkja. Sigmundur hefur síðan ágætis stöðu á Austurlandi þar sem sterkasta vígi hans virðist vera. Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðustu daga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Norðaustur X16 Suður Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Sauð á starfsmanni sem löðrungaði vistmann íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
Staða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er ekki sterk innan Framsóknarflokksins. Nú er mjög reynt að fá því framgengt innan flokksins að boðað verði til landsþings í september þar sem kosið verður um nýja stjórn flokksins. Þrjú kjördæmisþing eru haldin í dag og mun tillaga þess efnis að boða til landsþings sem fyrst verða borin upp í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Fréttablaðið hefur rætt við fjölda framsóknarmanna vítt og breitt um landið síðustu daga og má segja að einhugur sé um að boðað verði til landsþings fyrir kosningar. Margir tala um að það yrði stórslys fyrir flokkinn ef hann næði ekki að stilla saman strengi sína fyrir kosningar með landsþingi. Aðrir tala um hefðir í því sambandi og segja annað ekki koma til greina.Margir framsóknarmenn telja rétt að Sigurður Ingi setjist í stól formanns.Á landsþingi verður kosin ný forysta eins og lög flokksins gera ráð fyrir og gera framsóknarmenn ráð fyrir að sitjandi formaður fái mótframboð. Kjördæmisþingin gætu sjálf ákveðið að halda landsþing. Í lögum flokksins segir að ef þrjú kjördæmisþing óski eftir landsþingi þurfi að halda slíkt. Því þyrfti ekki að bíða eftir ákvörðun miðstjórnar sem kemur saman um miðjan september. Segja margir því að þessi helgi gæti skipt miklu máli um framtíð forystu flokksins. Margir framsóknarmenn líta svo á að ekki verði hægt að fara inn í kosningabaráttu með núverandi flokksformann við stjórnvölinn. Þrátt fyrir að margir beri honum vel söguna og segi hann hafa staðið sig vel hafi atburðir síðasta vors orðið til þess að traust til hans hafi glatast. Þungavigtarmenn í bæði Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi segjast ekki geta hugsað þá hugsun til enda að Sigmundur Davíð verði formaður í næstu kosningum. Í Norðausturkjördæmi skiptir í tvö horn. Í Eyjafirði er mestu andstöðuna gegn Sigmundi að finna og einnig eru margir í Þingeyjarsýslum á þeirri skoðun að hann þurfi að víkja. Sigmundur hefur síðan ágætis stöðu á Austurlandi þar sem sterkasta vígi hans virðist vera. Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðustu daga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Norðaustur X16 Suður Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Sauð á starfsmanni sem löðrungaði vistmann íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira