Staða Sigmundar sögð veik innan Framsóknar Sveinn Arnarsson skrifar 20. ágúst 2016 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson berst nú hart fyrir sæti sínu sem formaður og hefur haldið fundi víða um land síðustu vikur. Staða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er ekki sterk innan Framsóknarflokksins. Nú er mjög reynt að fá því framgengt innan flokksins að boðað verði til landsþings í september þar sem kosið verður um nýja stjórn flokksins. Þrjú kjördæmisþing eru haldin í dag og mun tillaga þess efnis að boða til landsþings sem fyrst verða borin upp í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Fréttablaðið hefur rætt við fjölda framsóknarmanna vítt og breitt um landið síðustu daga og má segja að einhugur sé um að boðað verði til landsþings fyrir kosningar. Margir tala um að það yrði stórslys fyrir flokkinn ef hann næði ekki að stilla saman strengi sína fyrir kosningar með landsþingi. Aðrir tala um hefðir í því sambandi og segja annað ekki koma til greina.Margir framsóknarmenn telja rétt að Sigurður Ingi setjist í stól formanns.Á landsþingi verður kosin ný forysta eins og lög flokksins gera ráð fyrir og gera framsóknarmenn ráð fyrir að sitjandi formaður fái mótframboð. Kjördæmisþingin gætu sjálf ákveðið að halda landsþing. Í lögum flokksins segir að ef þrjú kjördæmisþing óski eftir landsþingi þurfi að halda slíkt. Því þyrfti ekki að bíða eftir ákvörðun miðstjórnar sem kemur saman um miðjan september. Segja margir því að þessi helgi gæti skipt miklu máli um framtíð forystu flokksins. Margir framsóknarmenn líta svo á að ekki verði hægt að fara inn í kosningabaráttu með núverandi flokksformann við stjórnvölinn. Þrátt fyrir að margir beri honum vel söguna og segi hann hafa staðið sig vel hafi atburðir síðasta vors orðið til þess að traust til hans hafi glatast. Þungavigtarmenn í bæði Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi segjast ekki geta hugsað þá hugsun til enda að Sigmundur Davíð verði formaður í næstu kosningum. Í Norðausturkjördæmi skiptir í tvö horn. Í Eyjafirði er mestu andstöðuna gegn Sigmundi að finna og einnig eru margir í Þingeyjarsýslum á þeirri skoðun að hann þurfi að víkja. Sigmundur hefur síðan ágætis stöðu á Austurlandi þar sem sterkasta vígi hans virðist vera. Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðustu daga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Norðaustur X16 Suður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Sjá meira
Staða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er ekki sterk innan Framsóknarflokksins. Nú er mjög reynt að fá því framgengt innan flokksins að boðað verði til landsþings í september þar sem kosið verður um nýja stjórn flokksins. Þrjú kjördæmisþing eru haldin í dag og mun tillaga þess efnis að boða til landsþings sem fyrst verða borin upp í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Fréttablaðið hefur rætt við fjölda framsóknarmanna vítt og breitt um landið síðustu daga og má segja að einhugur sé um að boðað verði til landsþings fyrir kosningar. Margir tala um að það yrði stórslys fyrir flokkinn ef hann næði ekki að stilla saman strengi sína fyrir kosningar með landsþingi. Aðrir tala um hefðir í því sambandi og segja annað ekki koma til greina.Margir framsóknarmenn telja rétt að Sigurður Ingi setjist í stól formanns.Á landsþingi verður kosin ný forysta eins og lög flokksins gera ráð fyrir og gera framsóknarmenn ráð fyrir að sitjandi formaður fái mótframboð. Kjördæmisþingin gætu sjálf ákveðið að halda landsþing. Í lögum flokksins segir að ef þrjú kjördæmisþing óski eftir landsþingi þurfi að halda slíkt. Því þyrfti ekki að bíða eftir ákvörðun miðstjórnar sem kemur saman um miðjan september. Segja margir því að þessi helgi gæti skipt miklu máli um framtíð forystu flokksins. Margir framsóknarmenn líta svo á að ekki verði hægt að fara inn í kosningabaráttu með núverandi flokksformann við stjórnvölinn. Þrátt fyrir að margir beri honum vel söguna og segi hann hafa staðið sig vel hafi atburðir síðasta vors orðið til þess að traust til hans hafi glatast. Þungavigtarmenn í bæði Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi segjast ekki geta hugsað þá hugsun til enda að Sigmundur Davíð verði formaður í næstu kosningum. Í Norðausturkjördæmi skiptir í tvö horn. Í Eyjafirði er mestu andstöðuna gegn Sigmundi að finna og einnig eru margir í Þingeyjarsýslum á þeirri skoðun að hann þurfi að víkja. Sigmundur hefur síðan ágætis stöðu á Austurlandi þar sem sterkasta vígi hans virðist vera. Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðustu daga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Norðaustur X16 Suður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Sjá meira