Höskuldur segir ótækt að boða ekki til flokksþings fyrir kosningar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 20. ágúst 2016 18:47 Höskuldur Þórhallsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Daníel/Valli Mikil óánægja er meðal Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi eftir að tillaga um að flýta flokksþingi flokksins var felld með naumum meirihluta í dag. Þingmaður flokksins segir niðurstöðuna vonbrigði og það sé ótækt að ganga til kosninga án þess að boða til flokksþings. Flokksþing hefur æðsta vald í málefnum Framsóknarflokksins en á þinginu er æðsta stjórn flokksins kosin, það er formaður, varaformaður og ritari. Samkvæmt reglum flokksins eru tvær leiðir til að boða til þess. Annars vegar getur miðstjórn flokksins boðað til flokksþings og hins vegar er skylt að boða til flokksþings ef meirihluti kjördæmisþinga óskar þess en þau eru fimm talsins. Þrjú kjördæmisþing voru haldin í dag – á Suðurlandi, Norðvesturlandi og Norðausturlandi. Í Suðurkjördæmi, sem er kjördæmi Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra, var tillaga um að halda flokksþing fyrir kosningar og kjósa þannig um nýja forystu, samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Í Norðvesturkjördæmi var slík tillaga samþykkt samhljóða. Í Norðausturkjördæmi, sem er kjördæmi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins, var tillagan hins vegar felld með naumum meirihluta. „Ég er fyrst og fremst vonsvikinn að þetta hafi orðið niðurstaðan. Ég hélt að það væri augljóst og að það lægi fyrir að núverandi forysta og þá á ég við alla þá sem að eru í forystu flokksins, þar á meðal ég, þurfum að endurnýja umboð okkar á flokksþingi,” segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þar sé einnig mörkuð stefna fyrir komandi kosningar. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé algjörlega ótækt að það verði ekki flokksþing áður en við göngum til kosninga,” segir Höskuldur. Framsóknarflokkurinn á fjóra þingmenn í Norðausturkjördæmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu greiddu tveir þingmenn atkvæði með því að boðað yrði til flokksþings, þau Líneik Anna Sævarsdóttir og Höskuldur Þórhallsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þórunn Egilsdóttir greiddu hins vegar atkvæði gegn tillögunni. Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
Mikil óánægja er meðal Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi eftir að tillaga um að flýta flokksþingi flokksins var felld með naumum meirihluta í dag. Þingmaður flokksins segir niðurstöðuna vonbrigði og það sé ótækt að ganga til kosninga án þess að boða til flokksþings. Flokksþing hefur æðsta vald í málefnum Framsóknarflokksins en á þinginu er æðsta stjórn flokksins kosin, það er formaður, varaformaður og ritari. Samkvæmt reglum flokksins eru tvær leiðir til að boða til þess. Annars vegar getur miðstjórn flokksins boðað til flokksþings og hins vegar er skylt að boða til flokksþings ef meirihluti kjördæmisþinga óskar þess en þau eru fimm talsins. Þrjú kjördæmisþing voru haldin í dag – á Suðurlandi, Norðvesturlandi og Norðausturlandi. Í Suðurkjördæmi, sem er kjördæmi Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra, var tillaga um að halda flokksþing fyrir kosningar og kjósa þannig um nýja forystu, samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Í Norðvesturkjördæmi var slík tillaga samþykkt samhljóða. Í Norðausturkjördæmi, sem er kjördæmi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins, var tillagan hins vegar felld með naumum meirihluta. „Ég er fyrst og fremst vonsvikinn að þetta hafi orðið niðurstaðan. Ég hélt að það væri augljóst og að það lægi fyrir að núverandi forysta og þá á ég við alla þá sem að eru í forystu flokksins, þar á meðal ég, þurfum að endurnýja umboð okkar á flokksþingi,” segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þar sé einnig mörkuð stefna fyrir komandi kosningar. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé algjörlega ótækt að það verði ekki flokksþing áður en við göngum til kosninga,” segir Höskuldur. Framsóknarflokkurinn á fjóra þingmenn í Norðausturkjördæmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu greiddu tveir þingmenn atkvæði með því að boðað yrði til flokksþings, þau Líneik Anna Sævarsdóttir og Höskuldur Þórhallsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þórunn Egilsdóttir greiddu hins vegar atkvæði gegn tillögunni.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira