Flokksþing veltur á Kragamönnum Sveinn Arnarsson skrifar 23. ágúst 2016 07:00 Á síðasta flokksþingi var Sigmundur endurkjörinn formaður. Hér sést hann ásamt eiginkonu sinni, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, er hann var endurkjörinn. Tillaga þess efnis að boða eigi til flokksþing Framsóknarflokksins fyrir kosningar í haust verður borin upp á kjördæmaþingi flokksins í Suðvesturkjördæmi næstkomandi fimmtudag sem haldið verður í Kópavogi. Verði tillagan samþykkt mun flokksþing fara fram samkvæmt reglum flokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tjáir sig ekki við Fréttablaðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hildur Helga Gísladóttir, formaður kjördæmaráðs Framsóknarflokksins, býst við um 200 manns á fundinn en um 330 eiga seturétt. Hún fagnar því ef smalað verður inn á fundinn vegna tillögunnar um að flýta flokksþingi. „Það er fagnaðarefni ef formenn félaga og aðrir sjá til þess að sitt fólk mæti á kjördæmaþingið.“ Þingmenn Framsóknarflokksins í kjördæminu, þau Eygló Harðardóttir, Willum Þór Þórsson og Þorsteinn Sæmundsson, telja réttast að flokksþing verði haldið fyrir næstu kosningar. „Ég held að það sé að mörgu leyti æskilegt að flýta flokksþingi. Bæði til að skerpa á stefnunni fyrir kosningar og ég held að það sé bara gott fyrir forystuna að fá endurnýjað umboð og fara þannig inn í kosningar,“ segir Þorsteinn Sæmundsson. „Ég myndi styðja þá tillögu fljótt á litið. Það skiptir máli að ræða stöðuna og setja saman stefnuna,“ bætir Willum Þór Þórsson við. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, greiddi atkvæði gegn því um síðustu helgi að flokksþing yrði haldið fyrir kosningar.Willum Þór ÞórssonSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins barðist hann hart gegn tillögunni og sagði réttast að leyfa miðstjórn að boða til flokksþings, þá væntanlega í vor að afloknum kosningum. Fór svo að greiða þurfti atkvæði í tvígang á kjördæmisþinginu. Ekki var óskað eftir leynilegri kosningu heldur var handaupprétting notuð til að greiða atkvæði og gátu þar með allir fundarmenn séð hvernig fundarmenn greiddu atkvæði. Komi til flokksþings þarf að kjósa um forystu flokksins og líklegt þykir að sitjandi formaður fái mótframboð á fundinum. Ekki hefur náðst í Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Tillaga þess efnis að boða eigi til flokksþing Framsóknarflokksins fyrir kosningar í haust verður borin upp á kjördæmaþingi flokksins í Suðvesturkjördæmi næstkomandi fimmtudag sem haldið verður í Kópavogi. Verði tillagan samþykkt mun flokksþing fara fram samkvæmt reglum flokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tjáir sig ekki við Fréttablaðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hildur Helga Gísladóttir, formaður kjördæmaráðs Framsóknarflokksins, býst við um 200 manns á fundinn en um 330 eiga seturétt. Hún fagnar því ef smalað verður inn á fundinn vegna tillögunnar um að flýta flokksþingi. „Það er fagnaðarefni ef formenn félaga og aðrir sjá til þess að sitt fólk mæti á kjördæmaþingið.“ Þingmenn Framsóknarflokksins í kjördæminu, þau Eygló Harðardóttir, Willum Þór Þórsson og Þorsteinn Sæmundsson, telja réttast að flokksþing verði haldið fyrir næstu kosningar. „Ég held að það sé að mörgu leyti æskilegt að flýta flokksþingi. Bæði til að skerpa á stefnunni fyrir kosningar og ég held að það sé bara gott fyrir forystuna að fá endurnýjað umboð og fara þannig inn í kosningar,“ segir Þorsteinn Sæmundsson. „Ég myndi styðja þá tillögu fljótt á litið. Það skiptir máli að ræða stöðuna og setja saman stefnuna,“ bætir Willum Þór Þórsson við. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, greiddi atkvæði gegn því um síðustu helgi að flokksþing yrði haldið fyrir kosningar.Willum Þór ÞórssonSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins barðist hann hart gegn tillögunni og sagði réttast að leyfa miðstjórn að boða til flokksþings, þá væntanlega í vor að afloknum kosningum. Fór svo að greiða þurfti atkvæði í tvígang á kjördæmisþinginu. Ekki var óskað eftir leynilegri kosningu heldur var handaupprétting notuð til að greiða atkvæði og gátu þar með allir fundarmenn séð hvernig fundarmenn greiddu atkvæði. Komi til flokksþings þarf að kjósa um forystu flokksins og líklegt þykir að sitjandi formaður fái mótframboð á fundinum. Ekki hefur náðst í Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira