Einn lést og annar missti meðvitund: Tveir þegar látist af völdum fentanýl á árinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. ágúst 2016 19:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu á lyfinu fentanýl. Annar ungur maður missti meðvitund sömu nótt og leikur grunur á að það tengist neyslu á sama lyfi. Tvö dauðsföll í ár má rekja til fentanýls að frátöldu atviki síðustu helgi. Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. Rannsókn beggja málanna er skammt á veg kominn en miðar vel að sögn Friðriks Smára Björgvinsson, yfirmanns rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Já það eru mál til rannsóknar hjá okkur. Eitt andlát sem að grunur leikur á að tengist fíkniefnaneyslu og annað tilvik þar sem ungur maður var hætt kominn vegna neyslu,“ segir Friðrik Smári. Hann segir að ekki sé hægt að fullyrða að lyfið fentanýl hafi valdið dauða mannsins. „Það er ekki hægt að staðfesta neitt á þessari stundu enda rannsókn skammt á veg komin. Grunur leikur að fentanýl komi við sögu.“ Friðrik segir embættið hafa áhyggjur af misnotkun lyfseðlisskyldra lyfja meðal ungs fólks í dag. „Vissulega. Það verða dauðsföll á hverju ári útaf ofneyslu fíkniefna og lyfseðilsskyldra lyfja. Öll umfjöllun sem fjölmiðlar eru að taka upp núna er af hinu góða og það þarf að vekja fólk til umhugsunar um það að það sé stórhættulegt að nota þessi efni.“ Fentanýl er sterkt lyfsseðilsskylt verkjalyf og heldur landlæknisembættið gagnagrunn um útskriftir af lyfinu. „Þannig að við bindum vonir við að það sé hægt að hafa samstarf við embættið svo hægt sé að stemma stigu við framboði á slíkum efnum,“ segir Friðrik Smári. Fentanýl er skylt morfíni og hefur sterka verkjastillandi verkun auk slævandi áhrifa. Atli Antonsson, lyfjafræðingur, útskýrir að fentanýl sé notað við langvinnum verkjum. Lyfið sé selt í plástursformi. „Þetta er mjög sterkt verjalyf sem nánast er eingöngu gefið sjúklingum sem eru að upplifa miklar kvalir eins og til dæmis með krabbamein eða eftir mjög alvarleg slys. Þetta er í plástursformi og gengur kaupum og sölum á götunni,“ segir Atli. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu eru 23 dauðsföll á árinu til skoðunar þar sem grunur leikur á að dauðsföllin megi rekja til lyfjaeitrunar. Tvö dauðsföll í ár má rekja til fentanýls að frátöldu atvikinu um síðustu helgi. Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Grunur að fentanýl hafi komið við sögu í báðum tilvikum Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn miða vel þótt hún sé skammt á veg kominn. 23. ágúst 2016 15:45 Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu á lyfinu fentanýl. Annar ungur maður missti meðvitund sömu nótt og leikur grunur á að það tengist neyslu á sama lyfi. Tvö dauðsföll í ár má rekja til fentanýls að frátöldu atviki síðustu helgi. Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. Rannsókn beggja málanna er skammt á veg kominn en miðar vel að sögn Friðriks Smára Björgvinsson, yfirmanns rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Já það eru mál til rannsóknar hjá okkur. Eitt andlát sem að grunur leikur á að tengist fíkniefnaneyslu og annað tilvik þar sem ungur maður var hætt kominn vegna neyslu,“ segir Friðrik Smári. Hann segir að ekki sé hægt að fullyrða að lyfið fentanýl hafi valdið dauða mannsins. „Það er ekki hægt að staðfesta neitt á þessari stundu enda rannsókn skammt á veg komin. Grunur leikur að fentanýl komi við sögu.“ Friðrik segir embættið hafa áhyggjur af misnotkun lyfseðlisskyldra lyfja meðal ungs fólks í dag. „Vissulega. Það verða dauðsföll á hverju ári útaf ofneyslu fíkniefna og lyfseðilsskyldra lyfja. Öll umfjöllun sem fjölmiðlar eru að taka upp núna er af hinu góða og það þarf að vekja fólk til umhugsunar um það að það sé stórhættulegt að nota þessi efni.“ Fentanýl er sterkt lyfsseðilsskylt verkjalyf og heldur landlæknisembættið gagnagrunn um útskriftir af lyfinu. „Þannig að við bindum vonir við að það sé hægt að hafa samstarf við embættið svo hægt sé að stemma stigu við framboði á slíkum efnum,“ segir Friðrik Smári. Fentanýl er skylt morfíni og hefur sterka verkjastillandi verkun auk slævandi áhrifa. Atli Antonsson, lyfjafræðingur, útskýrir að fentanýl sé notað við langvinnum verkjum. Lyfið sé selt í plástursformi. „Þetta er mjög sterkt verjalyf sem nánast er eingöngu gefið sjúklingum sem eru að upplifa miklar kvalir eins og til dæmis með krabbamein eða eftir mjög alvarleg slys. Þetta er í plástursformi og gengur kaupum og sölum á götunni,“ segir Atli. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu eru 23 dauðsföll á árinu til skoðunar þar sem grunur leikur á að dauðsföllin megi rekja til lyfjaeitrunar. Tvö dauðsföll í ár má rekja til fentanýls að frátöldu atvikinu um síðustu helgi.
Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Grunur að fentanýl hafi komið við sögu í báðum tilvikum Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn miða vel þótt hún sé skammt á veg kominn. 23. ágúst 2016 15:45 Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Grunur að fentanýl hafi komið við sögu í báðum tilvikum Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn miða vel þótt hún sé skammt á veg kominn. 23. ágúst 2016 15:45
Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53