Einn lést og annar missti meðvitund: Tveir þegar látist af völdum fentanýl á árinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. ágúst 2016 19:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu á lyfinu fentanýl. Annar ungur maður missti meðvitund sömu nótt og leikur grunur á að það tengist neyslu á sama lyfi. Tvö dauðsföll í ár má rekja til fentanýls að frátöldu atviki síðustu helgi. Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. Rannsókn beggja málanna er skammt á veg kominn en miðar vel að sögn Friðriks Smára Björgvinsson, yfirmanns rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Já það eru mál til rannsóknar hjá okkur. Eitt andlát sem að grunur leikur á að tengist fíkniefnaneyslu og annað tilvik þar sem ungur maður var hætt kominn vegna neyslu,“ segir Friðrik Smári. Hann segir að ekki sé hægt að fullyrða að lyfið fentanýl hafi valdið dauða mannsins. „Það er ekki hægt að staðfesta neitt á þessari stundu enda rannsókn skammt á veg komin. Grunur leikur að fentanýl komi við sögu.“ Friðrik segir embættið hafa áhyggjur af misnotkun lyfseðlisskyldra lyfja meðal ungs fólks í dag. „Vissulega. Það verða dauðsföll á hverju ári útaf ofneyslu fíkniefna og lyfseðilsskyldra lyfja. Öll umfjöllun sem fjölmiðlar eru að taka upp núna er af hinu góða og það þarf að vekja fólk til umhugsunar um það að það sé stórhættulegt að nota þessi efni.“ Fentanýl er sterkt lyfsseðilsskylt verkjalyf og heldur landlæknisembættið gagnagrunn um útskriftir af lyfinu. „Þannig að við bindum vonir við að það sé hægt að hafa samstarf við embættið svo hægt sé að stemma stigu við framboði á slíkum efnum,“ segir Friðrik Smári. Fentanýl er skylt morfíni og hefur sterka verkjastillandi verkun auk slævandi áhrifa. Atli Antonsson, lyfjafræðingur, útskýrir að fentanýl sé notað við langvinnum verkjum. Lyfið sé selt í plástursformi. „Þetta er mjög sterkt verjalyf sem nánast er eingöngu gefið sjúklingum sem eru að upplifa miklar kvalir eins og til dæmis með krabbamein eða eftir mjög alvarleg slys. Þetta er í plástursformi og gengur kaupum og sölum á götunni,“ segir Atli. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu eru 23 dauðsföll á árinu til skoðunar þar sem grunur leikur á að dauðsföllin megi rekja til lyfjaeitrunar. Tvö dauðsföll í ár má rekja til fentanýls að frátöldu atvikinu um síðustu helgi. Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Grunur að fentanýl hafi komið við sögu í báðum tilvikum Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn miða vel þótt hún sé skammt á veg kominn. 23. ágúst 2016 15:45 Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu á lyfinu fentanýl. Annar ungur maður missti meðvitund sömu nótt og leikur grunur á að það tengist neyslu á sama lyfi. Tvö dauðsföll í ár má rekja til fentanýls að frátöldu atviki síðustu helgi. Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. Rannsókn beggja málanna er skammt á veg kominn en miðar vel að sögn Friðriks Smára Björgvinsson, yfirmanns rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Já það eru mál til rannsóknar hjá okkur. Eitt andlát sem að grunur leikur á að tengist fíkniefnaneyslu og annað tilvik þar sem ungur maður var hætt kominn vegna neyslu,“ segir Friðrik Smári. Hann segir að ekki sé hægt að fullyrða að lyfið fentanýl hafi valdið dauða mannsins. „Það er ekki hægt að staðfesta neitt á þessari stundu enda rannsókn skammt á veg komin. Grunur leikur að fentanýl komi við sögu.“ Friðrik segir embættið hafa áhyggjur af misnotkun lyfseðlisskyldra lyfja meðal ungs fólks í dag. „Vissulega. Það verða dauðsföll á hverju ári útaf ofneyslu fíkniefna og lyfseðilsskyldra lyfja. Öll umfjöllun sem fjölmiðlar eru að taka upp núna er af hinu góða og það þarf að vekja fólk til umhugsunar um það að það sé stórhættulegt að nota þessi efni.“ Fentanýl er sterkt lyfsseðilsskylt verkjalyf og heldur landlæknisembættið gagnagrunn um útskriftir af lyfinu. „Þannig að við bindum vonir við að það sé hægt að hafa samstarf við embættið svo hægt sé að stemma stigu við framboði á slíkum efnum,“ segir Friðrik Smári. Fentanýl er skylt morfíni og hefur sterka verkjastillandi verkun auk slævandi áhrifa. Atli Antonsson, lyfjafræðingur, útskýrir að fentanýl sé notað við langvinnum verkjum. Lyfið sé selt í plástursformi. „Þetta er mjög sterkt verjalyf sem nánast er eingöngu gefið sjúklingum sem eru að upplifa miklar kvalir eins og til dæmis með krabbamein eða eftir mjög alvarleg slys. Þetta er í plástursformi og gengur kaupum og sölum á götunni,“ segir Atli. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu eru 23 dauðsföll á árinu til skoðunar þar sem grunur leikur á að dauðsföllin megi rekja til lyfjaeitrunar. Tvö dauðsföll í ár má rekja til fentanýls að frátöldu atvikinu um síðustu helgi.
Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Grunur að fentanýl hafi komið við sögu í báðum tilvikum Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn miða vel þótt hún sé skammt á veg kominn. 23. ágúst 2016 15:45 Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Grunur að fentanýl hafi komið við sögu í báðum tilvikum Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn miða vel þótt hún sé skammt á veg kominn. 23. ágúst 2016 15:45
Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53