Hvað er r* og af hverju er það mikilvægt? lars christensen skrifar 24. ágúst 2016 10:00 Um helgina hélt næstæðsti embættismaður á sviði peningamálastefnu Bandaríkjanna, Stanley Fischer aðstoðarseðlabankastjóri, erindi þar sem hann fjallaði um stöðu bandaríska hagkerfisins. Það mikilvægasta sem frá Stanley Fischer kom var klárlega að hægt hefur á framleiðniaukningu í Bandaríkjunum og að neikvæð lýðfræðiþróun muni einnig draga úr möguleikunum á langtímahagvexti þar í landi. Fischer sagði að þetta drægi dilk á eftir sér varðandi peningamálastefnu Bandaríkjanna þar sem minni vöxtur á vergri landsframleiðslu þýddi að r* hefði líka fallið. r* er hugtak sem hagfræðingar nota um það sem kallað er „eðlilegt“ eða „hlutlaust“ vaxtastig, sem er það vaxtastig sem tryggir að verðbólga samræmist markmiðum seðlabankans og hagkerfið starfi almennt með fullum afköstum. Ef r* er til langframa lægra – miklu lægra – en við héldum fyrir 5-10 árum – þá þýðir það líka að þeir lágu stýrivextir sem nú eru í Bandaríkjunum, og reyndar í heiminum, eru sennilega varanlegir í eðli sínu. Um leið þýðir það að peningamálastefnan sé kannski ekki alveg eins „hagfelld“ og oft er sagt að hún sé, sem þýðir að það sé lítil ástæða til að hækka stýrivexti í Bandaríkjunum á næstunni.Hið nýja samhljóða álit FOMCFischer er ekki fyrsti háttsetti embættismaður seðlabankans sem segir slíkt. Reyndar virðist nýtt samhljóða álit vera að myndast á meðal meðlima hinnar mikilvægu nefndar Seðlabankans, Federal Open Market Committee. Á síðustu tveim vikum hafa þannig forstjóri svæðisseðlabankans í Dallas, Robert Kaplan, og forstjóri svæðisseðlabankans í San Francisco, John Williams, báðir bent á að r* sé líklega mjög lágt og að Seðlabankinn ætti að taka það með í reikninginn þegar hann ákveður peningamálastefnu sína. Athyglisverðast er að John Williams hefur lagt til að Seðlabanki Bandaríkjanna ætti kannski að breyta peningamálastefnu sinni frá núverandi verðbólgumarkmiði sínu yfir í, til dæmis, markmið fyrir nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Þá lægi Seðlabankanum miklu minna á að hækka stýrivexti og sýndi þannig merki um að Seðlabankinn muni ekki hækka stýrivexti á næstunni. Ummæli Williams gætu opnað dyrnar fyrir grunnumræðu um skipan peningamálastefnu Seðlabankans og við gætum hafið þá umræðu í næstu viku þegar seðlabankastjórar hvaðanæva úr heiminum hittast á árlegu málþingi svæðisseðlabankans í Kansas City um efnahagsstefnu í Jackson Hole í Wyoming. Þátttakendur af fjármálamarkaðnum munu fylgjast sérstaklega með því hvort Janet Yellen seðlabankastjóri tjái sig eitthvað í ræðu sinni á föstudaginn um r* og hvaða vísbendingar það muni gefa, ekki bara um peningamálastefnuna í náinni framtíð, heldur einnig um skipan peningamálastefnunnar í heild sinni. Ef Yellen nefnir að r* hafi fallið væri það líka merki til fjármálamarkaðanna um að það verði engin ástæða til að hækka stýrivexti á þessu ári og því yrði vissulega fagnað af alþjóðlegum fjárfestum á verðbréfamörkuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Skoðun Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Sjá meira
Um helgina hélt næstæðsti embættismaður á sviði peningamálastefnu Bandaríkjanna, Stanley Fischer aðstoðarseðlabankastjóri, erindi þar sem hann fjallaði um stöðu bandaríska hagkerfisins. Það mikilvægasta sem frá Stanley Fischer kom var klárlega að hægt hefur á framleiðniaukningu í Bandaríkjunum og að neikvæð lýðfræðiþróun muni einnig draga úr möguleikunum á langtímahagvexti þar í landi. Fischer sagði að þetta drægi dilk á eftir sér varðandi peningamálastefnu Bandaríkjanna þar sem minni vöxtur á vergri landsframleiðslu þýddi að r* hefði líka fallið. r* er hugtak sem hagfræðingar nota um það sem kallað er „eðlilegt“ eða „hlutlaust“ vaxtastig, sem er það vaxtastig sem tryggir að verðbólga samræmist markmiðum seðlabankans og hagkerfið starfi almennt með fullum afköstum. Ef r* er til langframa lægra – miklu lægra – en við héldum fyrir 5-10 árum – þá þýðir það líka að þeir lágu stýrivextir sem nú eru í Bandaríkjunum, og reyndar í heiminum, eru sennilega varanlegir í eðli sínu. Um leið þýðir það að peningamálastefnan sé kannski ekki alveg eins „hagfelld“ og oft er sagt að hún sé, sem þýðir að það sé lítil ástæða til að hækka stýrivexti í Bandaríkjunum á næstunni.Hið nýja samhljóða álit FOMCFischer er ekki fyrsti háttsetti embættismaður seðlabankans sem segir slíkt. Reyndar virðist nýtt samhljóða álit vera að myndast á meðal meðlima hinnar mikilvægu nefndar Seðlabankans, Federal Open Market Committee. Á síðustu tveim vikum hafa þannig forstjóri svæðisseðlabankans í Dallas, Robert Kaplan, og forstjóri svæðisseðlabankans í San Francisco, John Williams, báðir bent á að r* sé líklega mjög lágt og að Seðlabankinn ætti að taka það með í reikninginn þegar hann ákveður peningamálastefnu sína. Athyglisverðast er að John Williams hefur lagt til að Seðlabanki Bandaríkjanna ætti kannski að breyta peningamálastefnu sinni frá núverandi verðbólgumarkmiði sínu yfir í, til dæmis, markmið fyrir nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Þá lægi Seðlabankanum miklu minna á að hækka stýrivexti og sýndi þannig merki um að Seðlabankinn muni ekki hækka stýrivexti á næstunni. Ummæli Williams gætu opnað dyrnar fyrir grunnumræðu um skipan peningamálastefnu Seðlabankans og við gætum hafið þá umræðu í næstu viku þegar seðlabankastjórar hvaðanæva úr heiminum hittast á árlegu málþingi svæðisseðlabankans í Kansas City um efnahagsstefnu í Jackson Hole í Wyoming. Þátttakendur af fjármálamarkaðnum munu fylgjast sérstaklega með því hvort Janet Yellen seðlabankastjóri tjái sig eitthvað í ræðu sinni á föstudaginn um r* og hvaða vísbendingar það muni gefa, ekki bara um peningamálastefnuna í náinni framtíð, heldur einnig um skipan peningamálastefnunnar í heild sinni. Ef Yellen nefnir að r* hafi fallið væri það líka merki til fjármálamarkaðanna um að það verði engin ástæða til að hækka stýrivexti á þessu ári og því yrði vissulega fagnað af alþjóðlegum fjárfestum á verðbréfamörkuðum.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar