Erlent

Norðmenn koma upp girðingu á rússnesku landamærunum

Atli Ísleifsson skrifar
Flestir flóttamenn sem komu til Noregs á landamærastöðinni í Storskog á síðasta ári voru frá Sýrlandi.
Flestir flóttamenn sem komu til Noregs á landamærastöðinni í Storskog á síðasta ári voru frá Sýrlandi. Vísir/AFP
Norðmenn vinna nú að því að koma upp stálgirðingu á landamærunum að Rússlandi til að stemma stigu við straum flóttafólks til landsins.

Til stendur að koma upp nýju hliði á landamærunum og um 200 metra langri og 3,5 metra hárri girðingu við landamærastöðina í Storskog. Segja norsk yfirvöld girðinguna nauðsynlega til að tryggja öryggi og nauðsynlegt eftirlit.

Um 5.500 flóttamenn, flestir frá Sýrlandi, lögðu leið sina til Noregs um landamæærastöðina í Storskog á síðasta ári.

Í frétt Reuters segir að norsk yfirvöld vonist til að að girðingin ferði fullkláruð á næstu vikum, en nú þegar er búið að ryðja skóg á landamærunum til að undirbúa frekari framkvæmdir.

Réttindasamtök flóttafólks hafa gagnrýnt framkvæmdina og óttast margir að samskipti Noregs og Rússlands komi til með að versna vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×