Aðeins um vexti og verðtryggingu Valgerður Bjarnadóttir skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Frumvarpið um vexti og verðtryggingu sem lagt var fram í síðustu viku er hvorki fugl né fiskur. Það er ekki einu sinni Barbabrella því slíkar brellur eru sniðugar. Látið er líta út sem verið sé að uppfylla kosningaloforð um að afnema verðtrygginguna. Það er langt frá því að svo sé. Ef frumvarpið verður að lögum mun ákveðnum hópum í samfélaginu verða bannað að taka fjörutíu ára jafngreiðslulán. Stjórnlyndi ríkisstjórnarinnar ríður ekki við einteyming. Með boði og bönnum skal haft vit fyrir fólki. Flutningsmaðurinn er formaður Sjálfstæðisflokksins, sem á hátíðastundum vill kenna sig við frelsi einstaklingsins til orðs og athafna. – Ja, hérna segi ég nú bara.Að villa um fyrir fólki Í athugasemdum með frumvarpinu segir m.a.: Rökin fyrir þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu felast fyrst og fremst í þeim ókostum verðtryggðra jafngreiðslulána til langs tíma að verðbótum er velt á höfuðstól lánsins og greiðslum þeirra frestað. Með þessu verður eignamyndun hægari en ella og líkur á neikvæðu eigin fé lántaka aukast. Lán sem fela ekki í sér afborgun af höfuðstól, svo sem lán þar sem aðeins vextir eru greiddir (e. interest only loans) eða lán með neikvæðri höfuðstólsafborgun (e. negative amortization), þykja almennt óæskileg með tilliti til hagsmuna neytenda. Fullyrða má að neytendur séu ekki nægilega meðvitaðir um þá áhættu sem verðtryggð jafngreiðslulán bera með sér. Hér er verðtryggðum jafngreiðslulánum til langs tíma líkt við lán sem ekki fela í sér afborgun á höfuðstól (e. interest only loans) og lán með neikvæðri höfuðstólsafborgun. (e. negative amortization). Jafngreiðslulán (annuities) til langs tíma eiga ekkert skylt með hinum tveim lánsformunum. Þessi framsetning er beinlínis villandi og er hreint ekki til að uppfræða almenning, spurning hvort þetta sé viljandi gert til þess öllu heldur að rugla fólk. Fjörutíu ára jafngreiðslulán eru ekkert sérstakt íslenskt fyrirbæri. Þau þekkjast víða. Eignamyndun hefst ekkert fyrr í fasteign sem fjármögnuð er með löngum jafngreiðslulánum í útlöndum en hér á landi. Það sem er íslenskt er hin háa verðbólga sem hér hefur verið. Og svo líka og ekki síst að ofan á verðtrygginguna bætast vextir, sem einir og sér eru háir miðað við vexti af íbúðalánum í öðrum löndum.Vextir, verðbólga og krónan Vextir af verðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbanka Íslands eru nú á bilinu 3,65% til 4,65% eftir lánshlutfalli. Þó verðbólgan sé lág, sem betur fer, er hún samt 1,1% sem veldur því að vextir af verðtryggðum lánum eru nú á bilinu 4,66% til 5,66%. En hvað með óverðtryggð íbúðalán? Hvaða vextir eru á þeim? Þeir eru á bilinu 7,25% til 8,25%. Það þarf hvorki stærðfræðing né tryggingafræðing til að sjá að nú um stundir eru óverðtryggð íbúðalán óhagstæðari en þau verðtryggðu. Stóra vandamálið í íslensku efnahagslífi er gjaldmiðillinn – krónan. Gjaldmiðillinn er svo lítill að hann getur hoppað og skoppað upp og niður. Þess vegna geta orðið hér verðbólguskot. Þess vegna eru vextir hér háir. Stóra áskorun stjórnmálanna er að finna leiðir til að tengjast öðrum gjaldmiðli. Þess vegna þarf að halda áfram viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Frumvarpið um vexti og verðtryggingu sem lagt var fram í síðustu viku er hvorki fugl né fiskur. Það er ekki einu sinni Barbabrella því slíkar brellur eru sniðugar. Látið er líta út sem verið sé að uppfylla kosningaloforð um að afnema verðtrygginguna. Það er langt frá því að svo sé. Ef frumvarpið verður að lögum mun ákveðnum hópum í samfélaginu verða bannað að taka fjörutíu ára jafngreiðslulán. Stjórnlyndi ríkisstjórnarinnar ríður ekki við einteyming. Með boði og bönnum skal haft vit fyrir fólki. Flutningsmaðurinn er formaður Sjálfstæðisflokksins, sem á hátíðastundum vill kenna sig við frelsi einstaklingsins til orðs og athafna. – Ja, hérna segi ég nú bara.Að villa um fyrir fólki Í athugasemdum með frumvarpinu segir m.a.: Rökin fyrir þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu felast fyrst og fremst í þeim ókostum verðtryggðra jafngreiðslulána til langs tíma að verðbótum er velt á höfuðstól lánsins og greiðslum þeirra frestað. Með þessu verður eignamyndun hægari en ella og líkur á neikvæðu eigin fé lántaka aukast. Lán sem fela ekki í sér afborgun af höfuðstól, svo sem lán þar sem aðeins vextir eru greiddir (e. interest only loans) eða lán með neikvæðri höfuðstólsafborgun (e. negative amortization), þykja almennt óæskileg með tilliti til hagsmuna neytenda. Fullyrða má að neytendur séu ekki nægilega meðvitaðir um þá áhættu sem verðtryggð jafngreiðslulán bera með sér. Hér er verðtryggðum jafngreiðslulánum til langs tíma líkt við lán sem ekki fela í sér afborgun á höfuðstól (e. interest only loans) og lán með neikvæðri höfuðstólsafborgun. (e. negative amortization). Jafngreiðslulán (annuities) til langs tíma eiga ekkert skylt með hinum tveim lánsformunum. Þessi framsetning er beinlínis villandi og er hreint ekki til að uppfræða almenning, spurning hvort þetta sé viljandi gert til þess öllu heldur að rugla fólk. Fjörutíu ára jafngreiðslulán eru ekkert sérstakt íslenskt fyrirbæri. Þau þekkjast víða. Eignamyndun hefst ekkert fyrr í fasteign sem fjármögnuð er með löngum jafngreiðslulánum í útlöndum en hér á landi. Það sem er íslenskt er hin háa verðbólga sem hér hefur verið. Og svo líka og ekki síst að ofan á verðtrygginguna bætast vextir, sem einir og sér eru háir miðað við vexti af íbúðalánum í öðrum löndum.Vextir, verðbólga og krónan Vextir af verðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbanka Íslands eru nú á bilinu 3,65% til 4,65% eftir lánshlutfalli. Þó verðbólgan sé lág, sem betur fer, er hún samt 1,1% sem veldur því að vextir af verðtryggðum lánum eru nú á bilinu 4,66% til 5,66%. En hvað með óverðtryggð íbúðalán? Hvaða vextir eru á þeim? Þeir eru á bilinu 7,25% til 8,25%. Það þarf hvorki stærðfræðing né tryggingafræðing til að sjá að nú um stundir eru óverðtryggð íbúðalán óhagstæðari en þau verðtryggðu. Stóra vandamálið í íslensku efnahagslífi er gjaldmiðillinn – krónan. Gjaldmiðillinn er svo lítill að hann getur hoppað og skoppað upp og niður. Þess vegna geta orðið hér verðbólguskot. Þess vegna eru vextir hér háir. Stóra áskorun stjórnmálanna er að finna leiðir til að tengjast öðrum gjaldmiðli. Þess vegna þarf að halda áfram viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar