Uppbótartíminn: Dómaraumferðin mikla 29. ágúst 2016 11:30 Guðmundur Ársæll stóð í ströngu í gær. Vísir/Hanna Sautjándu umferð Pepsi-deildar karla lauk í gærkvöldi með fjórum leikjum? Hverjir áttu góðan dag og hverjir erfðan dag? Hvernig var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. FH hélt sjö stiga forystu sinni á toppi Pepsi-deildar karla með 2-0 sigri á Víkingi í Ólafsvík en það dreifðist aðeins meira úr liðunum sem koma í næstu sætum á eftir. Breiðablik er í raun eina liðið sem á raunhæfan möguleika á að ná FH-ingum úr þessu en Blikar eru í öðru sætinu með 30 stig eftir sigur á Stjörnunni, 2-1, um helgina. FH og Blikar eigast einmitt við í næstu umferð sem er þó ekki fyrr en eftir landsleikjafríið sem er nú fram undan. Valur er komið upp í þriðja sætið eftir 2-0 sigur á KR, ÍA upp að Fjölni eftir 2-0 sigur á Víkingi en Grafarvogspiltar björguðu stigi með síðbúnu jöfnunarmarki gegn Fylki. Það kom Fylki til bjargar að ÍBV gerði aðeins jafntefli gegn botnliði Þróttar á heimavelli og Eyjamenn því enn aðeins fjórum stigum frá fallæsti.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum helgarinnar:Breiðablik - Stjarnan 2-1ÍBV - Þróttur 1-1ÍA - Víkingur 2-0Víkingur Ó - FH 0-2Fjölnir - Fylkir 1-1Valur - KR 2-0Kristinn Freyr í baráttunni við Skúla JónVísir/HannaGóð umferð fyrir ...... FH Hafnfirðingar eru skrefi nær Íslandsmeistaratitlinum eftir að sótt þrjú stig til Ólafsvíkur. FH-vélin mjallar áfram, liðið hélt hreinu og Atli Viðar skoraði. Staða liðsins er virkilega góð en síðasta alvöru prófraun FH-inga verður í næsta leik, þegar Blikar koma í heimsókn. Ef Íslandsmeistararnir klára þann leik verður titilbaráttan formsatriði eitt.... Gulla Jóns og Garðar Gunnlaugs Það er á engan hallað þegar sagt er að Skagamenn eru að fara fram úr björtustu vonum með frábæru gengi í sumar. Liðið er komið í bullandi baráttu um Evrópusæti, aðeins tveimur stigum á eftir Blikum í öðru sæti og eiga botnlið Þróttar í næstu umferð. Síðustu fjórir leikir ÍA eru reyndar gríðarlega erfiðir (KR, Stjarnan, Breiðablik og Valur) og fá Gulli Jóns og hans menn að hafa fyrir hlutunum ætli Skagamenn sér að safna stigum í lokaumferðunum. En þeir eru með Garðar Gunnlaugsson sem er kominn með fjórtán mörk í sumar. Hann virðist alltaf líklegur til að skora.... Kristin Frey Sigurðsson (enn og aftur) Kristinn Freyr er eins og svindlkall í Pepsi-deildinni. Hann er það góður. Valsmenn hafa verið á svakalegri siglingu að undanförnu og hefur Kristinn Freyr farið þar fremstur í flokki. Hann hefur skorað tvö mörk í leik í síðustu þremur leikjum sínum og alls þrettán af sextán mörkum sínum í deild og bikar í júlí og ágúst. Hann ætlar sér út í atvinnumennsku í haust og skyldi engan undra.Erlendur Eiríksson á Extravellinum í gær.Vísir/HannaErfið umferð fyrir ...... hjartveika Árbæinga Það er ekkert grín að vera stuðningsmaður Fylkis. Svo mikið er ljóst. Enn og aftur tapaði Fylkir stigum á lokamínútum leiks og í annað skipti í sumar gegn Fjölni eftir að hafa fengið á sig svokallað flautumark. Jöfnunarmark Fjölnis var sérstaklega grimmt um helgina. Uppgefinn uppbótartími var liðinn og það var fyrrum leikmaður Fylkis, Ingimundur Níels Óskarsson, sem skoraði markið. Hann skipti um lið á miðju tímabili. Fylkir þurfti sárlega á þremur stigum að halda í gær enda í harðri fallbaráttu. En allt kom fyrir ekki.... dómara Það er ekkert grín að vera knattspyrnudómari enda vill það oft verða þannig að sviðsljósið berst ekki að þeim nema að eitthvað sé að. Það var sannarlega tilfellið á Híðarenda, Grafarvogi og jafnvel Ólafsvík í gær. Erlendur Eiríksson fékk það óþvegið frá Hermanni Hreiðarssyni, þjálfara Fylkis, í gær og Guðmundur Ársæll Guðmundsson tók umdeildar ákvarðanir á Valsvellinum þegar hann rak Skúla Jón Friðgeirsson af velli og dæmdi víti á KR skömmu síðar. Þá skoraði FH mark í Ólafsvík í gær þar sem erfitt var að sjá hvort að boltinn hafi farið yfir línuna.... útivallarvíkinga Aðeins tvö lið, FH og Valur, hafa unnið fleiri leiki á heimavelli en Reykjavíkurvíkingar. Víkingur hefur þó aðeins unnið einn leik á útivelli í allt sumar og tapaði í gær sínum sjötta leik á útivelli í sumar er liðið tapaði fyrir ÍA, 2-0, á Skaganum. Víkingur er fast í miðjumoði í deildinni en það er stutt í baráttuna um Evrópusæti og grátlegt fyrir Víkinga að hugsa til þeirra fjöldamargra stiga sem liðið hefur tapað á útivelli í sumar.Vísir/HannaSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Kópavogsvelli: Maggi Bö vökvar völlinn eins og enginn sé morgundagurinn. Alveg sama þótt að einhverjir varamenn séu að hitta upp, þeir geta bara forðað sér þegar gusan kemur. Og þvílík gusa. Hér er ekki verið að leika sér.Kristinn Páll Teitsson á Norðurálsvellinum: Hér er mávur að gera sig líklegan. Var að teygja sig í veitingar ungra áhorfenda þegar honum stökkbrá og fór aftur á flug.Smári Jökull Jónsson á Valsvelli: KR-ingar eru komnir út á völl í upphitun og Valsmenn eru að tínast inn einn á fætur öðrum. Ólafur Jóhannesson er hins vegar mættur og átti fótum sínum fjör að launa þegar vökvunarkerfið fór í gang við hlið hans.Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Guðmundur Böðvar Guðjónsson, ÍA 8 Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA 8 Garðar Gunnlagusson, ÍA 8 Kristinn Freyr Sigurðsson, Val 8 Stefán Logi Magnússon, KR 8 Derby Carillo, ÍBV 2 Viktor Bjarki Arnarsson, Víkingi 3 Igor Taskovic, Víkingi 3 Óttar Magnús Karlsson, Víkingi 3Umræðan á #pepsi365"Jú þetta var siðlaust..ég er ekki í þessu til að eignast vini" Nennir ehv að gefa þessum gæja verðlaun fyrir þetta? #Pepsi365 #fotboltinet— Hilmar Jökull (@Hilli95) August 28, 2016 Er Hemmi ekki orðinn þreyttur á að kenna alltaf dómurunum um ef þeir vinna ekki? #pepsi365 #— Gummi Kiddi (@Gummikiddi) August 28, 2016 Verða Valsmenn nógu vel mannaðir ef þessir 2-3 bestu menn sem vilja fara, komast út? #pepsi365— Svanur Kristjánsson (@svanur84) August 28, 2016 Í Svíþjóð hafa dómarar komið strax eftir leik í viðtöl, útskýrt & afsakað "rangan" dóm. Er það eitthvað sem ætti að taka upp hér? #pepsi365— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) August 28, 2016 Aðeins fjórir leikmenn í öllum leikmannahóp ÍA eru ekki Skagamenn.. #pepsi365 #fotboltinet #unglingastarfið— Elvar Smári (@Elvar20) August 28, 2016 Þessir mávar sem eru endalaust í mynd á Skaganum gefa þessu einhvern extra mikinn sjarma #pepsi365— Lalli (@larusjon) August 28, 2016 Er mjög ánægður með tengdapabba minn en ef ég þyrfti að velja annan væri það gamli íþróttakennarinn minn Logi. Þvílíkur meistari #pepsi365— Lalli (@larusjon) August 28, 2016 Uppbótartími er AÐ MINNSTA KOSTI sá tími sem er uppgefinn.. Hættu að væla Hemmi #pepsi365— Elfa Sigurðardóttir (@elfasigurdar) August 28, 2016 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Höskuldur hetja Blika Blikar unnu frábæran sigur á Stjörnumönnum, 2-1, í Pepsi-deild karla. 27. ágúst 2016 19:45 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - KR 2-0 | Kristinn Freyr er óstöðvandi og sá um KR Valur vann frábæran sigur á KR, 2-0, í lokaleik 17. umferðar Pepsi-deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. 28. ágúst 2016 23:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Þróttur 1-1 | Svekkelsi fyrir bæði lið ÍBV og Þróttur skiptu með sér stigunum í miklum fallslag í Vestmannaeyjum. Eyjamenn voru með öll völd á vellinum fyrstu 45 mínúturnar en í seinni hálfleik voru Þróttararnir miklu sprækari. 28. ágúst 2016 20:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Víkingur R. 2-0 | Þriðji sigur Skagamanna í röð Skagamenn lyftu sér upp í fjórða sætið með góðum 2-0 sigri á Víking Reykjavík í dag en þetta var þriðji sigur liðsins í röð og sá áttundi í síðustu tíu leikjum. 28. ágúst 2016 20:45 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Fylkir 1-1 | Ingimundur Níels lék gömlu félagana grátt Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. 28. ágúst 2016 21:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - FH 0-2 | Hornspyrnur Hendrickx gerðu gæfumuninn FH endurheimti sjö stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla með 0-2 sigri á Víkingi Ó. á Ólafsvíkurvelli í kvöld. 28. ágúst 2016 21:00 Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Sjá meira
Sautjándu umferð Pepsi-deildar karla lauk í gærkvöldi með fjórum leikjum? Hverjir áttu góðan dag og hverjir erfðan dag? Hvernig var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. FH hélt sjö stiga forystu sinni á toppi Pepsi-deildar karla með 2-0 sigri á Víkingi í Ólafsvík en það dreifðist aðeins meira úr liðunum sem koma í næstu sætum á eftir. Breiðablik er í raun eina liðið sem á raunhæfan möguleika á að ná FH-ingum úr þessu en Blikar eru í öðru sætinu með 30 stig eftir sigur á Stjörnunni, 2-1, um helgina. FH og Blikar eigast einmitt við í næstu umferð sem er þó ekki fyrr en eftir landsleikjafríið sem er nú fram undan. Valur er komið upp í þriðja sætið eftir 2-0 sigur á KR, ÍA upp að Fjölni eftir 2-0 sigur á Víkingi en Grafarvogspiltar björguðu stigi með síðbúnu jöfnunarmarki gegn Fylki. Það kom Fylki til bjargar að ÍBV gerði aðeins jafntefli gegn botnliði Þróttar á heimavelli og Eyjamenn því enn aðeins fjórum stigum frá fallæsti.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum helgarinnar:Breiðablik - Stjarnan 2-1ÍBV - Þróttur 1-1ÍA - Víkingur 2-0Víkingur Ó - FH 0-2Fjölnir - Fylkir 1-1Valur - KR 2-0Kristinn Freyr í baráttunni við Skúla JónVísir/HannaGóð umferð fyrir ...... FH Hafnfirðingar eru skrefi nær Íslandsmeistaratitlinum eftir að sótt þrjú stig til Ólafsvíkur. FH-vélin mjallar áfram, liðið hélt hreinu og Atli Viðar skoraði. Staða liðsins er virkilega góð en síðasta alvöru prófraun FH-inga verður í næsta leik, þegar Blikar koma í heimsókn. Ef Íslandsmeistararnir klára þann leik verður titilbaráttan formsatriði eitt.... Gulla Jóns og Garðar Gunnlaugs Það er á engan hallað þegar sagt er að Skagamenn eru að fara fram úr björtustu vonum með frábæru gengi í sumar. Liðið er komið í bullandi baráttu um Evrópusæti, aðeins tveimur stigum á eftir Blikum í öðru sæti og eiga botnlið Þróttar í næstu umferð. Síðustu fjórir leikir ÍA eru reyndar gríðarlega erfiðir (KR, Stjarnan, Breiðablik og Valur) og fá Gulli Jóns og hans menn að hafa fyrir hlutunum ætli Skagamenn sér að safna stigum í lokaumferðunum. En þeir eru með Garðar Gunnlaugsson sem er kominn með fjórtán mörk í sumar. Hann virðist alltaf líklegur til að skora.... Kristin Frey Sigurðsson (enn og aftur) Kristinn Freyr er eins og svindlkall í Pepsi-deildinni. Hann er það góður. Valsmenn hafa verið á svakalegri siglingu að undanförnu og hefur Kristinn Freyr farið þar fremstur í flokki. Hann hefur skorað tvö mörk í leik í síðustu þremur leikjum sínum og alls þrettán af sextán mörkum sínum í deild og bikar í júlí og ágúst. Hann ætlar sér út í atvinnumennsku í haust og skyldi engan undra.Erlendur Eiríksson á Extravellinum í gær.Vísir/HannaErfið umferð fyrir ...... hjartveika Árbæinga Það er ekkert grín að vera stuðningsmaður Fylkis. Svo mikið er ljóst. Enn og aftur tapaði Fylkir stigum á lokamínútum leiks og í annað skipti í sumar gegn Fjölni eftir að hafa fengið á sig svokallað flautumark. Jöfnunarmark Fjölnis var sérstaklega grimmt um helgina. Uppgefinn uppbótartími var liðinn og það var fyrrum leikmaður Fylkis, Ingimundur Níels Óskarsson, sem skoraði markið. Hann skipti um lið á miðju tímabili. Fylkir þurfti sárlega á þremur stigum að halda í gær enda í harðri fallbaráttu. En allt kom fyrir ekki.... dómara Það er ekkert grín að vera knattspyrnudómari enda vill það oft verða þannig að sviðsljósið berst ekki að þeim nema að eitthvað sé að. Það var sannarlega tilfellið á Híðarenda, Grafarvogi og jafnvel Ólafsvík í gær. Erlendur Eiríksson fékk það óþvegið frá Hermanni Hreiðarssyni, þjálfara Fylkis, í gær og Guðmundur Ársæll Guðmundsson tók umdeildar ákvarðanir á Valsvellinum þegar hann rak Skúla Jón Friðgeirsson af velli og dæmdi víti á KR skömmu síðar. Þá skoraði FH mark í Ólafsvík í gær þar sem erfitt var að sjá hvort að boltinn hafi farið yfir línuna.... útivallarvíkinga Aðeins tvö lið, FH og Valur, hafa unnið fleiri leiki á heimavelli en Reykjavíkurvíkingar. Víkingur hefur þó aðeins unnið einn leik á útivelli í allt sumar og tapaði í gær sínum sjötta leik á útivelli í sumar er liðið tapaði fyrir ÍA, 2-0, á Skaganum. Víkingur er fast í miðjumoði í deildinni en það er stutt í baráttuna um Evrópusæti og grátlegt fyrir Víkinga að hugsa til þeirra fjöldamargra stiga sem liðið hefur tapað á útivelli í sumar.Vísir/HannaSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Kópavogsvelli: Maggi Bö vökvar völlinn eins og enginn sé morgundagurinn. Alveg sama þótt að einhverjir varamenn séu að hitta upp, þeir geta bara forðað sér þegar gusan kemur. Og þvílík gusa. Hér er ekki verið að leika sér.Kristinn Páll Teitsson á Norðurálsvellinum: Hér er mávur að gera sig líklegan. Var að teygja sig í veitingar ungra áhorfenda þegar honum stökkbrá og fór aftur á flug.Smári Jökull Jónsson á Valsvelli: KR-ingar eru komnir út á völl í upphitun og Valsmenn eru að tínast inn einn á fætur öðrum. Ólafur Jóhannesson er hins vegar mættur og átti fótum sínum fjör að launa þegar vökvunarkerfið fór í gang við hlið hans.Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Guðmundur Böðvar Guðjónsson, ÍA 8 Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA 8 Garðar Gunnlagusson, ÍA 8 Kristinn Freyr Sigurðsson, Val 8 Stefán Logi Magnússon, KR 8 Derby Carillo, ÍBV 2 Viktor Bjarki Arnarsson, Víkingi 3 Igor Taskovic, Víkingi 3 Óttar Magnús Karlsson, Víkingi 3Umræðan á #pepsi365"Jú þetta var siðlaust..ég er ekki í þessu til að eignast vini" Nennir ehv að gefa þessum gæja verðlaun fyrir þetta? #Pepsi365 #fotboltinet— Hilmar Jökull (@Hilli95) August 28, 2016 Er Hemmi ekki orðinn þreyttur á að kenna alltaf dómurunum um ef þeir vinna ekki? #pepsi365 #— Gummi Kiddi (@Gummikiddi) August 28, 2016 Verða Valsmenn nógu vel mannaðir ef þessir 2-3 bestu menn sem vilja fara, komast út? #pepsi365— Svanur Kristjánsson (@svanur84) August 28, 2016 Í Svíþjóð hafa dómarar komið strax eftir leik í viðtöl, útskýrt & afsakað "rangan" dóm. Er það eitthvað sem ætti að taka upp hér? #pepsi365— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) August 28, 2016 Aðeins fjórir leikmenn í öllum leikmannahóp ÍA eru ekki Skagamenn.. #pepsi365 #fotboltinet #unglingastarfið— Elvar Smári (@Elvar20) August 28, 2016 Þessir mávar sem eru endalaust í mynd á Skaganum gefa þessu einhvern extra mikinn sjarma #pepsi365— Lalli (@larusjon) August 28, 2016 Er mjög ánægður með tengdapabba minn en ef ég þyrfti að velja annan væri það gamli íþróttakennarinn minn Logi. Þvílíkur meistari #pepsi365— Lalli (@larusjon) August 28, 2016 Uppbótartími er AÐ MINNSTA KOSTI sá tími sem er uppgefinn.. Hættu að væla Hemmi #pepsi365— Elfa Sigurðardóttir (@elfasigurdar) August 28, 2016
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Höskuldur hetja Blika Blikar unnu frábæran sigur á Stjörnumönnum, 2-1, í Pepsi-deild karla. 27. ágúst 2016 19:45 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - KR 2-0 | Kristinn Freyr er óstöðvandi og sá um KR Valur vann frábæran sigur á KR, 2-0, í lokaleik 17. umferðar Pepsi-deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. 28. ágúst 2016 23:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Þróttur 1-1 | Svekkelsi fyrir bæði lið ÍBV og Þróttur skiptu með sér stigunum í miklum fallslag í Vestmannaeyjum. Eyjamenn voru með öll völd á vellinum fyrstu 45 mínúturnar en í seinni hálfleik voru Þróttararnir miklu sprækari. 28. ágúst 2016 20:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Víkingur R. 2-0 | Þriðji sigur Skagamanna í röð Skagamenn lyftu sér upp í fjórða sætið með góðum 2-0 sigri á Víking Reykjavík í dag en þetta var þriðji sigur liðsins í röð og sá áttundi í síðustu tíu leikjum. 28. ágúst 2016 20:45 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Fylkir 1-1 | Ingimundur Níels lék gömlu félagana grátt Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. 28. ágúst 2016 21:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - FH 0-2 | Hornspyrnur Hendrickx gerðu gæfumuninn FH endurheimti sjö stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla með 0-2 sigri á Víkingi Ó. á Ólafsvíkurvelli í kvöld. 28. ágúst 2016 21:00 Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Höskuldur hetja Blika Blikar unnu frábæran sigur á Stjörnumönnum, 2-1, í Pepsi-deild karla. 27. ágúst 2016 19:45
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - KR 2-0 | Kristinn Freyr er óstöðvandi og sá um KR Valur vann frábæran sigur á KR, 2-0, í lokaleik 17. umferðar Pepsi-deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. 28. ágúst 2016 23:30
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Þróttur 1-1 | Svekkelsi fyrir bæði lið ÍBV og Þróttur skiptu með sér stigunum í miklum fallslag í Vestmannaeyjum. Eyjamenn voru með öll völd á vellinum fyrstu 45 mínúturnar en í seinni hálfleik voru Þróttararnir miklu sprækari. 28. ágúst 2016 20:15
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Víkingur R. 2-0 | Þriðji sigur Skagamanna í röð Skagamenn lyftu sér upp í fjórða sætið með góðum 2-0 sigri á Víking Reykjavík í dag en þetta var þriðji sigur liðsins í röð og sá áttundi í síðustu tíu leikjum. 28. ágúst 2016 20:45
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Fylkir 1-1 | Ingimundur Níels lék gömlu félagana grátt Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. 28. ágúst 2016 21:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - FH 0-2 | Hornspyrnur Hendrickx gerðu gæfumuninn FH endurheimti sjö stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla með 0-2 sigri á Víkingi Ó. á Ólafsvíkurvelli í kvöld. 28. ágúst 2016 21:00