Mannréttindi gróflega brotin á Nárú Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. ágúst 2016 08:00 Í Ástralíu og víðar um heim hefur oft verið efnt til mótmæla gegn búðunum á Nárú. Þessi mynd er tekin í Ástralíu þar sem því var mótmælt að nýfætt barn yrði sent til eyjunnar ásamt móður sinni sem þurfti að komast á sjúkrahús í Ástralíu til að fæða barnið. vísir/epa Leyniskjöl frá starfsfólki áströlsku flóttamannabúðanna á Nárú sýna að þar viðgangast gróf mannréttindabrot. Breska dagblaðið The Guardian birti í gær meira en tvö þúsund skjöl, þar sem lýst er ýmsum atvikum sem upp hafa komið. Í skjölunum kemur fram að ofbeldi, kynferðisbrot, barnanauðganir og sjálfsvígstilraunir eru tíðar á eyjunni. Kvörtunum sé lítt eða ekki sinnt og aðbúnaðurinn sé óviðunandi. Mörg ljót dæmi eru um illa meðferð á börnum. Í skýrslunum er að finna sjö skýrslur um kynferðisbrot gegn börnum, 59 skýrslur um árásir á börn, 30 skýrslur um að börn hafi reynt að skaða sjálf sig og 159 skýrslur um að börn hafi hótað að skaða sjálf sig.Lengi hefur verið vitað að aðbúnaður flóttafólksins þar hefur verið lélegur en áströlsk stjórnvöld hafa gætt þess vel að halda bæði fréttafólki og fulltrúum mannréttindasamtaka í fjarlægð frá eyjunni. Flóttamannabúðunum á Nárú og á Manus-eyju í Papúa Nýju-Gíneu hefur verið líkt við Guantanamo-fangabúðirnar, sem Bandaríkjamenn starfrækja á Kúbu þar sem bandarísk lög gilda ekki nema að takmörkuðu leyti. Ástralar hafa sent allt flóttafólk, sem reynir að komast sjóleiðina til Ástralíu, beint til Nárú eða á Manus-eyju í staðinn fyrir að afgreiða mál þess heima í Ástralíu.Börnin á Nárú halda úti Facebook síðu, þótt þeim sé bannað það. Þaðan er þessi mynd fengin. MYND/Free the Children NauruFlóttafólkinu er frá upphafi gert það ljóst að það muni aldrei fá hæli í Ástralíu og stjórnvöld hafa sagt það hreint út að með þessu sé ætlunin að fæla fólk frá því að reyna að komast sjóleiðina til Ástralíu. Bæði stjórnin í Ástralíu og stjórnvöld á Nárú hafa lagt mikla áherslu á að halda þessu ástandi leyndu fyrir umheiminum og vilja helst ekki fá blaðamenn eða fulltrúa mannréttindasamtaka þangað. Uppljóstrunin í The Guardian birtist fáum dögum eftir að mannréttindasamtökin Amnesty International og Human Rights Watch sendu frá sér greinargerð um alvarleg mannréttindabrot gegn flóttafólki á Nárú. Þar eru Ástralar sakaðir um „að flytja flóttafólk og hælisleitendur gegn vilja þess til Nárú, halda því nauðugu þar í lengri tíma við ómannúðlegar aðstæður, meina flóttafólki um aðgang að viðhlítandi læknisaðstoð og búa svo um hnútana að margir bíða alvarlegan sálrænan hnekki.“ Anna Neistal, yfirmaður rannsókna hjá Amnesty International, segist í starfi sínu við að skrá mannréttindabrot aldrei áður hafa orðið vitni að jafn vel heppnuðum feluleik með slíkt og þeim sem áströlsk stjórnvöld hafa komist upp með. Amnesty krefst þess að Ástralía hætti án tafar að hafa flóttafólk í haldi á Nárú, flytji fólkið til Ástralíu og veiti því búsetu þar.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Naúrú Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Leyniskjöl frá starfsfólki áströlsku flóttamannabúðanna á Nárú sýna að þar viðgangast gróf mannréttindabrot. Breska dagblaðið The Guardian birti í gær meira en tvö þúsund skjöl, þar sem lýst er ýmsum atvikum sem upp hafa komið. Í skjölunum kemur fram að ofbeldi, kynferðisbrot, barnanauðganir og sjálfsvígstilraunir eru tíðar á eyjunni. Kvörtunum sé lítt eða ekki sinnt og aðbúnaðurinn sé óviðunandi. Mörg ljót dæmi eru um illa meðferð á börnum. Í skýrslunum er að finna sjö skýrslur um kynferðisbrot gegn börnum, 59 skýrslur um árásir á börn, 30 skýrslur um að börn hafi reynt að skaða sjálf sig og 159 skýrslur um að börn hafi hótað að skaða sjálf sig.Lengi hefur verið vitað að aðbúnaður flóttafólksins þar hefur verið lélegur en áströlsk stjórnvöld hafa gætt þess vel að halda bæði fréttafólki og fulltrúum mannréttindasamtaka í fjarlægð frá eyjunni. Flóttamannabúðunum á Nárú og á Manus-eyju í Papúa Nýju-Gíneu hefur verið líkt við Guantanamo-fangabúðirnar, sem Bandaríkjamenn starfrækja á Kúbu þar sem bandarísk lög gilda ekki nema að takmörkuðu leyti. Ástralar hafa sent allt flóttafólk, sem reynir að komast sjóleiðina til Ástralíu, beint til Nárú eða á Manus-eyju í staðinn fyrir að afgreiða mál þess heima í Ástralíu.Börnin á Nárú halda úti Facebook síðu, þótt þeim sé bannað það. Þaðan er þessi mynd fengin. MYND/Free the Children NauruFlóttafólkinu er frá upphafi gert það ljóst að það muni aldrei fá hæli í Ástralíu og stjórnvöld hafa sagt það hreint út að með þessu sé ætlunin að fæla fólk frá því að reyna að komast sjóleiðina til Ástralíu. Bæði stjórnin í Ástralíu og stjórnvöld á Nárú hafa lagt mikla áherslu á að halda þessu ástandi leyndu fyrir umheiminum og vilja helst ekki fá blaðamenn eða fulltrúa mannréttindasamtaka þangað. Uppljóstrunin í The Guardian birtist fáum dögum eftir að mannréttindasamtökin Amnesty International og Human Rights Watch sendu frá sér greinargerð um alvarleg mannréttindabrot gegn flóttafólki á Nárú. Þar eru Ástralar sakaðir um „að flytja flóttafólk og hælisleitendur gegn vilja þess til Nárú, halda því nauðugu þar í lengri tíma við ómannúðlegar aðstæður, meina flóttafólki um aðgang að viðhlítandi læknisaðstoð og búa svo um hnútana að margir bíða alvarlegan sálrænan hnekki.“ Anna Neistal, yfirmaður rannsókna hjá Amnesty International, segist í starfi sínu við að skrá mannréttindabrot aldrei áður hafa orðið vitni að jafn vel heppnuðum feluleik með slíkt og þeim sem áströlsk stjórnvöld hafa komist upp með. Amnesty krefst þess að Ástralía hætti án tafar að hafa flóttafólk í haldi á Nárú, flytji fólkið til Ástralíu og veiti því búsetu þar.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Naúrú Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira