Hinn Hollendingurinn: Átti ekki von á fíkniefnum heldur peningum til sumarhúsakaupa Birta Svavarsdóttir skrifar 11. ágúst 2016 11:53 Hollendingurinn hafði áður flutt peninga með Norrænu í ágúst 2015. Vísir Annar Hollendinganna sem ákærður er fyrir aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli kveðst hafa komið hingað til lands með hinum Hollendingnum sem ákærður er í málinu, Angelo Uyleman, vegna þess að mennirnir sem sendu þá til Íslands hafi mögulega talið Angelo einfaldan í hugsun og ófæran um að ráða við verkefnið sem þeir áttu að leysa. Þá segir hann dvölina á Íslandi undanfarna mánuði hafa verið slæma. Hann sé búinn að vera veikur í bæði maganum og bakinu og hafi ekki efni á að kaupa þau lyf sem hann þarf vegna þess hve lítið hann hafi á milli handanna til að lifa. Hann segist ekki hafa fengið nauðsynlega læknisaðstoð vegna þess að hann hafi ekki efni á að greiða fyrir hana. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Hollendingunum og tveimur Íslendingum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa árið 2015 staðið saman að því að flytja hingað til lands um 23 kíló af sterkum fíkniefnum, en málið hefur vakið nokkra athygli vegna greindarskerðingar eins hinna ákærðu.Vísir greindi frá því í gærmorgun að Angelo hefði fyrstur borið vitni, og hafi meðal annars breytt framburði sínum fyrir dómi frá því sem áður var. Hinn Hollendingurinn er ákærður fyrir að hafa hjálpað Angelo að undirbúa ferðir sínar til Íslands, bóka fyrir hann ferju og síðar flug, sem og fyrir að hafa bókað gistinguna að Stóra Knarrarnesi þar sem fyrirhugað var að fjarlægja fíkniefnin úr bifreiðinni sem Angelo flutti hingað til lands.Átti að fjarlægja peninga úr bíl Fyrir dómi í gær lýsir maðurinn aðdraganda þess að hann kom til Íslands 28. september þannig að hann hafi fengið símtal frá kunningja sínum í Hollandi og verið beðinn um að fara til Íslands í þeim tilgangi að hjálpa manni að fjarlægja peninga úr bíl. Áttu umræddir peningar að vera í leynihólfum í bílnum og fékk ákærði leiðbeiningar með lýsingum á því hvernig ætti að fjarlægja þá. Hann segist hafa þekkt Angelo lítið fyrir ferðina, og aðeins hafa hitt hann um tveimur vikum fyrir brottför. Hafi hann verið beðinn um að hjálpa honum að skipuleggja ferð, en segist hann ekki hafa vitað nákvæmlega hvers eðlis ferðin væri.Angelo í Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun.Vísir/ErnirHafði komið til Íslands áður„Ég vissi ekki nákvæmlega hvað hann ætti að gera, ég hélt að hann ætti að gera það sama og ég gerði í ágúst,“ en Hollendingurinn sagðist hafa komið hingað til lands í ágúst 2015. Þá hafi hann flutt peninga, og segist hafa komið með bíl á Norrænu og látið einhvern hafa bílinn hér á landi. „Eftir það var ég bara í fríi á Íslandi og mér var sagt að hann ætti að gera það sama.“ Segist Hollendingurinn aldrei hafa vitað að um fíkniefni væri að ræða, heldur hafi hann haldið að þetta væru peningar til að kaupa sumarhús hér á landi. Átti hann að fá 5000 evrur greiddar fyrir. „Angelo kom heim á föstudeginum og ég var beðinn um að fara og hjálpa honum á mánudeginum. Ég veit ekki af hverju það var. Ég veit að lögreglan stoppaði eitthvað við ferjuna og þess vegna vildu þeir að Angelo kæmi heim og færi svo aftur út. Það staðfesti eiginlega hjá mér að það væru engin fíkniefni í bílnum því að ég heyrði að lögreglan hefði verið með hunda sem hefðu þá örugglega fundið þau.“Héldu að Angelo myndi ekki ráða við verkefnið einnBeðinn um að lýsa atburðarás eftir að hann kom til landsins 28. september 2015 segist hann hafa skipulagt að hitta Angelo rétt hjá húsinu á Stóra Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd sem hann hafi leigt, og þeir hafi keyrt þangað saman. Þeir hafi aðeins verið þar í um 20 mínútur og þá hafi lögreglan komið. Hann sagðist ekki kannast við Íslendingana tvo sem einnig eru ákærðir í málinu. Aðspurður sagðist hann ekki vera fullviss um ástæðuna fyrir því að hann hafi verið sendur hingað til lands. „Ég veit það ekki, sennilega vegna þess að þeir treystu mér,“ og á þá við þá við tvo hollenska menn sem bæði hann og Angelo áttu í samskiptum við í Hollandi. „Það var líka ákveðin tækni við að ná þessu úr bílnum, ... og þeir héldu að Angelo væri mögulega einfaldur í hugsun og myndi ekki ráða við það sjálfur. Þess vegna hjálpaði ég honum að bóka ferðina og allt það.“ Tengdar fréttir Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi varðandi það hvort hann vissi af fíkniefnum í bílnum Átti að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í fallega ferð til Íslands. 10. ágúst 2016 11:48 Sagði Angelo ófæran um að fara einan til Íslands Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Angelo og þremur öðrum mönnum hóst í gær. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Angelo er greindarskertur og sést á geðmati að hann er með slakan þroska. 11. ágúst 2016 08:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Annar Hollendinganna sem ákærður er fyrir aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli kveðst hafa komið hingað til lands með hinum Hollendingnum sem ákærður er í málinu, Angelo Uyleman, vegna þess að mennirnir sem sendu þá til Íslands hafi mögulega talið Angelo einfaldan í hugsun og ófæran um að ráða við verkefnið sem þeir áttu að leysa. Þá segir hann dvölina á Íslandi undanfarna mánuði hafa verið slæma. Hann sé búinn að vera veikur í bæði maganum og bakinu og hafi ekki efni á að kaupa þau lyf sem hann þarf vegna þess hve lítið hann hafi á milli handanna til að lifa. Hann segist ekki hafa fengið nauðsynlega læknisaðstoð vegna þess að hann hafi ekki efni á að greiða fyrir hana. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Hollendingunum og tveimur Íslendingum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa árið 2015 staðið saman að því að flytja hingað til lands um 23 kíló af sterkum fíkniefnum, en málið hefur vakið nokkra athygli vegna greindarskerðingar eins hinna ákærðu.Vísir greindi frá því í gærmorgun að Angelo hefði fyrstur borið vitni, og hafi meðal annars breytt framburði sínum fyrir dómi frá því sem áður var. Hinn Hollendingurinn er ákærður fyrir að hafa hjálpað Angelo að undirbúa ferðir sínar til Íslands, bóka fyrir hann ferju og síðar flug, sem og fyrir að hafa bókað gistinguna að Stóra Knarrarnesi þar sem fyrirhugað var að fjarlægja fíkniefnin úr bifreiðinni sem Angelo flutti hingað til lands.Átti að fjarlægja peninga úr bíl Fyrir dómi í gær lýsir maðurinn aðdraganda þess að hann kom til Íslands 28. september þannig að hann hafi fengið símtal frá kunningja sínum í Hollandi og verið beðinn um að fara til Íslands í þeim tilgangi að hjálpa manni að fjarlægja peninga úr bíl. Áttu umræddir peningar að vera í leynihólfum í bílnum og fékk ákærði leiðbeiningar með lýsingum á því hvernig ætti að fjarlægja þá. Hann segist hafa þekkt Angelo lítið fyrir ferðina, og aðeins hafa hitt hann um tveimur vikum fyrir brottför. Hafi hann verið beðinn um að hjálpa honum að skipuleggja ferð, en segist hann ekki hafa vitað nákvæmlega hvers eðlis ferðin væri.Angelo í Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun.Vísir/ErnirHafði komið til Íslands áður„Ég vissi ekki nákvæmlega hvað hann ætti að gera, ég hélt að hann ætti að gera það sama og ég gerði í ágúst,“ en Hollendingurinn sagðist hafa komið hingað til lands í ágúst 2015. Þá hafi hann flutt peninga, og segist hafa komið með bíl á Norrænu og látið einhvern hafa bílinn hér á landi. „Eftir það var ég bara í fríi á Íslandi og mér var sagt að hann ætti að gera það sama.“ Segist Hollendingurinn aldrei hafa vitað að um fíkniefni væri að ræða, heldur hafi hann haldið að þetta væru peningar til að kaupa sumarhús hér á landi. Átti hann að fá 5000 evrur greiddar fyrir. „Angelo kom heim á föstudeginum og ég var beðinn um að fara og hjálpa honum á mánudeginum. Ég veit ekki af hverju það var. Ég veit að lögreglan stoppaði eitthvað við ferjuna og þess vegna vildu þeir að Angelo kæmi heim og færi svo aftur út. Það staðfesti eiginlega hjá mér að það væru engin fíkniefni í bílnum því að ég heyrði að lögreglan hefði verið með hunda sem hefðu þá örugglega fundið þau.“Héldu að Angelo myndi ekki ráða við verkefnið einnBeðinn um að lýsa atburðarás eftir að hann kom til landsins 28. september 2015 segist hann hafa skipulagt að hitta Angelo rétt hjá húsinu á Stóra Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd sem hann hafi leigt, og þeir hafi keyrt þangað saman. Þeir hafi aðeins verið þar í um 20 mínútur og þá hafi lögreglan komið. Hann sagðist ekki kannast við Íslendingana tvo sem einnig eru ákærðir í málinu. Aðspurður sagðist hann ekki vera fullviss um ástæðuna fyrir því að hann hafi verið sendur hingað til lands. „Ég veit það ekki, sennilega vegna þess að þeir treystu mér,“ og á þá við þá við tvo hollenska menn sem bæði hann og Angelo áttu í samskiptum við í Hollandi. „Það var líka ákveðin tækni við að ná þessu úr bílnum, ... og þeir héldu að Angelo væri mögulega einfaldur í hugsun og myndi ekki ráða við það sjálfur. Þess vegna hjálpaði ég honum að bóka ferðina og allt það.“
Tengdar fréttir Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi varðandi það hvort hann vissi af fíkniefnum í bílnum Átti að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í fallega ferð til Íslands. 10. ágúst 2016 11:48 Sagði Angelo ófæran um að fara einan til Íslands Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Angelo og þremur öðrum mönnum hóst í gær. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Angelo er greindarskertur og sést á geðmati að hann er með slakan þroska. 11. ágúst 2016 08:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi varðandi það hvort hann vissi af fíkniefnum í bílnum Átti að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í fallega ferð til Íslands. 10. ágúst 2016 11:48
Sagði Angelo ófæran um að fara einan til Íslands Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Angelo og þremur öðrum mönnum hóst í gær. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Angelo er greindarskertur og sést á geðmati að hann er með slakan þroska. 11. ágúst 2016 08:00