Skálavörður í Þórsmörk hrökk upp við óboðinn gest Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. ágúst 2016 16:15 Skálaverðir í Þórsmörk að störfum. vísir/vilhelm „Mér brá svolítið þegar hann kom inn því hingað kemur aldrei nokkur maður á þessum tíma,“ segir Eyrún Ósk Stefánsdóttir, skálavörður í Þórsmörk, í samtali við Vísi. Eyrún lenti í nótt í þeirri áhugaverðu lífreynslu að ókunnugur maður vakti hana upp af værum svefni um miðja nótt.Eyrún Ósk StefánsdóttirStaðarhaldarar á svæðinu sofa í lítilli starfsmannaaðstöðu sem, að sögn Eyrúnar, er nær alltaf ólæst þar sem fáir eru þarna á ferli. Á þriðja tímanum í nótt gerðist það að Eyrún vaknaði við það að yfir henni stóð maður sem hún kunni engin deili á. „Þetta var nokkuð óþægilegt,“ segir Eyrún. Hún bætir því við að hún hafi vaknað nokkuð snöggt og skipað hinum óboðna gesti að fara út. Hann hlýddi því. „Hann var víst bara að leita sér að stað til að sofa á. Þó þetta hafi verið óþægilegt í fyrstu þá er þetta eitthvað sem maður hlær að núna og síðar meir.“ Þetta er þriðja sumar Eyrúnar í skálavörslu en fyrri tvö sumrin var hún á miðjum Laugaveginum. Hún merkir því talsverðan mun í fjölda ferðamanna. „Hingað koma nokkrar rútur á degi hverjum og fjöldi gesta sem kemur hingað en gengur ekki Laugaveginn. Þetta hefur gengið vel fyrir sig. Skondnasta atvikið var sennilega þegar hingað komu ferðamenn að leita að flugvélarbrakinu á Sólheimasandi.“ Það styttist í annan endann á skálavarðarferli Eyrúnar, í það minnsta í sumar, því í haust sest hún á skólabekk og hefur nám í hjúkrunarfræði. „Ég er búin að vera hér síðan 9. júní og tekið tæpa viku í frí. Þetta er flott starf fyrir námsmann enda eyðir maður engu hérna. Ég hlakka samt alltaf til á haustin þegar þetta klárast en eiginlega jafn mikið til á vorin þegar maður kemur aftur,“ segir Eyrún að lokum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
„Mér brá svolítið þegar hann kom inn því hingað kemur aldrei nokkur maður á þessum tíma,“ segir Eyrún Ósk Stefánsdóttir, skálavörður í Þórsmörk, í samtali við Vísi. Eyrún lenti í nótt í þeirri áhugaverðu lífreynslu að ókunnugur maður vakti hana upp af værum svefni um miðja nótt.Eyrún Ósk StefánsdóttirStaðarhaldarar á svæðinu sofa í lítilli starfsmannaaðstöðu sem, að sögn Eyrúnar, er nær alltaf ólæst þar sem fáir eru þarna á ferli. Á þriðja tímanum í nótt gerðist það að Eyrún vaknaði við það að yfir henni stóð maður sem hún kunni engin deili á. „Þetta var nokkuð óþægilegt,“ segir Eyrún. Hún bætir því við að hún hafi vaknað nokkuð snöggt og skipað hinum óboðna gesti að fara út. Hann hlýddi því. „Hann var víst bara að leita sér að stað til að sofa á. Þó þetta hafi verið óþægilegt í fyrstu þá er þetta eitthvað sem maður hlær að núna og síðar meir.“ Þetta er þriðja sumar Eyrúnar í skálavörslu en fyrri tvö sumrin var hún á miðjum Laugaveginum. Hún merkir því talsverðan mun í fjölda ferðamanna. „Hingað koma nokkrar rútur á degi hverjum og fjöldi gesta sem kemur hingað en gengur ekki Laugaveginn. Þetta hefur gengið vel fyrir sig. Skondnasta atvikið var sennilega þegar hingað komu ferðamenn að leita að flugvélarbrakinu á Sólheimasandi.“ Það styttist í annan endann á skálavarðarferli Eyrúnar, í það minnsta í sumar, því í haust sest hún á skólabekk og hefur nám í hjúkrunarfræði. „Ég er búin að vera hér síðan 9. júní og tekið tæpa viku í frí. Þetta er flott starf fyrir námsmann enda eyðir maður engu hérna. Ég hlakka samt alltaf til á haustin þegar þetta klárast en eiginlega jafn mikið til á vorin þegar maður kemur aftur,“ segir Eyrún að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira