Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi en þetta kemur fram á heimasíðu hennar. Ólína var fyrst kjörin á þing í alþingiskosningum 2009 og en náði ekki kjöri í kosningunum 2013.
Hún tók hins vegar aftur þingsæti síðastliðið haust eftir Guðbjartur Hannesson fyrrverandi velferðarráðherra féll frá.
„Þau mál sem brenna á byggðum landsins þekki ég af eigin raun og vil því beita mér fyrir bættum lífskjörum og afkomu íbúa landsbyggðarinnar.
Ég er jafnaðarmaður að hugsjón, set fólk í fyrirrúm og brenn fyrir jöfnuð, réttlæti og sanngjarnar leikreglur í samfélagi okkar. Mín helstu baráttumál hafa verið breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, bættar samgöngur og velferðarmál,“ segir á heimasíðu Ólínu.
Ólína stefnir á 1. sætið í Norðvesturkjördæmi
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
