Endurtalið í prófkjöri Pírata Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2016 16:33 Búið er að endurtelja atkvæði í sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi eftir að gagnrýni á lagatúlkun kom fram. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Kjördæmaráð Pírata á höfuðborgarsvæðinu hefur ógilt fyrri niðurröðun á framboðslista Pírata á höfuðborgarsvæðinu fyrir komandi alþingiskosningar. Komið höfðu fram mismunandi túlkanir á framkvæmd prófkjara í lögum Pírata og töldu sumir að endurtelja ætti atkvæði eftir að í ljós kom að nokkrir frambjóðendur höfðu hafnað sætum á listanum. Var því ákveðið að endurtelja atkvæðin að brottfelldum þeim sem hættu við þáttöku. Litlar sem engar breytingar urðu á listanum eftir endurtalningu og er röðun efstu sæta óbreytt. Taldi kjördæmaráð að sú gagnrýni sem fram hafði komið, og Vísir hefur fjallað um, ætti rétt á sér. Í gær benti stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek á að í lögum Pírata, nánar tiltekið grein 14.5, stendur að hafni frambjóðandi sæti, eða geti af öðrum sökum ekki tekið því, skal raða á lista með endurtalningu atkvæða að brottfelldum frambjóðanda.Í tilkynningu á vef Pírata kemur fram að gefnar verða út nákvæmari reglur varðandi röðun á listana og frambjóðendur upplýstir um þær. Þá muni kjördæmaráð óska eftir því við úrskurðarnefnd að hún taki málið til umfjöllunar og flýtimeðferðar. Hér að neðan má sjá framboðslista Pírata eftir sameiginlegt prófkjör flokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi eftir að endurtalning fór fram en efstu 24 sætin eru skipuð sömu einstaklingum og áður en alls færðust tíu einstaklingar um eitt sæti. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Deilt um endurtalningu í prófkjöri Pírata Möguleiki er á að niðurstaða prófkjörs Pírata á höfuðborgarsvæðinu taki breytingum en samkvæmt lögum flokksins þarf að telja atkvæði upp á nýtt. 15. ágúst 2016 09:41 Birgitta, Jón Þór og Ásta efst hjá Pírötum Búið er að birta niðurstöður úr sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi. 12. ágúst 2016 18:47 Össur segir prófkjör Pírata „tóma skel“ og „bömmer“ Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra segir þátttökuna í prófkjöri Pírata skelfilega litla. 13. ágúst 2016 11:24 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kjördæmaráð Pírata á höfuðborgarsvæðinu hefur ógilt fyrri niðurröðun á framboðslista Pírata á höfuðborgarsvæðinu fyrir komandi alþingiskosningar. Komið höfðu fram mismunandi túlkanir á framkvæmd prófkjara í lögum Pírata og töldu sumir að endurtelja ætti atkvæði eftir að í ljós kom að nokkrir frambjóðendur höfðu hafnað sætum á listanum. Var því ákveðið að endurtelja atkvæðin að brottfelldum þeim sem hættu við þáttöku. Litlar sem engar breytingar urðu á listanum eftir endurtalningu og er röðun efstu sæta óbreytt. Taldi kjördæmaráð að sú gagnrýni sem fram hafði komið, og Vísir hefur fjallað um, ætti rétt á sér. Í gær benti stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek á að í lögum Pírata, nánar tiltekið grein 14.5, stendur að hafni frambjóðandi sæti, eða geti af öðrum sökum ekki tekið því, skal raða á lista með endurtalningu atkvæða að brottfelldum frambjóðanda.Í tilkynningu á vef Pírata kemur fram að gefnar verða út nákvæmari reglur varðandi röðun á listana og frambjóðendur upplýstir um þær. Þá muni kjördæmaráð óska eftir því við úrskurðarnefnd að hún taki málið til umfjöllunar og flýtimeðferðar. Hér að neðan má sjá framboðslista Pírata eftir sameiginlegt prófkjör flokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi eftir að endurtalning fór fram en efstu 24 sætin eru skipuð sömu einstaklingum og áður en alls færðust tíu einstaklingar um eitt sæti.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Deilt um endurtalningu í prófkjöri Pírata Möguleiki er á að niðurstaða prófkjörs Pírata á höfuðborgarsvæðinu taki breytingum en samkvæmt lögum flokksins þarf að telja atkvæði upp á nýtt. 15. ágúst 2016 09:41 Birgitta, Jón Þór og Ásta efst hjá Pírötum Búið er að birta niðurstöður úr sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi. 12. ágúst 2016 18:47 Össur segir prófkjör Pírata „tóma skel“ og „bömmer“ Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra segir þátttökuna í prófkjöri Pírata skelfilega litla. 13. ágúst 2016 11:24 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Deilt um endurtalningu í prófkjöri Pírata Möguleiki er á að niðurstaða prófkjörs Pírata á höfuðborgarsvæðinu taki breytingum en samkvæmt lögum flokksins þarf að telja atkvæði upp á nýtt. 15. ágúst 2016 09:41
Birgitta, Jón Þór og Ásta efst hjá Pírötum Búið er að birta niðurstöður úr sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi. 12. ágúst 2016 18:47
Össur segir prófkjör Pírata „tóma skel“ og „bömmer“ Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra segir þátttökuna í prófkjöri Pírata skelfilega litla. 13. ágúst 2016 11:24
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda