Aníta þeirra Pólverja setti heimsmet og tók gullið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2016 20:20 Anita Wlodarczyk fagnar sigri. Vísir/Getty Við Íslendingar eigum Anítu Hinriksdóttur á Ólympíuleikunum í Ríó en Pólverjar eiga líka sína Anítu og sú gerði eitthvað í dag á leikunum í Ríó sem aldrei hefur verið gert áður. Anita Wlodarczyk tryggði sér Ólympíugull í sleggjukasti kvenna á ÓL í Ríó með því að kasta sleggjunni 82,29 metra. Hún bætti með því eigið heimsmet frá 1. ágúst 2015 þegar hún kastaði 81.08. Þetta er í sjötta sinn sem Anita Wlodarczyk bætir heimsmetið í sleggjukasti. Anita Wlodarczyk var annars í miklum ham í úrslitunum í sleggjukastinu og átti alls þrjú köst yfir 80 metrana en hún var fyrsta konan sem náði að koma sleggjunni yfir 80 metrana. Þriðja lengsta kast Anitu Wlodarczyk í keppninni í dag hefði líka fært henni gullverðlaunin. Zhang Wenxiu frá Kína (76,75 metrar) fékk silfur og Sophie Hitchon frá Bretlandi tók bronsverðlaunin en hún setti nýtt landsmet með því að kasta 75,54 metra. Anita Wlodarczyk vann silfur í London fyrir fjórum árum síðan en þá vann Tatyana Lysenko frá Rússlandi gul metrarlið. Anita Wlodarczyk er nú ríkjandi Ólympíumeistari (Ríó 2016), heimsmeistari (Peking 2015) og Evrópumeistari (Amsterdam 2016). Hún hefur líka unnið gullið á fjórum stórmótum í röð eða öllum mótum frá og með EM í Zürich 2014.Anita Wlodarczyk og heimsmetið.Vísir/GettyAnita Wlodarczyk.Vísir/Getty Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira
Við Íslendingar eigum Anítu Hinriksdóttur á Ólympíuleikunum í Ríó en Pólverjar eiga líka sína Anítu og sú gerði eitthvað í dag á leikunum í Ríó sem aldrei hefur verið gert áður. Anita Wlodarczyk tryggði sér Ólympíugull í sleggjukasti kvenna á ÓL í Ríó með því að kasta sleggjunni 82,29 metra. Hún bætti með því eigið heimsmet frá 1. ágúst 2015 þegar hún kastaði 81.08. Þetta er í sjötta sinn sem Anita Wlodarczyk bætir heimsmetið í sleggjukasti. Anita Wlodarczyk var annars í miklum ham í úrslitunum í sleggjukastinu og átti alls þrjú köst yfir 80 metrana en hún var fyrsta konan sem náði að koma sleggjunni yfir 80 metrana. Þriðja lengsta kast Anitu Wlodarczyk í keppninni í dag hefði líka fært henni gullverðlaunin. Zhang Wenxiu frá Kína (76,75 metrar) fékk silfur og Sophie Hitchon frá Bretlandi tók bronsverðlaunin en hún setti nýtt landsmet með því að kasta 75,54 metra. Anita Wlodarczyk vann silfur í London fyrir fjórum árum síðan en þá vann Tatyana Lysenko frá Rússlandi gul metrarlið. Anita Wlodarczyk er nú ríkjandi Ólympíumeistari (Ríó 2016), heimsmeistari (Peking 2015) og Evrópumeistari (Amsterdam 2016). Hún hefur líka unnið gullið á fjórum stórmótum í röð eða öllum mótum frá og með EM í Zürich 2014.Anita Wlodarczyk og heimsmetið.Vísir/GettyAnita Wlodarczyk.Vísir/Getty
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira