Samþjöppun aflaheimilda, kvótauppboð í Færeyjum og félagsleg áhrif kvótakerfisins Þórólfur Matthíasson skrifar 3. ágúst 2016 07:00 Frá 1990 til 2015 jókst hlutur 10 stærstu íslensku sjávarútvegsfyrirtækjanna í heildarkvótanum úr 22% í 50,5%. Þessi þróun skýrist að hluta af tækniþróun þar sem afkastageta hverrar einingar eykst. Kvótakerfið ýtir einnig undir samþjöppun aflaheimilda. Nýleg kaup HB Granda á kvóta Þorlákshafnarfyrirtækisins Hafnarness Vers er dæmi um áhrif kvótakerfisins þar sem fjármálastofnun knýr fyrirtæki sem hefur skuldsett sig um of í fjárhagslega endurskipulagningu. Ástæðu skuldsetningar og lakrar eiginfjárstöðu má m.a. rekja til kaupa aflaheimilda (2006) og til veglegra arðgreiðslna árið 2007 (sjá Rannsóknarskýrslu Alþingis 9. ?bindi, bls. 67). Eðlilega spyrja íbúar Þorlákshafnar sig að því í hverju yfirburðir Vestmannaeyja eða Vopnafjarðar felist þegar kemur að vali á útgerðarstað. Líklega treystir fjármálastofnunin HB Granda betur til að halda lánum í skilum en eigendum Þorlákshafnarfyrirtækisins. Nálægð Þorlákshafnar við fiskimið og afburðastaðsetning gagnvart flutningakerfum til og frá landinu dugar ekki til að vega upp á móti lélegri eiginfjárstöðu.Hagræðingin Þrátt fyrir hnökra þá hefur kvótakerfið stuðlað að hagræðingu í rekstri íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Kerfið ýtir undir nýtni og sparsemi þegar kemur að útgerðarkostnaði og úrvinnslu sjávaraflans. Hagræðingin eykur framlegð á hvert kíló landaðs afla og endurspeglast í verði kvótans og í hagnaði kvótasterkra útgerðarfyrirtækja. Hagræðingin á sér ýmsar hliðar: Við sölu aflaheimilda geta eigendur greitt skuldir og jafnvel komið sér upp myndarlegum eftirlaunasjóði. En öðrum hlutaðeigandi, áhafnarmeðlimum og fiskverkafólki, er í besta falli boðinn flutningsstyrkur og aðstoð við að finna leiguhúsnæði á nýjum stað. Engir eftirlaunasjóðir eða skuldauppgjör fyrir það fólk! Það er kannski tilviljun að frá 1990 hefur raunfermetraverð íbúðarhúsnæðis í Vestmannaeyjum hækkað um 50% meira en fermetraverð húsnæðis í Þorlákshöfn, kannski er það afleiðing duttlunga kvótakerfisins eins og það er útfært af íslenskum stjórnvöldum. Við vitum það ekki vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa ekki ráðist í bráðnauðsynlega félagslega úttekt á afleiðingum kvótakerfisins. Stjórnvöld hafa beitt byggðakvóta, strandveiðum og sértækum aðgerðum Byggðastofnunar til að lina högg sem kvótakerfið veldur. En vegna þess að stjórnvöld vita lítið um félagslegar afleiðingar kvótakerfisins eru allar opinberar aðgerðir til að lina hinar neikvæðu afleiðingar kerfisins í skötulíki, ómarkvissar og máttlitlar. Sala á aflaheimildum Hafnarness Vers sýnir að hagræðingaráhrif íslenska kvótakerfisins eru ekki algild.Óheppilegar afleiðingar Það er allrar athygli vert að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa nýverið opnað augu sín gagnvart óheppilegum afleiðingum samþjöppunar í sjávarútvegi. Daginn eftir að HB Grandi keypti kvóta Hafnarness Vers birtu tveir talsmenn samtakanna grein í Fréttablaðinu þar sem möguleg samþjöppun fiskveiðiheimilda Færeyinga í rússneskum hluta Barentshafs er hörmuð. Látum liggja milli hluta að áhyggjur talsmannanna eru ástæðulausar. Um var að ræða heimildir til að veiða minna en bátsfylli af botnfiski og því ekki möguleiki á að dreifa þeim heimildum á fleiri en einn stað. En væntanlega eru þessi skrif talsmannanna merki þess að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilji axla ábyrgð og styrkja frekari rannsóknir á félagslegum afleiðingum kvótakerfisins á Íslandi og taka þátt í að fjármagna aðgerðir til að takast af festu og alvöru á við neikvæðar afleiðingar kerfisins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Frá 1990 til 2015 jókst hlutur 10 stærstu íslensku sjávarútvegsfyrirtækjanna í heildarkvótanum úr 22% í 50,5%. Þessi þróun skýrist að hluta af tækniþróun þar sem afkastageta hverrar einingar eykst. Kvótakerfið ýtir einnig undir samþjöppun aflaheimilda. Nýleg kaup HB Granda á kvóta Þorlákshafnarfyrirtækisins Hafnarness Vers er dæmi um áhrif kvótakerfisins þar sem fjármálastofnun knýr fyrirtæki sem hefur skuldsett sig um of í fjárhagslega endurskipulagningu. Ástæðu skuldsetningar og lakrar eiginfjárstöðu má m.a. rekja til kaupa aflaheimilda (2006) og til veglegra arðgreiðslna árið 2007 (sjá Rannsóknarskýrslu Alþingis 9. ?bindi, bls. 67). Eðlilega spyrja íbúar Þorlákshafnar sig að því í hverju yfirburðir Vestmannaeyja eða Vopnafjarðar felist þegar kemur að vali á útgerðarstað. Líklega treystir fjármálastofnunin HB Granda betur til að halda lánum í skilum en eigendum Þorlákshafnarfyrirtækisins. Nálægð Þorlákshafnar við fiskimið og afburðastaðsetning gagnvart flutningakerfum til og frá landinu dugar ekki til að vega upp á móti lélegri eiginfjárstöðu.Hagræðingin Þrátt fyrir hnökra þá hefur kvótakerfið stuðlað að hagræðingu í rekstri íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Kerfið ýtir undir nýtni og sparsemi þegar kemur að útgerðarkostnaði og úrvinnslu sjávaraflans. Hagræðingin eykur framlegð á hvert kíló landaðs afla og endurspeglast í verði kvótans og í hagnaði kvótasterkra útgerðarfyrirtækja. Hagræðingin á sér ýmsar hliðar: Við sölu aflaheimilda geta eigendur greitt skuldir og jafnvel komið sér upp myndarlegum eftirlaunasjóði. En öðrum hlutaðeigandi, áhafnarmeðlimum og fiskverkafólki, er í besta falli boðinn flutningsstyrkur og aðstoð við að finna leiguhúsnæði á nýjum stað. Engir eftirlaunasjóðir eða skuldauppgjör fyrir það fólk! Það er kannski tilviljun að frá 1990 hefur raunfermetraverð íbúðarhúsnæðis í Vestmannaeyjum hækkað um 50% meira en fermetraverð húsnæðis í Þorlákshöfn, kannski er það afleiðing duttlunga kvótakerfisins eins og það er útfært af íslenskum stjórnvöldum. Við vitum það ekki vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa ekki ráðist í bráðnauðsynlega félagslega úttekt á afleiðingum kvótakerfisins. Stjórnvöld hafa beitt byggðakvóta, strandveiðum og sértækum aðgerðum Byggðastofnunar til að lina högg sem kvótakerfið veldur. En vegna þess að stjórnvöld vita lítið um félagslegar afleiðingar kvótakerfisins eru allar opinberar aðgerðir til að lina hinar neikvæðu afleiðingar kerfisins í skötulíki, ómarkvissar og máttlitlar. Sala á aflaheimildum Hafnarness Vers sýnir að hagræðingaráhrif íslenska kvótakerfisins eru ekki algild.Óheppilegar afleiðingar Það er allrar athygli vert að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa nýverið opnað augu sín gagnvart óheppilegum afleiðingum samþjöppunar í sjávarútvegi. Daginn eftir að HB Grandi keypti kvóta Hafnarness Vers birtu tveir talsmenn samtakanna grein í Fréttablaðinu þar sem möguleg samþjöppun fiskveiðiheimilda Færeyinga í rússneskum hluta Barentshafs er hörmuð. Látum liggja milli hluta að áhyggjur talsmannanna eru ástæðulausar. Um var að ræða heimildir til að veiða minna en bátsfylli af botnfiski og því ekki möguleiki á að dreifa þeim heimildum á fleiri en einn stað. En væntanlega eru þessi skrif talsmannanna merki þess að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilji axla ábyrgð og styrkja frekari rannsóknir á félagslegum afleiðingum kvótakerfisins á Íslandi og taka þátt í að fjármagna aðgerðir til að takast af festu og alvöru á við neikvæðar afleiðingar kerfisins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun