Hver er hugmyndafræði embættismanna? Heiðar Guðjónsson skrifar 4. ágúst 2016 06:00 Það er öld liðin frá því hagfræðingar og stjórnmálamenn hófu rifrildið um hvort reyndist hagkerfum betur, miðstýring eða valddreifing. Með hruni Sovétríkjanna og fylgisríkja þeirra fyrir rúmum aldarfjórðungi síðan virtist að málið væri útrætt. Á því gera menn þó eina undantekningu og það í þeim málaflokki sem einna mest óánægja virðist vera með, peningamálum. Peningamálastjórn á Íslandi hefur ekki verið miðstýrðari um áratugaskeið. Gjaldeyrishöftin, sem sífellt er verið að tala um að afnema, hafa aldrei verið harðari. Upphaflega voru þau sett á vegna greiðslujafnaðarvanda ríkisins í kjölfar hrunsins, tæpum átta árum síðar þegar sá vandi er horfinn erum við með höft á útflæði og innflæði auk þess sem Seðlabankinn beitir handahófskenndum tækjum til að viðhalda vaxtamun við útlönd þó engir séu fjármagnsflutningarnir. Íslensk heimili skulda um 3.500 milljarða og ekki er óvarlegt að álykta að höftin hækki vaxtastig í landinu um að a.m.k. 1 prósentustig og að kostnaður heimilanna af „þjóðhagsvarúðartækjum“ bankans sé mun meiri en af landbúnaðarkerfinu. Það er því fremur til marks um kaldlyndi en kaldhæðni þegar seðlabankastjóri segir höftin „svínvirka“. Vandinn er sá að sjálfbærni núverandi kerfis er engin. Það stendur og fellur með ytri aðstæðum enda er kerfið komið í öngstræti og ekki þarf nema að verðhjöðnun erlendis linni, og verðbólga aukist, til að allt miðstýringarkerfið hér á landi bresti. Eina ástæða þess að verðbólga á Íslandi mælist í kringum markmið Seðlabankans eru ytri aðstæður. Þegar þær breytast kemur í ljós að Seðlabankinn ræður ekkert við eigin peningastefnu. Atvinnusköpun og peningastefna SALEK-samkomulagið og peningastefna Seðlabankans eru hornsteinar í þessu gallaða kerfi. Ef Íslendingar byggju við sama frelsi í peningamálum og ríkir alls staðar hjá þróuðum ríkjum þá væri vandinn ekki til staðar. Ástæðan er einföld: Þá væri hver fyrir sig ábyrgur í eigin peningamálum, hvert fyrirtæki og hver launamaður, en ríkið væri ekki að taka völdin til sín. Stjórnlyndir aðilar segja að fólki sé ekki treystandi og ef íslenska krónan yrði ekki neydd upp á alla þá tæki við mikið atvinnuleysi. Það er fásinna enda minnkar miðstýring sveigjanleika en eykur hann ekki. Eins segja stjórnlyndir að Samtök atvinnulífsins og launþegahreyfingin þurfi að semja fyrir hönd alls launafólks, frekar en að hvert fyrirtæki geri það fyrir sig. Það sér það hver maður að aðstæður eru mjög mismunandi á milli fyrirtækja og á milli atvinnugreina. Það er ekkert vit í því að sömu samningar gangi yfir alla. Sumir geta greitt mun meira en aðrir minna. Hagkerfið mun svo sjá til þess að starfsfólk færist til þeirra starfa þar sem verðmætasköpunin er sem mest, enda bjóða þau störf bestu kjörin. Ef Íslendingar byggju við það sjálfsagða frelsi að mega velja þá mynt sem þeim hentar í sínum rekstri, hvort heldur væri heimilis- eða fyrirtækjarekstri, þá væri ójafnvægið sem nú er að myndast, ekki til staðar. Þá væri sveigjanleiki kerfisins mun meiri og áhætta þess minni. Þá væri aðgangur að erlendum mörkuðum, hvort heldur er fyrir vöru-, þjónustuviðskipti, eða fjármögnun allt annar og betri en nú er í dag. Nýsköpun væri meiri enda fjármagn ódýrara og til í meira mæli. Fjölbreytni hagkerfisins myndi því aukast og aðdráttarafl þess fyrir hæfasta vinnuaflið um leið. Það er erfitt að ræða stóru málin þegar allt virðist ganga vel. Ráðstöfunartekjur heimilanna hafa ekki aukist hraðar í sögunni og Íslendingar hafa aldrei haft það jafn gott. En þegar vel árar er um að gera að nýta tækifærið og fyrirbyggja vandann sem blasir við í framtíðinni. Embættismenn eru ekki hæfir til að miðstýra hagkerfinu, ekki frekar en stjórnmálamenn eða nokkur annar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er öld liðin frá því hagfræðingar og stjórnmálamenn hófu rifrildið um hvort reyndist hagkerfum betur, miðstýring eða valddreifing. Með hruni Sovétríkjanna og fylgisríkja þeirra fyrir rúmum aldarfjórðungi síðan virtist að málið væri útrætt. Á því gera menn þó eina undantekningu og það í þeim málaflokki sem einna mest óánægja virðist vera með, peningamálum. Peningamálastjórn á Íslandi hefur ekki verið miðstýrðari um áratugaskeið. Gjaldeyrishöftin, sem sífellt er verið að tala um að afnema, hafa aldrei verið harðari. Upphaflega voru þau sett á vegna greiðslujafnaðarvanda ríkisins í kjölfar hrunsins, tæpum átta árum síðar þegar sá vandi er horfinn erum við með höft á útflæði og innflæði auk þess sem Seðlabankinn beitir handahófskenndum tækjum til að viðhalda vaxtamun við útlönd þó engir séu fjármagnsflutningarnir. Íslensk heimili skulda um 3.500 milljarða og ekki er óvarlegt að álykta að höftin hækki vaxtastig í landinu um að a.m.k. 1 prósentustig og að kostnaður heimilanna af „þjóðhagsvarúðartækjum“ bankans sé mun meiri en af landbúnaðarkerfinu. Það er því fremur til marks um kaldlyndi en kaldhæðni þegar seðlabankastjóri segir höftin „svínvirka“. Vandinn er sá að sjálfbærni núverandi kerfis er engin. Það stendur og fellur með ytri aðstæðum enda er kerfið komið í öngstræti og ekki þarf nema að verðhjöðnun erlendis linni, og verðbólga aukist, til að allt miðstýringarkerfið hér á landi bresti. Eina ástæða þess að verðbólga á Íslandi mælist í kringum markmið Seðlabankans eru ytri aðstæður. Þegar þær breytast kemur í ljós að Seðlabankinn ræður ekkert við eigin peningastefnu. Atvinnusköpun og peningastefna SALEK-samkomulagið og peningastefna Seðlabankans eru hornsteinar í þessu gallaða kerfi. Ef Íslendingar byggju við sama frelsi í peningamálum og ríkir alls staðar hjá þróuðum ríkjum þá væri vandinn ekki til staðar. Ástæðan er einföld: Þá væri hver fyrir sig ábyrgur í eigin peningamálum, hvert fyrirtæki og hver launamaður, en ríkið væri ekki að taka völdin til sín. Stjórnlyndir aðilar segja að fólki sé ekki treystandi og ef íslenska krónan yrði ekki neydd upp á alla þá tæki við mikið atvinnuleysi. Það er fásinna enda minnkar miðstýring sveigjanleika en eykur hann ekki. Eins segja stjórnlyndir að Samtök atvinnulífsins og launþegahreyfingin þurfi að semja fyrir hönd alls launafólks, frekar en að hvert fyrirtæki geri það fyrir sig. Það sér það hver maður að aðstæður eru mjög mismunandi á milli fyrirtækja og á milli atvinnugreina. Það er ekkert vit í því að sömu samningar gangi yfir alla. Sumir geta greitt mun meira en aðrir minna. Hagkerfið mun svo sjá til þess að starfsfólk færist til þeirra starfa þar sem verðmætasköpunin er sem mest, enda bjóða þau störf bestu kjörin. Ef Íslendingar byggju við það sjálfsagða frelsi að mega velja þá mynt sem þeim hentar í sínum rekstri, hvort heldur væri heimilis- eða fyrirtækjarekstri, þá væri ójafnvægið sem nú er að myndast, ekki til staðar. Þá væri sveigjanleiki kerfisins mun meiri og áhætta þess minni. Þá væri aðgangur að erlendum mörkuðum, hvort heldur er fyrir vöru-, þjónustuviðskipti, eða fjármögnun allt annar og betri en nú er í dag. Nýsköpun væri meiri enda fjármagn ódýrara og til í meira mæli. Fjölbreytni hagkerfisins myndi því aukast og aðdráttarafl þess fyrir hæfasta vinnuaflið um leið. Það er erfitt að ræða stóru málin þegar allt virðist ganga vel. Ráðstöfunartekjur heimilanna hafa ekki aukist hraðar í sögunni og Íslendingar hafa aldrei haft það jafn gott. En þegar vel árar er um að gera að nýta tækifærið og fyrirbyggja vandann sem blasir við í framtíðinni. Embættismenn eru ekki hæfir til að miðstýra hagkerfinu, ekki frekar en stjórnmálamenn eða nokkur annar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun