Hver er hugmyndafræði embættismanna? Heiðar Guðjónsson skrifar 4. ágúst 2016 06:00 Það er öld liðin frá því hagfræðingar og stjórnmálamenn hófu rifrildið um hvort reyndist hagkerfum betur, miðstýring eða valddreifing. Með hruni Sovétríkjanna og fylgisríkja þeirra fyrir rúmum aldarfjórðungi síðan virtist að málið væri útrætt. Á því gera menn þó eina undantekningu og það í þeim málaflokki sem einna mest óánægja virðist vera með, peningamálum. Peningamálastjórn á Íslandi hefur ekki verið miðstýrðari um áratugaskeið. Gjaldeyrishöftin, sem sífellt er verið að tala um að afnema, hafa aldrei verið harðari. Upphaflega voru þau sett á vegna greiðslujafnaðarvanda ríkisins í kjölfar hrunsins, tæpum átta árum síðar þegar sá vandi er horfinn erum við með höft á útflæði og innflæði auk þess sem Seðlabankinn beitir handahófskenndum tækjum til að viðhalda vaxtamun við útlönd þó engir séu fjármagnsflutningarnir. Íslensk heimili skulda um 3.500 milljarða og ekki er óvarlegt að álykta að höftin hækki vaxtastig í landinu um að a.m.k. 1 prósentustig og að kostnaður heimilanna af „þjóðhagsvarúðartækjum“ bankans sé mun meiri en af landbúnaðarkerfinu. Það er því fremur til marks um kaldlyndi en kaldhæðni þegar seðlabankastjóri segir höftin „svínvirka“. Vandinn er sá að sjálfbærni núverandi kerfis er engin. Það stendur og fellur með ytri aðstæðum enda er kerfið komið í öngstræti og ekki þarf nema að verðhjöðnun erlendis linni, og verðbólga aukist, til að allt miðstýringarkerfið hér á landi bresti. Eina ástæða þess að verðbólga á Íslandi mælist í kringum markmið Seðlabankans eru ytri aðstæður. Þegar þær breytast kemur í ljós að Seðlabankinn ræður ekkert við eigin peningastefnu. Atvinnusköpun og peningastefna SALEK-samkomulagið og peningastefna Seðlabankans eru hornsteinar í þessu gallaða kerfi. Ef Íslendingar byggju við sama frelsi í peningamálum og ríkir alls staðar hjá þróuðum ríkjum þá væri vandinn ekki til staðar. Ástæðan er einföld: Þá væri hver fyrir sig ábyrgur í eigin peningamálum, hvert fyrirtæki og hver launamaður, en ríkið væri ekki að taka völdin til sín. Stjórnlyndir aðilar segja að fólki sé ekki treystandi og ef íslenska krónan yrði ekki neydd upp á alla þá tæki við mikið atvinnuleysi. Það er fásinna enda minnkar miðstýring sveigjanleika en eykur hann ekki. Eins segja stjórnlyndir að Samtök atvinnulífsins og launþegahreyfingin þurfi að semja fyrir hönd alls launafólks, frekar en að hvert fyrirtæki geri það fyrir sig. Það sér það hver maður að aðstæður eru mjög mismunandi á milli fyrirtækja og á milli atvinnugreina. Það er ekkert vit í því að sömu samningar gangi yfir alla. Sumir geta greitt mun meira en aðrir minna. Hagkerfið mun svo sjá til þess að starfsfólk færist til þeirra starfa þar sem verðmætasköpunin er sem mest, enda bjóða þau störf bestu kjörin. Ef Íslendingar byggju við það sjálfsagða frelsi að mega velja þá mynt sem þeim hentar í sínum rekstri, hvort heldur væri heimilis- eða fyrirtækjarekstri, þá væri ójafnvægið sem nú er að myndast, ekki til staðar. Þá væri sveigjanleiki kerfisins mun meiri og áhætta þess minni. Þá væri aðgangur að erlendum mörkuðum, hvort heldur er fyrir vöru-, þjónustuviðskipti, eða fjármögnun allt annar og betri en nú er í dag. Nýsköpun væri meiri enda fjármagn ódýrara og til í meira mæli. Fjölbreytni hagkerfisins myndi því aukast og aðdráttarafl þess fyrir hæfasta vinnuaflið um leið. Það er erfitt að ræða stóru málin þegar allt virðist ganga vel. Ráðstöfunartekjur heimilanna hafa ekki aukist hraðar í sögunni og Íslendingar hafa aldrei haft það jafn gott. En þegar vel árar er um að gera að nýta tækifærið og fyrirbyggja vandann sem blasir við í framtíðinni. Embættismenn eru ekki hæfir til að miðstýra hagkerfinu, ekki frekar en stjórnmálamenn eða nokkur annar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er öld liðin frá því hagfræðingar og stjórnmálamenn hófu rifrildið um hvort reyndist hagkerfum betur, miðstýring eða valddreifing. Með hruni Sovétríkjanna og fylgisríkja þeirra fyrir rúmum aldarfjórðungi síðan virtist að málið væri útrætt. Á því gera menn þó eina undantekningu og það í þeim málaflokki sem einna mest óánægja virðist vera með, peningamálum. Peningamálastjórn á Íslandi hefur ekki verið miðstýrðari um áratugaskeið. Gjaldeyrishöftin, sem sífellt er verið að tala um að afnema, hafa aldrei verið harðari. Upphaflega voru þau sett á vegna greiðslujafnaðarvanda ríkisins í kjölfar hrunsins, tæpum átta árum síðar þegar sá vandi er horfinn erum við með höft á útflæði og innflæði auk þess sem Seðlabankinn beitir handahófskenndum tækjum til að viðhalda vaxtamun við útlönd þó engir séu fjármagnsflutningarnir. Íslensk heimili skulda um 3.500 milljarða og ekki er óvarlegt að álykta að höftin hækki vaxtastig í landinu um að a.m.k. 1 prósentustig og að kostnaður heimilanna af „þjóðhagsvarúðartækjum“ bankans sé mun meiri en af landbúnaðarkerfinu. Það er því fremur til marks um kaldlyndi en kaldhæðni þegar seðlabankastjóri segir höftin „svínvirka“. Vandinn er sá að sjálfbærni núverandi kerfis er engin. Það stendur og fellur með ytri aðstæðum enda er kerfið komið í öngstræti og ekki þarf nema að verðhjöðnun erlendis linni, og verðbólga aukist, til að allt miðstýringarkerfið hér á landi bresti. Eina ástæða þess að verðbólga á Íslandi mælist í kringum markmið Seðlabankans eru ytri aðstæður. Þegar þær breytast kemur í ljós að Seðlabankinn ræður ekkert við eigin peningastefnu. Atvinnusköpun og peningastefna SALEK-samkomulagið og peningastefna Seðlabankans eru hornsteinar í þessu gallaða kerfi. Ef Íslendingar byggju við sama frelsi í peningamálum og ríkir alls staðar hjá þróuðum ríkjum þá væri vandinn ekki til staðar. Ástæðan er einföld: Þá væri hver fyrir sig ábyrgur í eigin peningamálum, hvert fyrirtæki og hver launamaður, en ríkið væri ekki að taka völdin til sín. Stjórnlyndir aðilar segja að fólki sé ekki treystandi og ef íslenska krónan yrði ekki neydd upp á alla þá tæki við mikið atvinnuleysi. Það er fásinna enda minnkar miðstýring sveigjanleika en eykur hann ekki. Eins segja stjórnlyndir að Samtök atvinnulífsins og launþegahreyfingin þurfi að semja fyrir hönd alls launafólks, frekar en að hvert fyrirtæki geri það fyrir sig. Það sér það hver maður að aðstæður eru mjög mismunandi á milli fyrirtækja og á milli atvinnugreina. Það er ekkert vit í því að sömu samningar gangi yfir alla. Sumir geta greitt mun meira en aðrir minna. Hagkerfið mun svo sjá til þess að starfsfólk færist til þeirra starfa þar sem verðmætasköpunin er sem mest, enda bjóða þau störf bestu kjörin. Ef Íslendingar byggju við það sjálfsagða frelsi að mega velja þá mynt sem þeim hentar í sínum rekstri, hvort heldur væri heimilis- eða fyrirtækjarekstri, þá væri ójafnvægið sem nú er að myndast, ekki til staðar. Þá væri sveigjanleiki kerfisins mun meiri og áhætta þess minni. Þá væri aðgangur að erlendum mörkuðum, hvort heldur er fyrir vöru-, þjónustuviðskipti, eða fjármögnun allt annar og betri en nú er í dag. Nýsköpun væri meiri enda fjármagn ódýrara og til í meira mæli. Fjölbreytni hagkerfisins myndi því aukast og aðdráttarafl þess fyrir hæfasta vinnuaflið um leið. Það er erfitt að ræða stóru málin þegar allt virðist ganga vel. Ráðstöfunartekjur heimilanna hafa ekki aukist hraðar í sögunni og Íslendingar hafa aldrei haft það jafn gott. En þegar vel árar er um að gera að nýta tækifærið og fyrirbyggja vandann sem blasir við í framtíðinni. Embættismenn eru ekki hæfir til að miðstýra hagkerfinu, ekki frekar en stjórnmálamenn eða nokkur annar.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun