Hver er hugmyndafræði embættismanna? Heiðar Guðjónsson skrifar 4. ágúst 2016 06:00 Það er öld liðin frá því hagfræðingar og stjórnmálamenn hófu rifrildið um hvort reyndist hagkerfum betur, miðstýring eða valddreifing. Með hruni Sovétríkjanna og fylgisríkja þeirra fyrir rúmum aldarfjórðungi síðan virtist að málið væri útrætt. Á því gera menn þó eina undantekningu og það í þeim málaflokki sem einna mest óánægja virðist vera með, peningamálum. Peningamálastjórn á Íslandi hefur ekki verið miðstýrðari um áratugaskeið. Gjaldeyrishöftin, sem sífellt er verið að tala um að afnema, hafa aldrei verið harðari. Upphaflega voru þau sett á vegna greiðslujafnaðarvanda ríkisins í kjölfar hrunsins, tæpum átta árum síðar þegar sá vandi er horfinn erum við með höft á útflæði og innflæði auk þess sem Seðlabankinn beitir handahófskenndum tækjum til að viðhalda vaxtamun við útlönd þó engir séu fjármagnsflutningarnir. Íslensk heimili skulda um 3.500 milljarða og ekki er óvarlegt að álykta að höftin hækki vaxtastig í landinu um að a.m.k. 1 prósentustig og að kostnaður heimilanna af „þjóðhagsvarúðartækjum“ bankans sé mun meiri en af landbúnaðarkerfinu. Það er því fremur til marks um kaldlyndi en kaldhæðni þegar seðlabankastjóri segir höftin „svínvirka“. Vandinn er sá að sjálfbærni núverandi kerfis er engin. Það stendur og fellur með ytri aðstæðum enda er kerfið komið í öngstræti og ekki þarf nema að verðhjöðnun erlendis linni, og verðbólga aukist, til að allt miðstýringarkerfið hér á landi bresti. Eina ástæða þess að verðbólga á Íslandi mælist í kringum markmið Seðlabankans eru ytri aðstæður. Þegar þær breytast kemur í ljós að Seðlabankinn ræður ekkert við eigin peningastefnu. Atvinnusköpun og peningastefna SALEK-samkomulagið og peningastefna Seðlabankans eru hornsteinar í þessu gallaða kerfi. Ef Íslendingar byggju við sama frelsi í peningamálum og ríkir alls staðar hjá þróuðum ríkjum þá væri vandinn ekki til staðar. Ástæðan er einföld: Þá væri hver fyrir sig ábyrgur í eigin peningamálum, hvert fyrirtæki og hver launamaður, en ríkið væri ekki að taka völdin til sín. Stjórnlyndir aðilar segja að fólki sé ekki treystandi og ef íslenska krónan yrði ekki neydd upp á alla þá tæki við mikið atvinnuleysi. Það er fásinna enda minnkar miðstýring sveigjanleika en eykur hann ekki. Eins segja stjórnlyndir að Samtök atvinnulífsins og launþegahreyfingin þurfi að semja fyrir hönd alls launafólks, frekar en að hvert fyrirtæki geri það fyrir sig. Það sér það hver maður að aðstæður eru mjög mismunandi á milli fyrirtækja og á milli atvinnugreina. Það er ekkert vit í því að sömu samningar gangi yfir alla. Sumir geta greitt mun meira en aðrir minna. Hagkerfið mun svo sjá til þess að starfsfólk færist til þeirra starfa þar sem verðmætasköpunin er sem mest, enda bjóða þau störf bestu kjörin. Ef Íslendingar byggju við það sjálfsagða frelsi að mega velja þá mynt sem þeim hentar í sínum rekstri, hvort heldur væri heimilis- eða fyrirtækjarekstri, þá væri ójafnvægið sem nú er að myndast, ekki til staðar. Þá væri sveigjanleiki kerfisins mun meiri og áhætta þess minni. Þá væri aðgangur að erlendum mörkuðum, hvort heldur er fyrir vöru-, þjónustuviðskipti, eða fjármögnun allt annar og betri en nú er í dag. Nýsköpun væri meiri enda fjármagn ódýrara og til í meira mæli. Fjölbreytni hagkerfisins myndi því aukast og aðdráttarafl þess fyrir hæfasta vinnuaflið um leið. Það er erfitt að ræða stóru málin þegar allt virðist ganga vel. Ráðstöfunartekjur heimilanna hafa ekki aukist hraðar í sögunni og Íslendingar hafa aldrei haft það jafn gott. En þegar vel árar er um að gera að nýta tækifærið og fyrirbyggja vandann sem blasir við í framtíðinni. Embættismenn eru ekki hæfir til að miðstýra hagkerfinu, ekki frekar en stjórnmálamenn eða nokkur annar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Sjá meira
Það er öld liðin frá því hagfræðingar og stjórnmálamenn hófu rifrildið um hvort reyndist hagkerfum betur, miðstýring eða valddreifing. Með hruni Sovétríkjanna og fylgisríkja þeirra fyrir rúmum aldarfjórðungi síðan virtist að málið væri útrætt. Á því gera menn þó eina undantekningu og það í þeim málaflokki sem einna mest óánægja virðist vera með, peningamálum. Peningamálastjórn á Íslandi hefur ekki verið miðstýrðari um áratugaskeið. Gjaldeyrishöftin, sem sífellt er verið að tala um að afnema, hafa aldrei verið harðari. Upphaflega voru þau sett á vegna greiðslujafnaðarvanda ríkisins í kjölfar hrunsins, tæpum átta árum síðar þegar sá vandi er horfinn erum við með höft á útflæði og innflæði auk þess sem Seðlabankinn beitir handahófskenndum tækjum til að viðhalda vaxtamun við útlönd þó engir séu fjármagnsflutningarnir. Íslensk heimili skulda um 3.500 milljarða og ekki er óvarlegt að álykta að höftin hækki vaxtastig í landinu um að a.m.k. 1 prósentustig og að kostnaður heimilanna af „þjóðhagsvarúðartækjum“ bankans sé mun meiri en af landbúnaðarkerfinu. Það er því fremur til marks um kaldlyndi en kaldhæðni þegar seðlabankastjóri segir höftin „svínvirka“. Vandinn er sá að sjálfbærni núverandi kerfis er engin. Það stendur og fellur með ytri aðstæðum enda er kerfið komið í öngstræti og ekki þarf nema að verðhjöðnun erlendis linni, og verðbólga aukist, til að allt miðstýringarkerfið hér á landi bresti. Eina ástæða þess að verðbólga á Íslandi mælist í kringum markmið Seðlabankans eru ytri aðstæður. Þegar þær breytast kemur í ljós að Seðlabankinn ræður ekkert við eigin peningastefnu. Atvinnusköpun og peningastefna SALEK-samkomulagið og peningastefna Seðlabankans eru hornsteinar í þessu gallaða kerfi. Ef Íslendingar byggju við sama frelsi í peningamálum og ríkir alls staðar hjá þróuðum ríkjum þá væri vandinn ekki til staðar. Ástæðan er einföld: Þá væri hver fyrir sig ábyrgur í eigin peningamálum, hvert fyrirtæki og hver launamaður, en ríkið væri ekki að taka völdin til sín. Stjórnlyndir aðilar segja að fólki sé ekki treystandi og ef íslenska krónan yrði ekki neydd upp á alla þá tæki við mikið atvinnuleysi. Það er fásinna enda minnkar miðstýring sveigjanleika en eykur hann ekki. Eins segja stjórnlyndir að Samtök atvinnulífsins og launþegahreyfingin þurfi að semja fyrir hönd alls launafólks, frekar en að hvert fyrirtæki geri það fyrir sig. Það sér það hver maður að aðstæður eru mjög mismunandi á milli fyrirtækja og á milli atvinnugreina. Það er ekkert vit í því að sömu samningar gangi yfir alla. Sumir geta greitt mun meira en aðrir minna. Hagkerfið mun svo sjá til þess að starfsfólk færist til þeirra starfa þar sem verðmætasköpunin er sem mest, enda bjóða þau störf bestu kjörin. Ef Íslendingar byggju við það sjálfsagða frelsi að mega velja þá mynt sem þeim hentar í sínum rekstri, hvort heldur væri heimilis- eða fyrirtækjarekstri, þá væri ójafnvægið sem nú er að myndast, ekki til staðar. Þá væri sveigjanleiki kerfisins mun meiri og áhætta þess minni. Þá væri aðgangur að erlendum mörkuðum, hvort heldur er fyrir vöru-, þjónustuviðskipti, eða fjármögnun allt annar og betri en nú er í dag. Nýsköpun væri meiri enda fjármagn ódýrara og til í meira mæli. Fjölbreytni hagkerfisins myndi því aukast og aðdráttarafl þess fyrir hæfasta vinnuaflið um leið. Það er erfitt að ræða stóru málin þegar allt virðist ganga vel. Ráðstöfunartekjur heimilanna hafa ekki aukist hraðar í sögunni og Íslendingar hafa aldrei haft það jafn gott. En þegar vel árar er um að gera að nýta tækifærið og fyrirbyggja vandann sem blasir við í framtíðinni. Embættismenn eru ekki hæfir til að miðstýra hagkerfinu, ekki frekar en stjórnmálamenn eða nokkur annar.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun