Íslensk gæsluflugvél til Miðjarðarhafsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. ágúst 2016 07:00 30. júlí var 437 flóttamönnum bjargað og voru þeir fluttir til hafnar í Pozzallo á Sikiley. Lögreglan handtók fjóra sem grunaðir eru um mansal. vísir/epa Stjórnendur Landhelgisgæslunnar reikna með því að senda flugvél Gæslunnar, TF Sif, í verkefni á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, við Miðjarðarhaf í lok ágústmánaðar. Svanhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að Frontex óski eftir mismunandi tækjum frá þeim þjóðum sem stofnunin á samskipti við. Þörfin hverju sinni ráði óskum Frontex. Þjóðirnar taki svo afstöðu til þeirra beiðna. „Núna er það flugvélin sem hefur verið óskað eftir,“ segir hún. Skip Landhelgisgæslunnar hafa ekki verið að störfum á Miðjarðarhafi það sem af er ári en í fyrra voru bæði Ægir og Týr í verkefnum á vegum Frontex. Eins og greint var frá á þeim tíma, tóku áhafnir skipanna þátt í björgun hundraða flóttamanna. Lítið hefur verið greint frá stöðu flóttamanna við Miðjarðarhaf undanfarnar vikur. Ástandið er þó enn grafalvarlegt og vinnur Rauði kross Íslands að margvíslegum verkefnum í þágu þeirra. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri Hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða kross Íslands, segir að Rauði krossinn styðji verkefni í Líbanon og styðji einnig alþjóðaráð Rauða krossins í Sýrlandi.Verkefni til langs tíma „Hugsunin með starfinu í Sýrlandi er að gera því fólki sem enn er í Sýrlandi, og annaðhvort getur ekki eða vill ekki fara, kleift að vera áfram,“ segir Atli. Rauði krossinn vinnur með Rauða hálfmánanum í Sýrlandi og snýst stafið meðal annars um að halda vatnsveitukerfinu gangandi meira og minna. „Það er líka verið að dreifa matvælum, teppum og hreinlætisvörum til þeirra sem eru á flótta innan Sýrlands og líka þeirra sem eru á sínum heimaslóðum en hafa ekki aðgengi að neinni björgun.“ Í Líbanon styður Rauði krossinn á Íslandi og í Noregi við heilsugæslu á hjólum sem veitir flóttafólki almenna heilsugæslu og þjónustu að öðru leyti. Rauði krossinn í Líbanon veitir þjónustuna en Íslendingar og Norðmenn leggja til fé og tæknilega aðstoð. Stuðningurinn í Sýrlandi er svipaður. Íslenskur læknir og hjúkrunarfræðingur störfuðu í Dohuk í Kúrdistan í Írak fyrir um það bil ári og einnig hefur sendifólk starfað í Bagdad á vegum Rauða kross Íslands. Þá var íslenskur geðhjúkrunarfræðingur, Páll Biering, starfandi í Grikklandi fyrr á árinu og þar hefur einnig María Ólafsdóttir læknir verið starfandi. Atli Viðar segir að Rauði kross Íslands líti á stuðninginn sem verkefni til langs tíma. Hann nefnir sem dæmi að Líbanon sé smáríki, með um fjórar til fimm milljónir íbúa. Þar sé aftur á móti um ein milljón flóttamanna sem hvorki geti né vilji snúa heim aftur í bráð. Stuðningur Rauða krossins sé því verkefni sem muni vara í nokkur ár. Hann segir utanríkisráðuneytið hafa stutt dyggilega við verkefnið.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. ágúst 2016. Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09 Hundruð barna hafa drukknað Að meðaltali tvö börn hafa drukknað á hverjum degi síðan í september á síðasta ári í tilraunum flóttamanna til að flýja yfir Miðjarðarhafið. 20. febrúar 2016 07:00 4.500 manns bjargað í Miðjarðarhafi Varðskip ítölsku strandgæslunnar og skip mannúðarsamtaka björguðu fólkinu í um fjörutíu aðgerðum. 23. júní 2016 18:27 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Stjórnendur Landhelgisgæslunnar reikna með því að senda flugvél Gæslunnar, TF Sif, í verkefni á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, við Miðjarðarhaf í lok ágústmánaðar. Svanhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að Frontex óski eftir mismunandi tækjum frá þeim þjóðum sem stofnunin á samskipti við. Þörfin hverju sinni ráði óskum Frontex. Þjóðirnar taki svo afstöðu til þeirra beiðna. „Núna er það flugvélin sem hefur verið óskað eftir,“ segir hún. Skip Landhelgisgæslunnar hafa ekki verið að störfum á Miðjarðarhafi það sem af er ári en í fyrra voru bæði Ægir og Týr í verkefnum á vegum Frontex. Eins og greint var frá á þeim tíma, tóku áhafnir skipanna þátt í björgun hundraða flóttamanna. Lítið hefur verið greint frá stöðu flóttamanna við Miðjarðarhaf undanfarnar vikur. Ástandið er þó enn grafalvarlegt og vinnur Rauði kross Íslands að margvíslegum verkefnum í þágu þeirra. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri Hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða kross Íslands, segir að Rauði krossinn styðji verkefni í Líbanon og styðji einnig alþjóðaráð Rauða krossins í Sýrlandi.Verkefni til langs tíma „Hugsunin með starfinu í Sýrlandi er að gera því fólki sem enn er í Sýrlandi, og annaðhvort getur ekki eða vill ekki fara, kleift að vera áfram,“ segir Atli. Rauði krossinn vinnur með Rauða hálfmánanum í Sýrlandi og snýst stafið meðal annars um að halda vatnsveitukerfinu gangandi meira og minna. „Það er líka verið að dreifa matvælum, teppum og hreinlætisvörum til þeirra sem eru á flótta innan Sýrlands og líka þeirra sem eru á sínum heimaslóðum en hafa ekki aðgengi að neinni björgun.“ Í Líbanon styður Rauði krossinn á Íslandi og í Noregi við heilsugæslu á hjólum sem veitir flóttafólki almenna heilsugæslu og þjónustu að öðru leyti. Rauði krossinn í Líbanon veitir þjónustuna en Íslendingar og Norðmenn leggja til fé og tæknilega aðstoð. Stuðningurinn í Sýrlandi er svipaður. Íslenskur læknir og hjúkrunarfræðingur störfuðu í Dohuk í Kúrdistan í Írak fyrir um það bil ári og einnig hefur sendifólk starfað í Bagdad á vegum Rauða kross Íslands. Þá var íslenskur geðhjúkrunarfræðingur, Páll Biering, starfandi í Grikklandi fyrr á árinu og þar hefur einnig María Ólafsdóttir læknir verið starfandi. Atli Viðar segir að Rauði kross Íslands líti á stuðninginn sem verkefni til langs tíma. Hann nefnir sem dæmi að Líbanon sé smáríki, með um fjórar til fimm milljónir íbúa. Þar sé aftur á móti um ein milljón flóttamanna sem hvorki geti né vilji snúa heim aftur í bráð. Stuðningur Rauða krossins sé því verkefni sem muni vara í nokkur ár. Hann segir utanríkisráðuneytið hafa stutt dyggilega við verkefnið.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. ágúst 2016.
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09 Hundruð barna hafa drukknað Að meðaltali tvö börn hafa drukknað á hverjum degi síðan í september á síðasta ári í tilraunum flóttamanna til að flýja yfir Miðjarðarhafið. 20. febrúar 2016 07:00 4.500 manns bjargað í Miðjarðarhafi Varðskip ítölsku strandgæslunnar og skip mannúðarsamtaka björguðu fólkinu í um fjörutíu aðgerðum. 23. júní 2016 18:27 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09
Hundruð barna hafa drukknað Að meðaltali tvö börn hafa drukknað á hverjum degi síðan í september á síðasta ári í tilraunum flóttamanna til að flýja yfir Miðjarðarhafið. 20. febrúar 2016 07:00
4.500 manns bjargað í Miðjarðarhafi Varðskip ítölsku strandgæslunnar og skip mannúðarsamtaka björguðu fólkinu í um fjörutíu aðgerðum. 23. júní 2016 18:27