Welcome to Iceland: Allt á ensku í miðbænum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2016 07:00 Flest skilti og gluggamerkingar í miðbænum eru á ensku. Á síðustu árum hefur orðið hröð þróun í miðbæ Reykjavíkur. Verslanir og veitingastaðir hafa lifnað við og fjölmenni er þar frá morgni til kvölds. Það er þó ekki fyrr en því er gefinn sérstakur gaumur að maður tekur eftir því að flestöll skilti og gluggaskraut, hádegistilboð og útsöluauglýsingar eru á ensku. „Það er orðið svo sjálfgefið að þetta sé á ensku að maður hættir að taka eftir því,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku, þegar hann er spurður um hvaða áhrif þessi þróun hefur á tungumálið. „Það er alls konar aukið áreiti á tungumálið, þetta er eitt af því,“ segir hann og bendir á að annað áreiti sé meðal annars snjallsímanotkun og áhorf á Netflix.Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræðiEiríkur segir lágmark að merkingar séu einnig á íslensku. „Það eru góðar og gildar ástæður fyrir því að hafa merkingar á ensku. En það er ótækt ef þær ýta íslenskunni í burtu.“ Því er Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, sammála. „Mikill meirihluti þeirra sem eiga leið um miðborg Reykjavíkur eru erlendir ferðamenn og því leitast fyrirtæki í ferðaþjónustu eftir að upplýsa þá eftir bestu getu. Við megum hins vegar ekki glata okkar sérkennum og því kann hinn gullni meðalvegur að vera góður, að upplýsa bæði á íslensku og erlendum tungumálum. Það eru annars engin lög eða reglur um þetta annað en að menn verða að greina satt og rétt frá,“ segir Skapti Örn.Skapti Örn ÓlafssonJakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, hefur skýra skoðun á málinu. „Merkingar ættu að vera bæði á íslensku og ensku,“ segir hann. „Jafnvel þótt sexfalt fleiri enskumælandi fari um bæinn en íslenskumælandi þá þarf að standa dyggan vörð um íslenskuna.“ Jakob bendir á að reynt sé að vera íslenskumegin í miðborginni. „Við höfum til dæmis innleitt Föstudag til fjár, í stað Black Friday. Einnig tölum við um Októberhátíð en ekki Octoberfest.“ Miðborgin okkar er með tilmæli til verslunareigenda um að skilti séu á íslensku og ensku en engar reglur eru til um það. „Við mælum með því enda er áhugavert fyrir útlendinga að rýna í muninn á tungumálunum og sjá hvað til dæmis rúnstykki þýðir.“Jakob Frímann MagnússonJakob segir umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar hafa það vald að ákvarða reglur um skilti og merkingar. Eftir að svokölluð rekstrarleyfi voru tekin úr gildi sé í raun lítið regluverk í kringum svona hluti. „En með regluverki væri auðveldara að koma á fót stýringu sem sporna myndi við of mikilli einsleitni í rekstri og hægt væri að standa vörð um sérkennin og séríslenska sjarmann sem miðast við innlendan smekk og þarfir.“Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuHér má sjá enskan texta á klukkuturninum á Lækjartorgi Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Á síðustu árum hefur orðið hröð þróun í miðbæ Reykjavíkur. Verslanir og veitingastaðir hafa lifnað við og fjölmenni er þar frá morgni til kvölds. Það er þó ekki fyrr en því er gefinn sérstakur gaumur að maður tekur eftir því að flestöll skilti og gluggaskraut, hádegistilboð og útsöluauglýsingar eru á ensku. „Það er orðið svo sjálfgefið að þetta sé á ensku að maður hættir að taka eftir því,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku, þegar hann er spurður um hvaða áhrif þessi þróun hefur á tungumálið. „Það er alls konar aukið áreiti á tungumálið, þetta er eitt af því,“ segir hann og bendir á að annað áreiti sé meðal annars snjallsímanotkun og áhorf á Netflix.Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræðiEiríkur segir lágmark að merkingar séu einnig á íslensku. „Það eru góðar og gildar ástæður fyrir því að hafa merkingar á ensku. En það er ótækt ef þær ýta íslenskunni í burtu.“ Því er Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, sammála. „Mikill meirihluti þeirra sem eiga leið um miðborg Reykjavíkur eru erlendir ferðamenn og því leitast fyrirtæki í ferðaþjónustu eftir að upplýsa þá eftir bestu getu. Við megum hins vegar ekki glata okkar sérkennum og því kann hinn gullni meðalvegur að vera góður, að upplýsa bæði á íslensku og erlendum tungumálum. Það eru annars engin lög eða reglur um þetta annað en að menn verða að greina satt og rétt frá,“ segir Skapti Örn.Skapti Örn ÓlafssonJakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, hefur skýra skoðun á málinu. „Merkingar ættu að vera bæði á íslensku og ensku,“ segir hann. „Jafnvel þótt sexfalt fleiri enskumælandi fari um bæinn en íslenskumælandi þá þarf að standa dyggan vörð um íslenskuna.“ Jakob bendir á að reynt sé að vera íslenskumegin í miðborginni. „Við höfum til dæmis innleitt Föstudag til fjár, í stað Black Friday. Einnig tölum við um Októberhátíð en ekki Octoberfest.“ Miðborgin okkar er með tilmæli til verslunareigenda um að skilti séu á íslensku og ensku en engar reglur eru til um það. „Við mælum með því enda er áhugavert fyrir útlendinga að rýna í muninn á tungumálunum og sjá hvað til dæmis rúnstykki þýðir.“Jakob Frímann MagnússonJakob segir umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar hafa það vald að ákvarða reglur um skilti og merkingar. Eftir að svokölluð rekstrarleyfi voru tekin úr gildi sé í raun lítið regluverk í kringum svona hluti. „En með regluverki væri auðveldara að koma á fót stýringu sem sporna myndi við of mikilli einsleitni í rekstri og hægt væri að standa vörð um sérkennin og séríslenska sjarmann sem miðast við innlendan smekk og þarfir.“Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuHér má sjá enskan texta á klukkuturninum á Lækjartorgi
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira