Tveir á toppnum: Ronaldo heimsótti Conor í Vegas | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2016 10:00 Lífið leikur við þessa ágætu menn. mynd/instagram Portúgalska fótboltagoðið Cristiano Ronaldo heimsótti írska bardagakappann Conor McGregor í æfingabúðir hans í Las Vegas um helgina en Ronaldo er mikill aðdáandi Íslandsvinarins. Ronaldo er í fríi eftir að hafa leitt portúgalska landsliðið að sínum fyrsta Evrópumeistaratitli en fyrr á árinu vann hann einnig Meistaradeildina í þriðja sinn. Honum er spáð Gullboltanum sem besti fótboltamaður heims á næsta ári. Conor McGregor er á fullu að undirbúa sig fyrir endurkomuna í búrið en hann berst næst á UFC 200 bardagakvöldinu 20. ágúst. Þar mætir hann Nate Diaz öðru sinni en McGregor tapaði í fyrsta sinn í átta bardögum í UFC þegar Diaz valtaði yfir hann í mars á þessu ári. „Frábært að sjá þig, bróðir,“ skrifar Ronaldo við mynd af sér og Conor á Instagram-síðu sína og írski vélbyssukjafturinn birtir einnig mynd af þeim og segir: „Takk fyrir, Cristiano. Mikil virðing. Ég sé þig aftur á næsta ári þegar við berjumst um efsta sætið á Forbes-listanum.“ Ronaldo er tekjuhæsti íþróttamaður heims samkvæmt nýjum lista Forbes en Conor ætlar greinilega að hirða það sæti af honum á næsta ári. John Kavanagh, þjálfari Conors og Gunnars Nelson, tók auðvitað mynd af sér með Ronaldo og sagði gaman að fá þessa stórstjörnu í heimsókn. Myndir þeirra þriggja má sjá hér að neðan. Great to see you bro!! A photo posted by Cristiano Ronaldo (@cristiano) on Jul 24, 2016 at 3:48pm PDT My brother Ronaldo dropped by the gym today! He is an animal. Thank you @cristiano, much respect! I will see you for that Forbes number 1 spot next year. #ThisIsTheMacLife A photo posted by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on Jul 24, 2016 at 5:01pm PDT Nice to have @cristiano drop in to the gym to support us A photo posted by Coach Kavanagh (@coach_kavanagh) on Jul 24, 2016 at 3:27pm PDT MMA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Dagskráin í dag: Átta NBA leikir í boði Neymar á heimleið? „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Sjá meira
Portúgalska fótboltagoðið Cristiano Ronaldo heimsótti írska bardagakappann Conor McGregor í æfingabúðir hans í Las Vegas um helgina en Ronaldo er mikill aðdáandi Íslandsvinarins. Ronaldo er í fríi eftir að hafa leitt portúgalska landsliðið að sínum fyrsta Evrópumeistaratitli en fyrr á árinu vann hann einnig Meistaradeildina í þriðja sinn. Honum er spáð Gullboltanum sem besti fótboltamaður heims á næsta ári. Conor McGregor er á fullu að undirbúa sig fyrir endurkomuna í búrið en hann berst næst á UFC 200 bardagakvöldinu 20. ágúst. Þar mætir hann Nate Diaz öðru sinni en McGregor tapaði í fyrsta sinn í átta bardögum í UFC þegar Diaz valtaði yfir hann í mars á þessu ári. „Frábært að sjá þig, bróðir,“ skrifar Ronaldo við mynd af sér og Conor á Instagram-síðu sína og írski vélbyssukjafturinn birtir einnig mynd af þeim og segir: „Takk fyrir, Cristiano. Mikil virðing. Ég sé þig aftur á næsta ári þegar við berjumst um efsta sætið á Forbes-listanum.“ Ronaldo er tekjuhæsti íþróttamaður heims samkvæmt nýjum lista Forbes en Conor ætlar greinilega að hirða það sæti af honum á næsta ári. John Kavanagh, þjálfari Conors og Gunnars Nelson, tók auðvitað mynd af sér með Ronaldo og sagði gaman að fá þessa stórstjörnu í heimsókn. Myndir þeirra þriggja má sjá hér að neðan. Great to see you bro!! A photo posted by Cristiano Ronaldo (@cristiano) on Jul 24, 2016 at 3:48pm PDT My brother Ronaldo dropped by the gym today! He is an animal. Thank you @cristiano, much respect! I will see you for that Forbes number 1 spot next year. #ThisIsTheMacLife A photo posted by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on Jul 24, 2016 at 5:01pm PDT Nice to have @cristiano drop in to the gym to support us A photo posted by Coach Kavanagh (@coach_kavanagh) on Jul 24, 2016 at 3:27pm PDT
MMA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Dagskráin í dag: Átta NBA leikir í boði Neymar á heimleið? „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Sjá meira