Áhafnir kallaðar úr fríi til að sinna útköllum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. júlí 2016 18:45 Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa farið í 25% fleiri útköll það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Aukningin hefur í för með sér aukið álag á starfsmenn sem í sumum tilfellum hafa verið kallaðir úr fríum til að sinna útköllum. Víða í þjóðfélaginu hafa fregnir borist af því að starfsemi fyrirtækja og stofnana sé að komast að þolmörkum vegna aukins fjölda ferðamanna sem hingað streymir til lands. Áhafnir á þyrlum Landshelgisgæslunnar hafa fundið fyrir þessari aukningu en útköllum hefur fjölgað um 25% frá því í fyrra „Okkur sýnist sem svo að þetta séu helst erlendir ferðamenn,“ segir Sigurður Heiðar Wiium, yfirflugstjóri hjá Landhelgisgæslunni.Voruð þið viðbúnir þessari aukningu? „Ég get ekki sagt það. Vissulega hefur verið aukning í útköllum ár eftir ár. En núna sjáum við töluverða aukningu á erlendum ferðamönnum.“ Í júlí mánuði í ár eru dæmi um að þyrlan hafi farið í 2-3 útköll á dag. Spurningin er hvort komið sé að þolmörkum hjá áhöfnum gæslunnar. „Ég mundi ekki segja það. Við erum vissulega undirmannaðir á öllum vígstöðum og þyrftum að sjá aukningu, hér um bil um 40% ef vel ætti að vera. Ég man ekki eftir neinu tilfelli sem við höfum ekki geta sinnt en við höfum þurft vissulega að kalla men til úr fríum til þess að mæta öllum þörfum,“ segir Sigurður. Hjá Mýflugi sem annast sjúkraflug á Íslandi hefur einnig orðið aukning. „Við erum núna búnir að fara um 390 flug á móti 370 í fyrra. Mín tilfinning er sú að við erum að flytja fleiri útlendinga núna heldur en í fyrra,“ segir Leifur Hallgrímsson, flugrekstrarstjóri hjá Mýflugi. Leifur segir að borið hafi á vandræðum hjá ósjúkratryggðum ferðamönnum sem þurfa að nýta sér þjónustuna. „Ef þetta eru evrópubúar þá greiða sjúkratryggingar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Ef þetta eru ekki evrópubúar þá verða men að vera með tryggingu og það er allur gangur á því hvort men eru með það. Við erum að lenda í vaxandi vandræðum. Það skilptir milljónum sem við erum að tapa á ári útaf ósjúkratryggðum erlendum ferðamönnum,“ segir Leifur.Leifur Hallgrímsson, flugrekstrarstjóri hjá Mýflugi.Visir/Stöð 2 Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa farið í 25% fleiri útköll það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Aukningin hefur í för með sér aukið álag á starfsmenn sem í sumum tilfellum hafa verið kallaðir úr fríum til að sinna útköllum. Víða í þjóðfélaginu hafa fregnir borist af því að starfsemi fyrirtækja og stofnana sé að komast að þolmörkum vegna aukins fjölda ferðamanna sem hingað streymir til lands. Áhafnir á þyrlum Landshelgisgæslunnar hafa fundið fyrir þessari aukningu en útköllum hefur fjölgað um 25% frá því í fyrra „Okkur sýnist sem svo að þetta séu helst erlendir ferðamenn,“ segir Sigurður Heiðar Wiium, yfirflugstjóri hjá Landhelgisgæslunni.Voruð þið viðbúnir þessari aukningu? „Ég get ekki sagt það. Vissulega hefur verið aukning í útköllum ár eftir ár. En núna sjáum við töluverða aukningu á erlendum ferðamönnum.“ Í júlí mánuði í ár eru dæmi um að þyrlan hafi farið í 2-3 útköll á dag. Spurningin er hvort komið sé að þolmörkum hjá áhöfnum gæslunnar. „Ég mundi ekki segja það. Við erum vissulega undirmannaðir á öllum vígstöðum og þyrftum að sjá aukningu, hér um bil um 40% ef vel ætti að vera. Ég man ekki eftir neinu tilfelli sem við höfum ekki geta sinnt en við höfum þurft vissulega að kalla men til úr fríum til þess að mæta öllum þörfum,“ segir Sigurður. Hjá Mýflugi sem annast sjúkraflug á Íslandi hefur einnig orðið aukning. „Við erum núna búnir að fara um 390 flug á móti 370 í fyrra. Mín tilfinning er sú að við erum að flytja fleiri útlendinga núna heldur en í fyrra,“ segir Leifur Hallgrímsson, flugrekstrarstjóri hjá Mýflugi. Leifur segir að borið hafi á vandræðum hjá ósjúkratryggðum ferðamönnum sem þurfa að nýta sér þjónustuna. „Ef þetta eru evrópubúar þá greiða sjúkratryggingar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Ef þetta eru ekki evrópubúar þá verða men að vera með tryggingu og það er allur gangur á því hvort men eru með það. Við erum að lenda í vaxandi vandræðum. Það skilptir milljónum sem við erum að tapa á ári útaf ósjúkratryggðum erlendum ferðamönnum,“ segir Leifur.Leifur Hallgrímsson, flugrekstrarstjóri hjá Mýflugi.Visir/Stöð 2
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira