Mennirnir tveir eru sagðir hafa skorið prestinn á háls og sært annan gísl alvarlega. Þá hlupu þeir út úr kirkjunni og voru skotnir af lögreglu. Gíslatakan hafði þá staðið yfir í þrjá tíma.
Francois Hollande, forseti Frakklands, hefur fordæmt árásina og segir hana vera hryðjuverk. Amaq, fréttaveita Íslamska ríkisins, segir mennina hafa gert árásina vegna ákalls ISIS eftir árásum gegn „krossförunum“ sem berjast gegn ISIS.
Einn árásarmannanna var þekktur af lögreglu en hann hafði verið handtekinn þegar hann reyndi að ferðast til Sýrlands til að ganga til liðs við ISIS. Honum var nýverið sleppt úr fangelsi og bar hann rafrænan eftirlitsbúnað.
#ISIS 'Amaq corrected the date of the Arabic report for #Normandy #France church attack & released report in English pic.twitter.com/yyJ60ZN26T
— SITE Intel Group (@siteintelgroup) July 26, 2016