Íslenska íþróttafjölskyldan tók Víkingaklappið með ráðherrunum | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2016 12:15 Ráðherrarnir taka hér Víkingaklappið. Vísir/ÓskarÓ Það var hálfgerð partýstemmning í Laugardalnum í morgun þegar sagt var frá tímamótasamningi á milli Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Íþrótta og Ólympíusambands Íslands um stóraukið fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi. Íslenskt afreksfólk sér nú fram á tækifæri til að geta stundað sína íþrótta með markvissari hætti og meiri stuðningi frá íslenskum stjórnvöldum sem ætla að fjórfalda stuðning sinn á næstu árum.Sjá einnig: Lárus:Algjör bylting fyrir afreksíþróttir á Íslandi Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, kynnti samninginn en þarna voru einnig mættir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Auk þeirra voru þarna formenn, framkvæmdastjórar og margir stjórnarmenn hjá íslensku íþróttasamböndunum auk íþróttafólksins sem mun vonandi njóta góðs af þessum tímamótasamningi sem gerbreytir vonandi landslaginu í kringum íslenskt afreksíþróttafólk.Sjá einnig: Ragna:Ákveðin í því að halda áfram þrátt fyrir að lifa nánast eins og munkur Íþróttafólkið kom úr öllum 32 íþróttagreinunum sem mynda Íþrótta og Ólympíusambands Íslands og úr varð mjög jákvæð og skemmtileg stemmning í Laugardalnum í dag. Í lok þessa opna kynningarfundar tók allur hópurinn síðan hið heimsfræga íslenska Víkingaklapp saman þar sem allir tóku virkan þátt þar á meðal ráðherrarnir þrír.Sjá einnig:Afrekssjóður fjórfaldast á næstu þremur árum Hér fyrir neðan má sjá íslensku íþróttafjölskylduna taka Víkingaklappið með ráðherrunum í dag.Ráðherrarnir tóku Víkingaklappið í Laugardalnum Aðrar íþróttir Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Það var hálfgerð partýstemmning í Laugardalnum í morgun þegar sagt var frá tímamótasamningi á milli Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Íþrótta og Ólympíusambands Íslands um stóraukið fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi. Íslenskt afreksfólk sér nú fram á tækifæri til að geta stundað sína íþrótta með markvissari hætti og meiri stuðningi frá íslenskum stjórnvöldum sem ætla að fjórfalda stuðning sinn á næstu árum.Sjá einnig: Lárus:Algjör bylting fyrir afreksíþróttir á Íslandi Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, kynnti samninginn en þarna voru einnig mættir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Auk þeirra voru þarna formenn, framkvæmdastjórar og margir stjórnarmenn hjá íslensku íþróttasamböndunum auk íþróttafólksins sem mun vonandi njóta góðs af þessum tímamótasamningi sem gerbreytir vonandi landslaginu í kringum íslenskt afreksíþróttafólk.Sjá einnig: Ragna:Ákveðin í því að halda áfram þrátt fyrir að lifa nánast eins og munkur Íþróttafólkið kom úr öllum 32 íþróttagreinunum sem mynda Íþrótta og Ólympíusambands Íslands og úr varð mjög jákvæð og skemmtileg stemmning í Laugardalnum í dag. Í lok þessa opna kynningarfundar tók allur hópurinn síðan hið heimsfræga íslenska Víkingaklapp saman þar sem allir tóku virkan þátt þar á meðal ráðherrarnir þrír.Sjá einnig:Afrekssjóður fjórfaldast á næstu þremur árum Hér fyrir neðan má sjá íslensku íþróttafjölskylduna taka Víkingaklappið með ráðherrunum í dag.Ráðherrarnir tóku Víkingaklappið í Laugardalnum
Aðrar íþróttir Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira