Ragna: Ákveðin í því að halda áfram þrátt fyrir að lifa nánast eins og munkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2016 11:19 Ragna Ingólfsdóttir´. Vísir/Anton Ragna Ingólfsdóttir, fyrrum Ólympíufari og badminton-goðsögn, hélt athyglisverða ræðu á opnum útifundi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Íþrótta og Ólympíusambands Íslands í sólinni fyrir utan húsakynni ÍSÍ í Laugardalnum. Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Íþrótta og Ólympíusamband Íslands undirrituðu í dag tímamótasamning til næstu þriggja ára um stóraukið fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi. Framlagið mun hækka í áföngum úr 100 milljónum á fjárlögum síðasta árs í 400 milljónir á næstu þremur árum og er því um fjórföldun að ræða. Ragna sagði að Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, hafi snúið upp á handlegginn á sér en sem betur fer gerði hún það því úr varð persónuleg og skemmtileg ræða sem gaf gestum sýn inn í líf íslensks afreksíþróttafólks á síðustu árum. „Ég heiti Ragna Ingólfsdóttir og ég æfði badminton í 21 ár og þar af í tíu ár sem atvinnumaður á Íslandi eins langt og það náði. Ég fór á tvenna Ólympíuleika, 2008 og 2012, og reyndi við þrenna. Ég held að ég hafi mögulega komist inn 2004 ef að ég hefði verið með meiri pening á milli handanna," byrjaði Ragna ræðuna sína. „Ég var á afreksstyrk frá 2002 til 2012. Allan tímann var upphæðin sú sama eða 80 þúsund krónur á mánuði í tvö ár fyrir leika. Ég mátti ekki nota það til framfærslu heldur þurfti ég að eyða því í til dæmis hótel og flug. Það var því ekki mikill peningur á milli handanna," sagði Ragna. „Ég fór þá leið að klára menntaskólann utan skóla svo að ég gæti æft eins mikið og ég mögulega gæti og farið í eins margar keppnir og ég mögulega gæti. Ég skráði mig síðan í líklega eina námið í HÍ þar sem ekki er skyldumæting í tíma. Það var heimspeki og ég kláraði hana á fjórum og hálfu ári," sagði Ragna og margir áhorfendur skelltu þá upp úr. „Ég fékk námslán á meðan og það var peningurinn sem ég notaði til þess að halda mér uppi. Ég æfði sex daga vikunnar í fjóra til sex tíma á dag. Þetta var ekki nægur peningur til þess að halda mér uppi þannig að ég þurfti líka að þjálfa," sagði Ragna. „Það sem ég vil fagna hér í dag er að afreksíþróttafólk geti nú hvílt sig á milli æfinga í stað þess að vera að þjálfa eða leita annarra leiða til þess að lifa af," sagði Ragna. „Það eru margir sem detta út á þessum árum. Ég var alveg ákveðin í því að halda áfram þrátt fyrir að lifa nánast eins og munkur fjárhagslega. Þetta var minn draumur og ég hélt áfram. Það eru margir sem sjá ekki fram á það að geta þetta og hætta kannski á mjög mikilvægum tímapunkti. Þetta er fólk sem við hefðum getað séð blómstra í framtíðinni," sagði Ragna. „Þessi samningur gerir vonandi okkar afreksíþróttafólki kleyft að verða betri í sinni íþrótt sem það dreymir um. Við fáum um leið fleiri fyrirmyndir, góða landkynningu og góða stemmningu í landið. Þetta er skref í rétta átt og mér finnst við þurfum að skapa þetta umhverfi í kringum afreksíþróttafólkið okkar," sagði Ragna. „Mér finnst líka, og örugglega mörgum öðrum líka, að þjóðin þarf á þessum afreksíþróttamönnum að halda. Vonandi verða þeir fleiri og betri í framtíðinni," sagði Ragna að lokum. Hún hlaut mikið klapp fyrir enda hitti hún þarna naglann beint á höfuðið. Aðrar íþróttir Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Sjá meira
Ragna Ingólfsdóttir, fyrrum Ólympíufari og badminton-goðsögn, hélt athyglisverða ræðu á opnum útifundi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Íþrótta og Ólympíusambands Íslands í sólinni fyrir utan húsakynni ÍSÍ í Laugardalnum. Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Íþrótta og Ólympíusamband Íslands undirrituðu í dag tímamótasamning til næstu þriggja ára um stóraukið fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi. Framlagið mun hækka í áföngum úr 100 milljónum á fjárlögum síðasta árs í 400 milljónir á næstu þremur árum og er því um fjórföldun að ræða. Ragna sagði að Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, hafi snúið upp á handlegginn á sér en sem betur fer gerði hún það því úr varð persónuleg og skemmtileg ræða sem gaf gestum sýn inn í líf íslensks afreksíþróttafólks á síðustu árum. „Ég heiti Ragna Ingólfsdóttir og ég æfði badminton í 21 ár og þar af í tíu ár sem atvinnumaður á Íslandi eins langt og það náði. Ég fór á tvenna Ólympíuleika, 2008 og 2012, og reyndi við þrenna. Ég held að ég hafi mögulega komist inn 2004 ef að ég hefði verið með meiri pening á milli handanna," byrjaði Ragna ræðuna sína. „Ég var á afreksstyrk frá 2002 til 2012. Allan tímann var upphæðin sú sama eða 80 þúsund krónur á mánuði í tvö ár fyrir leika. Ég mátti ekki nota það til framfærslu heldur þurfti ég að eyða því í til dæmis hótel og flug. Það var því ekki mikill peningur á milli handanna," sagði Ragna. „Ég fór þá leið að klára menntaskólann utan skóla svo að ég gæti æft eins mikið og ég mögulega gæti og farið í eins margar keppnir og ég mögulega gæti. Ég skráði mig síðan í líklega eina námið í HÍ þar sem ekki er skyldumæting í tíma. Það var heimspeki og ég kláraði hana á fjórum og hálfu ári," sagði Ragna og margir áhorfendur skelltu þá upp úr. „Ég fékk námslán á meðan og það var peningurinn sem ég notaði til þess að halda mér uppi. Ég æfði sex daga vikunnar í fjóra til sex tíma á dag. Þetta var ekki nægur peningur til þess að halda mér uppi þannig að ég þurfti líka að þjálfa," sagði Ragna. „Það sem ég vil fagna hér í dag er að afreksíþróttafólk geti nú hvílt sig á milli æfinga í stað þess að vera að þjálfa eða leita annarra leiða til þess að lifa af," sagði Ragna. „Það eru margir sem detta út á þessum árum. Ég var alveg ákveðin í því að halda áfram þrátt fyrir að lifa nánast eins og munkur fjárhagslega. Þetta var minn draumur og ég hélt áfram. Það eru margir sem sjá ekki fram á það að geta þetta og hætta kannski á mjög mikilvægum tímapunkti. Þetta er fólk sem við hefðum getað séð blómstra í framtíðinni," sagði Ragna. „Þessi samningur gerir vonandi okkar afreksíþróttafólki kleyft að verða betri í sinni íþrótt sem það dreymir um. Við fáum um leið fleiri fyrirmyndir, góða landkynningu og góða stemmningu í landið. Þetta er skref í rétta átt og mér finnst við þurfum að skapa þetta umhverfi í kringum afreksíþróttafólkið okkar," sagði Ragna. „Mér finnst líka, og örugglega mörgum öðrum líka, að þjóðin þarf á þessum afreksíþróttamönnum að halda. Vonandi verða þeir fleiri og betri í framtíðinni," sagði Ragna að lokum. Hún hlaut mikið klapp fyrir enda hitti hún þarna naglann beint á höfuðið.
Aðrar íþróttir Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn