Ásmundur mátar sig við 1. sæti í Suður-kjördæmi Jakob Bjarnar skrifar 28. júlí 2016 13:23 Allt bendir til þess að Ásmundur stefni á að leiða lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í komandi kosningum. Niðurstaða nýrrar könnunar sem MMR lét gera, þar sem meðal annars er spurt um stuðning við Ásmund Friðriksson gefur þingmanninum byr undir báða vængi. „Jú, ég er mjög ánægður með niðurstöðuna. Vandamálið er að það hefði mátt vera meiri þátttaka en þetta eru vísbendingar sem maður getur verið þakklátur fyrir,“ segir Ásmundur. Stuðningsmenn Ásmundar gengust fyrir könnuninni og Vísi er ekki kunnugt um helstu niðurstöður, en Ásmundur segir að nú sé verið að fara yfir stöðuna. En, eru þetta ekki vísbendingar þess efnis að þú munir sækjast eftir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn í þessu kjördæmi? „Það eru tækifæri í því örugglega, fyrir mig, ég ætla að skoða mína stöðu. Ég er úti í Vestmannaeyjum með fjölskyldunni. Höfum ekkert farið yfir þetta, hittumst á þriðjudagsmorgun og þá fer að skýrast hvernig maður tekur á þessu.“Ragnheiður Elín. Hart er nú sótt að ráðherranum og ekki sjálfgefið að hún leiði flokkinn í Suðurkjördæmi.Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra var í efsta sæti lista í síðustu kosningum, en Ásmundur í því þriðja. Elliði Vignisson gaf það út nú fyrir hádegi að hann ætli ekki að fara í prófkjör. Ásmundur vill ekkert gefa út á það hvort óánægja sé með Ragnheiði Elínu sem leiðtoga í Suðurkjördæmi. En, eitt er víst að Ásmundur hefur verið ákaflega duglegur að ræða við kjósendur kjördæmisins. „Það er bara eitt trix í þessu, daginn eftir síðustu kosningar, 2013, þá hóf ég undirbúning að næstu kosningum. Og það hefur ekki dottið út dagur síðan. Ég er ekki að byrja neina kosningabaráttu, hún hefur staðið samfleytt. Ég er alltaf í vinnunni og það er engin breyting á mínum högum með það,“ segir Ásmundur. X16 Suður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Niðurstaða nýrrar könnunar sem MMR lét gera, þar sem meðal annars er spurt um stuðning við Ásmund Friðriksson gefur þingmanninum byr undir báða vængi. „Jú, ég er mjög ánægður með niðurstöðuna. Vandamálið er að það hefði mátt vera meiri þátttaka en þetta eru vísbendingar sem maður getur verið þakklátur fyrir,“ segir Ásmundur. Stuðningsmenn Ásmundar gengust fyrir könnuninni og Vísi er ekki kunnugt um helstu niðurstöður, en Ásmundur segir að nú sé verið að fara yfir stöðuna. En, eru þetta ekki vísbendingar þess efnis að þú munir sækjast eftir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn í þessu kjördæmi? „Það eru tækifæri í því örugglega, fyrir mig, ég ætla að skoða mína stöðu. Ég er úti í Vestmannaeyjum með fjölskyldunni. Höfum ekkert farið yfir þetta, hittumst á þriðjudagsmorgun og þá fer að skýrast hvernig maður tekur á þessu.“Ragnheiður Elín. Hart er nú sótt að ráðherranum og ekki sjálfgefið að hún leiði flokkinn í Suðurkjördæmi.Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra var í efsta sæti lista í síðustu kosningum, en Ásmundur í því þriðja. Elliði Vignisson gaf það út nú fyrir hádegi að hann ætli ekki að fara í prófkjör. Ásmundur vill ekkert gefa út á það hvort óánægja sé með Ragnheiði Elínu sem leiðtoga í Suðurkjördæmi. En, eitt er víst að Ásmundur hefur verið ákaflega duglegur að ræða við kjósendur kjördæmisins. „Það er bara eitt trix í þessu, daginn eftir síðustu kosningar, 2013, þá hóf ég undirbúning að næstu kosningum. Og það hefur ekki dottið út dagur síðan. Ég er ekki að byrja neina kosningabaráttu, hún hefur staðið samfleytt. Ég er alltaf í vinnunni og það er engin breyting á mínum högum með það,“ segir Ásmundur.
X16 Suður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira