Ásmundur mátar sig við 1. sæti í Suður-kjördæmi Jakob Bjarnar skrifar 28. júlí 2016 13:23 Allt bendir til þess að Ásmundur stefni á að leiða lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í komandi kosningum. Niðurstaða nýrrar könnunar sem MMR lét gera, þar sem meðal annars er spurt um stuðning við Ásmund Friðriksson gefur þingmanninum byr undir báða vængi. „Jú, ég er mjög ánægður með niðurstöðuna. Vandamálið er að það hefði mátt vera meiri þátttaka en þetta eru vísbendingar sem maður getur verið þakklátur fyrir,“ segir Ásmundur. Stuðningsmenn Ásmundar gengust fyrir könnuninni og Vísi er ekki kunnugt um helstu niðurstöður, en Ásmundur segir að nú sé verið að fara yfir stöðuna. En, eru þetta ekki vísbendingar þess efnis að þú munir sækjast eftir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn í þessu kjördæmi? „Það eru tækifæri í því örugglega, fyrir mig, ég ætla að skoða mína stöðu. Ég er úti í Vestmannaeyjum með fjölskyldunni. Höfum ekkert farið yfir þetta, hittumst á þriðjudagsmorgun og þá fer að skýrast hvernig maður tekur á þessu.“Ragnheiður Elín. Hart er nú sótt að ráðherranum og ekki sjálfgefið að hún leiði flokkinn í Suðurkjördæmi.Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra var í efsta sæti lista í síðustu kosningum, en Ásmundur í því þriðja. Elliði Vignisson gaf það út nú fyrir hádegi að hann ætli ekki að fara í prófkjör. Ásmundur vill ekkert gefa út á það hvort óánægja sé með Ragnheiði Elínu sem leiðtoga í Suðurkjördæmi. En, eitt er víst að Ásmundur hefur verið ákaflega duglegur að ræða við kjósendur kjördæmisins. „Það er bara eitt trix í þessu, daginn eftir síðustu kosningar, 2013, þá hóf ég undirbúning að næstu kosningum. Og það hefur ekki dottið út dagur síðan. Ég er ekki að byrja neina kosningabaráttu, hún hefur staðið samfleytt. Ég er alltaf í vinnunni og það er engin breyting á mínum högum með það,“ segir Ásmundur. X16 Suður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Niðurstaða nýrrar könnunar sem MMR lét gera, þar sem meðal annars er spurt um stuðning við Ásmund Friðriksson gefur þingmanninum byr undir báða vængi. „Jú, ég er mjög ánægður með niðurstöðuna. Vandamálið er að það hefði mátt vera meiri þátttaka en þetta eru vísbendingar sem maður getur verið þakklátur fyrir,“ segir Ásmundur. Stuðningsmenn Ásmundar gengust fyrir könnuninni og Vísi er ekki kunnugt um helstu niðurstöður, en Ásmundur segir að nú sé verið að fara yfir stöðuna. En, eru þetta ekki vísbendingar þess efnis að þú munir sækjast eftir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn í þessu kjördæmi? „Það eru tækifæri í því örugglega, fyrir mig, ég ætla að skoða mína stöðu. Ég er úti í Vestmannaeyjum með fjölskyldunni. Höfum ekkert farið yfir þetta, hittumst á þriðjudagsmorgun og þá fer að skýrast hvernig maður tekur á þessu.“Ragnheiður Elín. Hart er nú sótt að ráðherranum og ekki sjálfgefið að hún leiði flokkinn í Suðurkjördæmi.Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra var í efsta sæti lista í síðustu kosningum, en Ásmundur í því þriðja. Elliði Vignisson gaf það út nú fyrir hádegi að hann ætli ekki að fara í prófkjör. Ásmundur vill ekkert gefa út á það hvort óánægja sé með Ragnheiði Elínu sem leiðtoga í Suðurkjördæmi. En, eitt er víst að Ásmundur hefur verið ákaflega duglegur að ræða við kjósendur kjördæmisins. „Það er bara eitt trix í þessu, daginn eftir síðustu kosningar, 2013, þá hóf ég undirbúning að næstu kosningum. Og það hefur ekki dottið út dagur síðan. Ég er ekki að byrja neina kosningabaráttu, hún hefur staðið samfleytt. Ég er alltaf í vinnunni og það er engin breyting á mínum högum með það,“ segir Ásmundur.
X16 Suður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira