Skora á yfirvöld að flýta framkvæmdum við Vesturlandsveg Atli Ísleifsson skrifar 29. júlí 2016 10:50 Skýrsla Vífils Karlssonar hagfræðings um ástand vega á Vesturlandi var lögð fyrir fund bæjarráðs Akranessbæjar í gær. vísir/nanna Bæjarráð Akraness hefur skorað á samgönguyfirvöld að flýta framkvæmdum við Vesturlandsveg. Skýrsla Vífils Karlssonar hagfræðings um ástand vega á Vesturlandi var lögð fyrir fund bæjarráðs í gær, en skýrslan var unnin fyrir samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Kemur þar fram að fjárveiting til Vesturlandsvegar nemi um helming af fjárveitingu til Reykjanesbrautar á tíu ára tímabili, eða á árunum 2005 til 2014. Í bókun bæjarráðs segir að skorað sé á samgönguyfirvöld að forgangsraða fjárveitingum í þágu umferðaröryggis og hefja nú þegar breikkun á Vesturlandsvegi. „Nýjustu tölur frá Vegagerðinni sýna mikla aukningu umferðar á milli ára á flestum vegum landsins. Aukningin er hvað mest á Vesturlandi en umferð um Hvalfjarðargöng hefur aukist um 21% á fyrstu 5 mánuðum ársins miðað við sama tímabil ársins 2015. Í síðastliðnum júní mánuði fóru tæplega átta þúsund bílar í gegnum göngin daglega. Samkvæmt yfirliti Vífils Karlssonar hagfræðings sem hefur borið saman útgjöld til nýframkvæmda og reksturs á Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut síðastliðin 10 ár eða frá 2005 til 2014 kemur fram að útgjöld til Vesturlandsvegar eru um helmingi lægri en til Reykjanesbrautar á þessu tímabili og um 15% lægri en til Suðurlandsvegar. Sú mikla fjölgun ferðamanna sem við sjáum á Íslandi á allra síðustu árum gerir úrbætur í vegamálum að einu brýnasta samfélagsverkefni okkar um þessar mundir. Í gildandi samgönguáætlun er gert ráð fyrir því að hefja breikkun Vesturlandsvegar á árunum 2019 til 2022. Að mati bæjarráðs á Akranesi er verkefnið svo brýnt að flýta verður framkvæmdum eins og kostur er. Það er með öllu óviðunandi að árið 2016 sé enn verið að keyra einbreiðan Vesturlandsveg og að sú verði raunin næsta áratug eða svo," segir í áskoruninni sem hefur verið send samgönguyfirvöldum og þingmönnum norðvesturkjördæmis. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Bæjarráð Akraness hefur skorað á samgönguyfirvöld að flýta framkvæmdum við Vesturlandsveg. Skýrsla Vífils Karlssonar hagfræðings um ástand vega á Vesturlandi var lögð fyrir fund bæjarráðs í gær, en skýrslan var unnin fyrir samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Kemur þar fram að fjárveiting til Vesturlandsvegar nemi um helming af fjárveitingu til Reykjanesbrautar á tíu ára tímabili, eða á árunum 2005 til 2014. Í bókun bæjarráðs segir að skorað sé á samgönguyfirvöld að forgangsraða fjárveitingum í þágu umferðaröryggis og hefja nú þegar breikkun á Vesturlandsvegi. „Nýjustu tölur frá Vegagerðinni sýna mikla aukningu umferðar á milli ára á flestum vegum landsins. Aukningin er hvað mest á Vesturlandi en umferð um Hvalfjarðargöng hefur aukist um 21% á fyrstu 5 mánuðum ársins miðað við sama tímabil ársins 2015. Í síðastliðnum júní mánuði fóru tæplega átta þúsund bílar í gegnum göngin daglega. Samkvæmt yfirliti Vífils Karlssonar hagfræðings sem hefur borið saman útgjöld til nýframkvæmda og reksturs á Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut síðastliðin 10 ár eða frá 2005 til 2014 kemur fram að útgjöld til Vesturlandsvegar eru um helmingi lægri en til Reykjanesbrautar á þessu tímabili og um 15% lægri en til Suðurlandsvegar. Sú mikla fjölgun ferðamanna sem við sjáum á Íslandi á allra síðustu árum gerir úrbætur í vegamálum að einu brýnasta samfélagsverkefni okkar um þessar mundir. Í gildandi samgönguáætlun er gert ráð fyrir því að hefja breikkun Vesturlandsvegar á árunum 2019 til 2022. Að mati bæjarráðs á Akranesi er verkefnið svo brýnt að flýta verður framkvæmdum eins og kostur er. Það er með öllu óviðunandi að árið 2016 sé enn verið að keyra einbreiðan Vesturlandsveg og að sú verði raunin næsta áratug eða svo," segir í áskoruninni sem hefur verið send samgönguyfirvöldum og þingmönnum norðvesturkjördæmis.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira