Ofboðslega sátt við þetta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júlí 2016 06:00 Ásdís kastaði 60,37 metra í úrslitunum. vísir/getty Ísland átti tvo fulltrúa í úrslitum á EM í frjálsum íþróttum í Amsterdam á laugardaginn; þær Anítu Hinriksdóttur og Ásdísi Hjálmsdóttur sem kepptu í 800 metra hlaupi og spjótkasti. Arna Stefanía Guðmundsdóttir keppti einnig í undanúrslitum í 400 metra grindahlaupi á laugardaginn. Arna Stefanía hljóp á 57,24 sekúndum og endaði í 18. sæti í undanúrslitum á sínu fyrsta stórmóti fullorðinna. Ekki nóg með það, þá setti Hafdís Sigurðardóttir nýtt Íslandsmet í langstökki á móti rétt fyrir utan Amsterdam á laugardaginn. Hafdís stökk 6,62 metra og var aðeins 0,08 metrum frá Ólympíulágmarkinu. Laugardagurinn var því sannarlega frábær hjá íslenskum frjálsíþróttakonum.Aníta í úrslitahlaupinu.vísir/gettyAníta og Ásdís enduðu báðar í 8. sæti í sínum greinum. Aníta hljóp á 2:02,55 mínútum í sínu fyrsta úrslitahlaupi á stórmóti utanhúss. Fyrri hringurinn var mjög hraður en Aníta gaf eftir á lokasprettinum og kom síðust í mark á tíma sem er nokkuð frá hennar besta. Ásdís byrjaði af miklum krafti í úrslitakeppninni í spjótkastinu og kastaði spjótinu 60,37 metra í fyrstu tilraun. Þetta er næstlengsta kast Ásdísar á stórmóti en Íslandsmet hennar frá Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum er 62,77 metrar. „Ég er ofboðslega sátt við þetta,“ sagði Ásdís þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar í gær. „Ég kem inn í þetta mót með nítjánda besta árangurinn í Evrópu í ár og af keppendunum á EM er ég einhvers staðar í kringum 16.-18. sæti. Ég enda í 8. sæti þannig ég held að ég geti verið ansi sátt.“ Ásdís endaði sem áður sagði í 8. sæti sem er hennar besti árangur á stórmóti. Tatsiana Khaladovich frá Hvíta-Rússlandi hrósaði sigri í spjótkastskeppninni en hún grýtti spjótinu lengst 66,34 metra. „Það var rosalega erfitt að kasta en það var hrikalega mikill vindur inni á vellinum. Að ná tveimur 60 metra köstum í svona aðstæðum er alveg frábært,“ sagði Ásdís. „Ég vildi annað hvort kasta yfir 60 metra eða enda í einu af átta efstu sætunum. Ég gerði bæði þannig að ég er mjög sátt.“ Aðeins mánuður er þangað til Ólympíuleikarnir í Ríó verða settir. Ásdís er þar á meðal keppenda en hún náði Ólympíulágmarkinu þegar hún kastaði 62,14 metra á móti í Ríga í Lettlandi í lok maí í fyrra. „Ólympíuleikarnir eru aðal atriðið og það sem við erum að æfa fyrir. Þetta [EM] var bara generalprufa,“ sagði Ásdís sem keppir á tveimur mótum áður en hún fer til Brasilíu. „Ég keppi annað hvort á Demantamótinu í Mónakó á föstudaginn eða svissneska meistaramótinu um næstu helgi. Það er ekki enn komið í ljós hvort ég komist inn en ég held enn í vonina. Helgina þar á eftir keppi ég svo á Íslandsmeistaramótinu. Ég flýg svo til Brasilíu í byrjun ágúst, verð á opnunarhátíðinni og fer svo í æfingabúðir og kem ekki aftur í Ólympíuþorpið fyrr en tveimur dögum fyrir keppni.“ Ásdís er á leið á sína þriðju Ólympíuleika en hún endaði í 11. sæti í London 2012. En hvaða markmið hefur Ásdís sett sér fyrir leikana í Ríó? „Ég er með mín markmið sem ég ætla að halda fyrir mig þangað til eftir keppnina allavega. Ég ætla bara að gera eins vel og ég get,“ svaraði Ásdís. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrnu á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna Sjá meira
Ísland átti tvo fulltrúa í úrslitum á EM í frjálsum íþróttum í Amsterdam á laugardaginn; þær Anítu Hinriksdóttur og Ásdísi Hjálmsdóttur sem kepptu í 800 metra hlaupi og spjótkasti. Arna Stefanía Guðmundsdóttir keppti einnig í undanúrslitum í 400 metra grindahlaupi á laugardaginn. Arna Stefanía hljóp á 57,24 sekúndum og endaði í 18. sæti í undanúrslitum á sínu fyrsta stórmóti fullorðinna. Ekki nóg með það, þá setti Hafdís Sigurðardóttir nýtt Íslandsmet í langstökki á móti rétt fyrir utan Amsterdam á laugardaginn. Hafdís stökk 6,62 metra og var aðeins 0,08 metrum frá Ólympíulágmarkinu. Laugardagurinn var því sannarlega frábær hjá íslenskum frjálsíþróttakonum.Aníta í úrslitahlaupinu.vísir/gettyAníta og Ásdís enduðu báðar í 8. sæti í sínum greinum. Aníta hljóp á 2:02,55 mínútum í sínu fyrsta úrslitahlaupi á stórmóti utanhúss. Fyrri hringurinn var mjög hraður en Aníta gaf eftir á lokasprettinum og kom síðust í mark á tíma sem er nokkuð frá hennar besta. Ásdís byrjaði af miklum krafti í úrslitakeppninni í spjótkastinu og kastaði spjótinu 60,37 metra í fyrstu tilraun. Þetta er næstlengsta kast Ásdísar á stórmóti en Íslandsmet hennar frá Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum er 62,77 metrar. „Ég er ofboðslega sátt við þetta,“ sagði Ásdís þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar í gær. „Ég kem inn í þetta mót með nítjánda besta árangurinn í Evrópu í ár og af keppendunum á EM er ég einhvers staðar í kringum 16.-18. sæti. Ég enda í 8. sæti þannig ég held að ég geti verið ansi sátt.“ Ásdís endaði sem áður sagði í 8. sæti sem er hennar besti árangur á stórmóti. Tatsiana Khaladovich frá Hvíta-Rússlandi hrósaði sigri í spjótkastskeppninni en hún grýtti spjótinu lengst 66,34 metra. „Það var rosalega erfitt að kasta en það var hrikalega mikill vindur inni á vellinum. Að ná tveimur 60 metra köstum í svona aðstæðum er alveg frábært,“ sagði Ásdís. „Ég vildi annað hvort kasta yfir 60 metra eða enda í einu af átta efstu sætunum. Ég gerði bæði þannig að ég er mjög sátt.“ Aðeins mánuður er þangað til Ólympíuleikarnir í Ríó verða settir. Ásdís er þar á meðal keppenda en hún náði Ólympíulágmarkinu þegar hún kastaði 62,14 metra á móti í Ríga í Lettlandi í lok maí í fyrra. „Ólympíuleikarnir eru aðal atriðið og það sem við erum að æfa fyrir. Þetta [EM] var bara generalprufa,“ sagði Ásdís sem keppir á tveimur mótum áður en hún fer til Brasilíu. „Ég keppi annað hvort á Demantamótinu í Mónakó á föstudaginn eða svissneska meistaramótinu um næstu helgi. Það er ekki enn komið í ljós hvort ég komist inn en ég held enn í vonina. Helgina þar á eftir keppi ég svo á Íslandsmeistaramótinu. Ég flýg svo til Brasilíu í byrjun ágúst, verð á opnunarhátíðinni og fer svo í æfingabúðir og kem ekki aftur í Ólympíuþorpið fyrr en tveimur dögum fyrir keppni.“ Ásdís er á leið á sína þriðju Ólympíuleika en hún endaði í 11. sæti í London 2012. En hvaða markmið hefur Ásdís sett sér fyrir leikana í Ríó? „Ég er með mín markmið sem ég ætla að halda fyrir mig þangað til eftir keppnina allavega. Ég ætla bara að gera eins vel og ég get,“ svaraði Ásdís.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrnu á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna Sjá meira