Lærdómurinn af Chilcot Stefán pálsson skrifar 11. júlí 2016 07:00 Um fátt hefur verið fjallað meira í fjölmiðlum síðustu sólarhringa en rannsóknarskýrslu þá sem kennd er við Sir John Chilcot. Vinnan við skýrsluna, sem fjallar um aðdraganda og framkvæmd Íraksstríðsins, tók sjö ár. Hún er ógnarmikil að vöxtum og nánast samfelldur áfellisdómur yfir herleiðangri þeirra Tony Blair og George W. Bush í Írak. Bresk blöð hafa ekki vandað Blair kveðjurnar og forsíður flestra þeirra hafa verið undirlagðar af flennifyrirsögnum um blekkingarvef forsætisráðherrans fyrrverandi. Skiptir þar litlu þótt mörg þessara dagblaða hafi á sínum tíma stutt stríðsreksturinn með ráðum og dáð. Tony Blair er í dag ærulaus maður og er það vel. En það væru stórkostleg mistök að draga þann eina lærdóm af skýrslunni miklu að Blair hafi farið með ósannindi, stýrst af óskhyggju eða látið stjórnast af annarlegum hvötum. Chilcot-skýrslan sýnir okkur nefnilega fram á takmarkanir þeirra stofnana sem mestu ráða á sviði hermála í heiminum. Skýrslan leiðir í ljós hvernig njósnastofnanir og ráðuneyti á Vesturlöndum voru ófær um að meta rétt stöðu mála í Írak, sjá fyrir framvindu mála eða túlka fyrirliggjandi gögn. Svo virðist sem hasarmyndir frá Hollywood hafi verið notaðar sem heimildir um hvernig nýta mætti tæknibúnað og meintir sérfræðingar í innviðum fjarlægra ríkja hafi hvorki þangað komið né talað tungumál heimamanna. Þetta er hinn raunverulegi lærdómur sem vert er að draga af skýrslu Chilcots. Tony Blair er útbrunninn stjórnmálamaður og rúinn trausti. Orðspor hans skiptir engu. En enn í dag treysta Vesturlönd á sömu stofnanir með sömu hugmyndafræði og sömu vanhæfni og leiddu til Íraksstríðsins 2003. Einfeldningsleg trú á hernaðarlegar íhlutanir í flóknum samfélögum er enn allsráðandi meðal Nató-þjóða, líkt og sjá hefur mátt í Líbýu, Jemen, Sýrlandi og Afganistan svo dæmi séu tekin. Áhrifalítil smáríki á borð við Ísland, sem studdu Íraksstríðsvitleysuna, hafa á engan hátt lagst í greiningu á utanríkisstefnu sinni til að fyrirbyggja að slík mistök endurtaki sig. Hvað sem öllum skýrslum líður virðast Vesturlönd staðráðin í að læra ekki af sögunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Sjá meira
Um fátt hefur verið fjallað meira í fjölmiðlum síðustu sólarhringa en rannsóknarskýrslu þá sem kennd er við Sir John Chilcot. Vinnan við skýrsluna, sem fjallar um aðdraganda og framkvæmd Íraksstríðsins, tók sjö ár. Hún er ógnarmikil að vöxtum og nánast samfelldur áfellisdómur yfir herleiðangri þeirra Tony Blair og George W. Bush í Írak. Bresk blöð hafa ekki vandað Blair kveðjurnar og forsíður flestra þeirra hafa verið undirlagðar af flennifyrirsögnum um blekkingarvef forsætisráðherrans fyrrverandi. Skiptir þar litlu þótt mörg þessara dagblaða hafi á sínum tíma stutt stríðsreksturinn með ráðum og dáð. Tony Blair er í dag ærulaus maður og er það vel. En það væru stórkostleg mistök að draga þann eina lærdóm af skýrslunni miklu að Blair hafi farið með ósannindi, stýrst af óskhyggju eða látið stjórnast af annarlegum hvötum. Chilcot-skýrslan sýnir okkur nefnilega fram á takmarkanir þeirra stofnana sem mestu ráða á sviði hermála í heiminum. Skýrslan leiðir í ljós hvernig njósnastofnanir og ráðuneyti á Vesturlöndum voru ófær um að meta rétt stöðu mála í Írak, sjá fyrir framvindu mála eða túlka fyrirliggjandi gögn. Svo virðist sem hasarmyndir frá Hollywood hafi verið notaðar sem heimildir um hvernig nýta mætti tæknibúnað og meintir sérfræðingar í innviðum fjarlægra ríkja hafi hvorki þangað komið né talað tungumál heimamanna. Þetta er hinn raunverulegi lærdómur sem vert er að draga af skýrslu Chilcots. Tony Blair er útbrunninn stjórnmálamaður og rúinn trausti. Orðspor hans skiptir engu. En enn í dag treysta Vesturlönd á sömu stofnanir með sömu hugmyndafræði og sömu vanhæfni og leiddu til Íraksstríðsins 2003. Einfeldningsleg trú á hernaðarlegar íhlutanir í flóknum samfélögum er enn allsráðandi meðal Nató-þjóða, líkt og sjá hefur mátt í Líbýu, Jemen, Sýrlandi og Afganistan svo dæmi séu tekin. Áhrifalítil smáríki á borð við Ísland, sem studdu Íraksstríðsvitleysuna, hafa á engan hátt lagst í greiningu á utanríkisstefnu sinni til að fyrirbyggja að slík mistök endurtaki sig. Hvað sem öllum skýrslum líður virðast Vesturlönd staðráðin í að læra ekki af sögunni.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar